Hvar er góða veðrið sem á alltaf að vera hérna í DK? helvítis rigning hérna og skíta kuldi !
En það hefur nú eithvað gerst hjá mér síðan ég lét heyra í mér síðast. Ótrúlegt en satt þá kom ógeðslega gott veður hérna í þar síðustu viku, 25 stiga hiti og sól, og ég íslendingurinn varð náttúrulega svo æst í sólina að ég skaðbrann á fyrsta degi :P en ég lét það nú ekki stoppa mig og ég hélt áfram að liggja í sólbaði eins og ég gat :) En um síðustu helgi var svo Gala-veisla í skólanum, þar sem við fengum rosa góðan mat (fyrir utan helvítis hrognin), fórum í myndatöku, horfðum á úrslitaleikinn í meistaradeildinni, og drukkum og höfðum gaman :) Á sunnudeginum skellt ég mér í Tivoli Friheden hérna í Århus ásamt Oddnýju, Ásrúnu Öddu, Þóru Kristínu, Elínu Rós, Hröbbu, Katrínu, Herdísi og Arndísi :) ótrúlega gaman í góðu veðri :) Svo á mánudaginn höfðum við það bara kósý hérna heima og gerðum eithvað lítið. Á þriðjudaginn byrjaði svo "sommer skolen" þar sem ég er að spila tennis. Ég sem sagt spila tennis þrisvar sinnum á þessum tveim vikum sem þetta er. Á þriðjudaginn spiluðum við öll Cricket og var okkur skipt í lið og hvert lið valdi sér hvernig það ætlaði að vera klætt og þess háttar. Á miðvikudaginn fórum við svo í team meating heim til team kennarans okkar þar sem við elduðum pizzu og höfðum það bara kósý úti í garði :) eftir hádegið var fyrsta tennis æfingin og þó ég segi sjálf frá þá var ég bara nokkuð góð í þessari íþrótt :) á fimmtudaginn fórum við svo í ferðalag norður í land :) Við keyrðum áleiðis til Álaborgar og á leiðinni stoppuðum við á hinum og þessum stöðum, skoðuðum gamla krá, fórum í göngutúr í einhverjum skógi og stoppuðum svo á einhverjum stað rétt hjá Álaborg þar sem Morten kokkur kom og grillaði fyrir okkur og við spiluðum fótbolta golf á meðan og lágum í sólbaði og höfðum það kósý :) Við enduðum svo daginn á því að fara til Álaborgar á landsleik Danmerkur og Senegal. Á föstudaginn voru svo haldnir mini OL þar sem við kepptum í allskonar þrautum.
Helgin hefur svo bara verið tekin í rólegheit hérna í sveitinni, með smá eurovision partýi í gærkvöldi og kosningavöku til ca. 3 í nótt :) Svo tekur bara við síðasta vikan hérna í DK :O
Rosalega er tíminn fljótur að líða !
Ætli þetta sé síðasta bloggið héðan ? Sjáum til !
en þetta er allavega orðið ágætt í bili :)
Sunday, 30 May 2010
Sunday, 16 May 2010
Vitlaust að gera :)
Ætlar þetta eldfjall aldrei að hætta að gjósa?
Það er eins gott að það trufli ekki flugið mitt 7. júní :)
Anna Heiða komst loksins til mín á sunnudagskvöldið eftir rúmlega sólarhrings töf vegna eldfjallsins. En hún kom til mín rúmlega 11 á sunnudagskvöld og auðvitað tók ég á móti henni á brautarstöðinni :) Það voru miklir fagnaðar fundir og ég gat eiginlega ekki tekið öðru vísi á móti henni en að bjóða henni upp á bjór, sem hún tók fegins hendi ;)
Við drifum okkur niður í skóla og fórum bara að sofa mjög fljótlega. Á mánudaginn var Anna Heiða kynnt fyrir skólanum og látin standa upp fyrir framan alla, henni til mikillar ánægju ;) Eftir skóla á mánudaginn skelltum við okkur niður í bæ í fyrsta verslunarleiðangur :) Á þriðjudaginn ætluðum við niður í bæ en vegna þess hversu lengi við vorum að baka brauð í skólanum þá ákváðum við frekar að hafa það kósý heima. Á miðvikudaginn fórum við strax eftir hádegi í rigningunni niður í bæ. Þar voru kortin vel straujuð og ég held að allir hafi komið bara þokkalega sáttir úr þeirri verslunarferð :)
Á miðvikudagskvöldið var ég að keppa í fótbolta hérna í Harlev með HIK og við unnum leikinn 3-0 þar sem ég lagði upp tvö mörk og skoraði eitt :) Eftir leikinn beið okkkar þessi fíni matur hérna hjá Stefáni þar sem ég, Anna Heiða, Oddný, Stefán, Sibba og María höfðum það notalegt með hvítvín og bjór :) Klukkan 2 um nóttina ákváðum ég, Anna Heiða og Sibba að skella okkur niður í bæ og tékka á mannskapnum :) Anna Heiða vitleysingur að hún tók ekki með sér neitt skilríki með kennitölu á, heldur bara visa kortið sitt, svo hún komst eiginlega ekki inn á neina bari, ekki fyrr en ég rétti henni kort með gamalli mynd af mér :) En þá vorum við svo heppnar að lenda inn á þessum fína bar, þar sem var spiluð tónlist með Beach boys, Johnny CAsh, Elvis og fleirum góðum :) Við röltum svo heim á leið um 5 leytið og gistum heima hjá Sibbu :)
Fimmtudagurinn var eiginlega bara tekinn í þynnku :) Horfðum á mynd og höfðum það kósý inn á herbergi. Seinnipartinn fórum við svo niður í bæ í smá túristaleik og tókum nokkrar myndir :) Fórum svo og fengum okkur að borða á Mackie's :) Eftir matinn fórum við í ísbúðina sem er í Veri Center, sem er rétt hjá skólanum.
Svo á föstudagsmorguninn var svo komið að kveðjustund og Anna Heiða yfirgaf mig klukkan 7 á föstudagsmorguninn. Fluginu hennar var svo seinkað þangað til klukkan 8 á laugardagskvöld svo Oddný hjálpaði okkur að finna gistiheimili handa henni í Köben og hún komst heilu og höldnu heim til sín í gærkvöldi :)
Í gær, laugardag, var svo IHÅ festival í skólanum :) Þetta er svona tónlistarhátíð þar sem komu tónlistarmenn frá USA, Íslandi, DK og fleiri stöðum til að spila. Svo um kvöldið var svaka partý og ótrúlega gaman :)
Svo í dag þá hef ég bara haft það kósý hérna í sveitinni og er þessa stundina að passa litlu prinsessurnar :)
Læt þetta duga í bili
p.s.
Ekki nema 22 dagar í íslandið :)
Það er eins gott að það trufli ekki flugið mitt 7. júní :)
Anna Heiða komst loksins til mín á sunnudagskvöldið eftir rúmlega sólarhrings töf vegna eldfjallsins. En hún kom til mín rúmlega 11 á sunnudagskvöld og auðvitað tók ég á móti henni á brautarstöðinni :) Það voru miklir fagnaðar fundir og ég gat eiginlega ekki tekið öðru vísi á móti henni en að bjóða henni upp á bjór, sem hún tók fegins hendi ;)
Við drifum okkur niður í skóla og fórum bara að sofa mjög fljótlega. Á mánudaginn var Anna Heiða kynnt fyrir skólanum og látin standa upp fyrir framan alla, henni til mikillar ánægju ;) Eftir skóla á mánudaginn skelltum við okkur niður í bæ í fyrsta verslunarleiðangur :) Á þriðjudaginn ætluðum við niður í bæ en vegna þess hversu lengi við vorum að baka brauð í skólanum þá ákváðum við frekar að hafa það kósý heima. Á miðvikudaginn fórum við strax eftir hádegi í rigningunni niður í bæ. Þar voru kortin vel straujuð og ég held að allir hafi komið bara þokkalega sáttir úr þeirri verslunarferð :)
Á miðvikudagskvöldið var ég að keppa í fótbolta hérna í Harlev með HIK og við unnum leikinn 3-0 þar sem ég lagði upp tvö mörk og skoraði eitt :) Eftir leikinn beið okkkar þessi fíni matur hérna hjá Stefáni þar sem ég, Anna Heiða, Oddný, Stefán, Sibba og María höfðum það notalegt með hvítvín og bjór :) Klukkan 2 um nóttina ákváðum ég, Anna Heiða og Sibba að skella okkur niður í bæ og tékka á mannskapnum :) Anna Heiða vitleysingur að hún tók ekki með sér neitt skilríki með kennitölu á, heldur bara visa kortið sitt, svo hún komst eiginlega ekki inn á neina bari, ekki fyrr en ég rétti henni kort með gamalli mynd af mér :) En þá vorum við svo heppnar að lenda inn á þessum fína bar, þar sem var spiluð tónlist með Beach boys, Johnny CAsh, Elvis og fleirum góðum :) Við röltum svo heim á leið um 5 leytið og gistum heima hjá Sibbu :)
Fimmtudagurinn var eiginlega bara tekinn í þynnku :) Horfðum á mynd og höfðum það kósý inn á herbergi. Seinnipartinn fórum við svo niður í bæ í smá túristaleik og tókum nokkrar myndir :) Fórum svo og fengum okkur að borða á Mackie's :) Eftir matinn fórum við í ísbúðina sem er í Veri Center, sem er rétt hjá skólanum.
Svo á föstudagsmorguninn var svo komið að kveðjustund og Anna Heiða yfirgaf mig klukkan 7 á föstudagsmorguninn. Fluginu hennar var svo seinkað þangað til klukkan 8 á laugardagskvöld svo Oddný hjálpaði okkur að finna gistiheimili handa henni í Köben og hún komst heilu og höldnu heim til sín í gærkvöldi :)
Í gær, laugardag, var svo IHÅ festival í skólanum :) Þetta er svona tónlistarhátíð þar sem komu tónlistarmenn frá USA, Íslandi, DK og fleiri stöðum til að spila. Svo um kvöldið var svaka partý og ótrúlega gaman :)
Svo í dag þá hef ég bara haft það kósý hérna í sveitinni og er þessa stundina að passa litlu prinsessurnar :)
Læt þetta duga í bili
p.s.
Ekki nema 22 dagar í íslandið :)
Saturday, 8 May 2010
Flugi aflýst, bólginn ökkli og dómgæsla !
Kannski kominn tími á smá blogg
Það hefur nú kannski ekki mikið skeð síðan ég bloggaði síðast. Það voru íþróttadagar í skólanum fyrir hálfum mánuði og ég var að keppa í fótbolta og tókst að misstíga mig þannig að ég var á hækjum í tvo daga. Ég nennti svo ekki að vera með hækjurnar lengur og þrjóskaðist við að stíga í fótinn. Þetta gerðist á fimmtudegi og ég var farin að ganga nánast óhölt á laugardeginum. Eins og þetta leit vel út þá var þetta ekki eins gott og ég var að vona, ég hef ekki æft fótbolta núna í tvær vikur, fyrir utan eina æfingu og einn leik sem ég spilaði og var það kannski ekki það gáfulegasta sem ég hef gert en svona getur þrjóskan farið með mann. En ég vona að ég geti byrjað að æfa á mánudaginn :) Svo ákvað ég að hætta að æfa með Risskov og fór að æfa með stórliðinu í Harlev ;)
Þessi hálfi mánuður hefur tekið pínu á þar sem það er hundleiðinlegt að vera í íþróttaskóla og geta ekki tekið þátt á æfingum. En maður gefst nú ekki upp og hlakkar bara til að byrja að æfa aftur :)
Á fimmstudaginn var ég úti allan daginn, fyrir hádegi var ég að dæma á fótboltamóti hjá krökkum í 2,3 og 4 bekk og eftir hádegi fórum við sem erum í Go' Stil í einhvern skóg og vorum að gera japanskar hugleiðsluæfingar ;) og fórum svo niður að sjó og gerðum þetta þar líka í ferska sjávarloftinu og vorum á tánum í sandinum :P Um kvöldið voru strákarnir í skólanum svo að keppa í fótbolta og unnu þeir 1-0 :) Ég skellti mér svo á leik AGF og SönderjyskE þar sem Sölvi Geir Ottesen og Ólafur Skúlason voru báðir í liði SönderjyskE. Leikurinn fór 1-2 fyrir SönderjyskE og þó ég haldi nú með AGF þá sætti ég mig við þetta tap þar sem Ólafur skoraði sigurmarkið ;) En þar sem mér varð svolítið kalt þennan dag þá nældi ég mér í þessa fínu hálsbólgu. Svo á föstudaginn var ég aftur að dæma fyrir hádegi, en núna hjá 5. bekk. Svo var bara haldið í sveitina í afslöppun :) Ég elska að komast í sveitina um helgar ;)
Svo átti Anna Heiða að koma hingað til mín í dag, átti flug klukkan 7 en fluginu var bara aflýst :O En hún á bókað nýtt flug á morgun klukkan 3 að íslenskum tíma, sem þýðir að hún verður aldrei komin hingað fyrr en í kringum miðnætti. Og ég vona bara innilega að hún komist þá :)
Ég skelli svo inn nokkrum myndum einhverntíman í næstu viku :)
Farvel :)
Það hefur nú kannski ekki mikið skeð síðan ég bloggaði síðast. Það voru íþróttadagar í skólanum fyrir hálfum mánuði og ég var að keppa í fótbolta og tókst að misstíga mig þannig að ég var á hækjum í tvo daga. Ég nennti svo ekki að vera með hækjurnar lengur og þrjóskaðist við að stíga í fótinn. Þetta gerðist á fimmtudegi og ég var farin að ganga nánast óhölt á laugardeginum. Eins og þetta leit vel út þá var þetta ekki eins gott og ég var að vona, ég hef ekki æft fótbolta núna í tvær vikur, fyrir utan eina æfingu og einn leik sem ég spilaði og var það kannski ekki það gáfulegasta sem ég hef gert en svona getur þrjóskan farið með mann. En ég vona að ég geti byrjað að æfa á mánudaginn :) Svo ákvað ég að hætta að æfa með Risskov og fór að æfa með stórliðinu í Harlev ;)
Þessi hálfi mánuður hefur tekið pínu á þar sem það er hundleiðinlegt að vera í íþróttaskóla og geta ekki tekið þátt á æfingum. En maður gefst nú ekki upp og hlakkar bara til að byrja að æfa aftur :)
Á fimmstudaginn var ég úti allan daginn, fyrir hádegi var ég að dæma á fótboltamóti hjá krökkum í 2,3 og 4 bekk og eftir hádegi fórum við sem erum í Go' Stil í einhvern skóg og vorum að gera japanskar hugleiðsluæfingar ;) og fórum svo niður að sjó og gerðum þetta þar líka í ferska sjávarloftinu og vorum á tánum í sandinum :P Um kvöldið voru strákarnir í skólanum svo að keppa í fótbolta og unnu þeir 1-0 :) Ég skellti mér svo á leik AGF og SönderjyskE þar sem Sölvi Geir Ottesen og Ólafur Skúlason voru báðir í liði SönderjyskE. Leikurinn fór 1-2 fyrir SönderjyskE og þó ég haldi nú með AGF þá sætti ég mig við þetta tap þar sem Ólafur skoraði sigurmarkið ;) En þar sem mér varð svolítið kalt þennan dag þá nældi ég mér í þessa fínu hálsbólgu. Svo á föstudaginn var ég aftur að dæma fyrir hádegi, en núna hjá 5. bekk. Svo var bara haldið í sveitina í afslöppun :) Ég elska að komast í sveitina um helgar ;)
Svo átti Anna Heiða að koma hingað til mín í dag, átti flug klukkan 7 en fluginu var bara aflýst :O En hún á bókað nýtt flug á morgun klukkan 3 að íslenskum tíma, sem þýðir að hún verður aldrei komin hingað fyrr en í kringum miðnætti. Og ég vona bara innilega að hún komist þá :)
Ég skelli svo inn nokkrum myndum einhverntíman í næstu viku :)
Farvel :)
Sunday, 18 April 2010
Afmælisvika
Þá er enn ein vikan liðin :)
Ég byrjaði að æfa fótbolta með Risskov á mánudaginn. Þetta er ágætis lið og fínt að fá smá auka hreyfingu og meiri fótbolta :) Við æfum reyndar ekki nema tvisvar í viku og á möl, takk fyrir. Ég horfi á fótboltaskóna mína og græt næstum því, þetta fer svo illa með þá. En sem betur fer þá byrjum við á grasi vonandi í næstu eða þar næstu viku :)
Það gerðist svo sem ekkert rosalega merkilegt þessa vikuna nema það að ég lá bara mikið í sólbaði og hafði það huggulet :) Svo átti nú frú Vigdís Finnbogadóttir stórafmæli og einnig stalla hennar frú Margrét Þórhildur danadrottning :) ég verð nú að segja að þó að Vigdís sé nú 10 árum eldri en Dana drolla þá lítur hún svo miklu betur út. En í tilefni af afmæli Drottningarinnar þá hélt Oddný kaffiboð með vöfflum og þessari líka geðveikur marsköku :) Ekki slæmt að koma í sveitina og fá svona veitingar :)
En helgin hefur að mestu bara verið róleg, bara svona eins og ég vil hafa það :)
Í næstu viku eru svona íþróttadagar, þar sem koma fullt af nemendum úr öðrum svipuðum skólum og nemendur frá okkur fara annað ti að keppa í allskonar íþróttum. Boltaíþróttirnar fara fram hérna í Århus þannig að ég verð um kyrrt og keppi í fótbolta og blaki ef ég hef tíma til þess. Svo mér til mikillar gleði kemur Margrét Alda með sínum skóla til að keppa í fótbolta, svo við loksins hittumst :)
En ég held ég láti þetta duga í bili
Alla
p.s. tíminn líður ótrúlega hratt....ekki nema 50 dagar þangað til ég kem á eldfjallaeyjuna :)
Ég byrjaði að æfa fótbolta með Risskov á mánudaginn. Þetta er ágætis lið og fínt að fá smá auka hreyfingu og meiri fótbolta :) Við æfum reyndar ekki nema tvisvar í viku og á möl, takk fyrir. Ég horfi á fótboltaskóna mína og græt næstum því, þetta fer svo illa með þá. En sem betur fer þá byrjum við á grasi vonandi í næstu eða þar næstu viku :)
Það gerðist svo sem ekkert rosalega merkilegt þessa vikuna nema það að ég lá bara mikið í sólbaði og hafði það huggulet :) Svo átti nú frú Vigdís Finnbogadóttir stórafmæli og einnig stalla hennar frú Margrét Þórhildur danadrottning :) ég verð nú að segja að þó að Vigdís sé nú 10 árum eldri en Dana drolla þá lítur hún svo miklu betur út. En í tilefni af afmæli Drottningarinnar þá hélt Oddný kaffiboð með vöfflum og þessari líka geðveikur marsköku :) Ekki slæmt að koma í sveitina og fá svona veitingar :)
En helgin hefur að mestu bara verið róleg, bara svona eins og ég vil hafa það :)
Í næstu viku eru svona íþróttadagar, þar sem koma fullt af nemendum úr öðrum svipuðum skólum og nemendur frá okkur fara annað ti að keppa í allskonar íþróttum. Boltaíþróttirnar fara fram hérna í Århus þannig að ég verð um kyrrt og keppi í fótbolta og blaki ef ég hef tíma til þess. Svo mér til mikillar gleði kemur Margrét Alda með sínum skóla til að keppa í fótbolta, svo við loksins hittumst :)
En ég held ég láti þetta duga í bili
Alla
p.s. tíminn líður ótrúlega hratt....ekki nema 50 dagar þangað til ég kem á eldfjallaeyjuna :)
Tuesday, 13 April 2010
Vorið er komið og grundirnar gróa...
Ég bara hreinlega varð að láta heyra í mér :)
Mamma, pabbi, Andrés og Sæja yfirgáfu okkur hina fjölskyldumeðlimina á páskaga. Það verður nú að viðurkennast að það láku nokkur tár, en við tókum bara vel á því og Stefán mágur og Kristján vinur hans elduðu þennan líka geðveika kvöldmat handa okkur á páskadag, þar sem við drukkum smá af hvítvíni og bjór og cider ;) enda hress og skemmtileg :)
Á annan í páskum höfðum við það bara kósý og fengum svo fullt af fólki í mat um kvöldið. Svo skutlaði Oddný mér niður í skóla og ég taldi mig nú aldeilis tilbúna til að takast á við skólann eftir langt og gott frí...
En þriðjudagurinn, miðvikudagurinn og fimmtudagurinn voru nú bara ansi erfiðir og ég hef líklega aldrei saknað mömmu og pabba svona mikið...en á föstudaginn fór ég til Oddnýjar aftur og ætlaði að stoppa þar fram á laugardag því þá átti aldeilis að taka á því í "fertugs" afmæli í skólanum, svona þema partý....en nei vakna ég ekki eldsnemma á laugardagsmorguninn með ælupestina...FRÁBÆRT...
Ekki biðum mín skemmtileg skilaboð þegar ég rölti niður, nei þar sat Oddný í sófanum og sagði mér að Stefán mágur hefði lent í bílveltu og væri upp á spítala, en það var nú í lagi með hann þannig lagað, var svoldið aumur í öllum skrokknum og bíllinn ónýtur. Þannig að ég tók því bara róleg allan laugardaginn og lá í sófanum að drepast í maganum langt fram eftir degi, Stefán bara hálfur maður og Oddný eithvað slöpp, aldeilis ástand á einu heimili. En við rifum okkur nú upp og skelltum okkur til vinafólks sem var búið að bjóða okkur í hamborgaraveislu :) Ég hélt ég væri orðin ótrúlega góð og borðaði eins og ég mögulega gat en þegar ég kom heim var ég að drepast í maganum. Ég horfði á söngkeppni framhaldsskólanna með Stefáni og hafði það kósý. Sunnudagurinn var bara letidagur. Við Oddný röltum í búðina og keyptum í matinn, áður en við lögðum af stað í búðina settum við deig í pizzasnúða í hefingu og ætluðum svo að baka þegar við komum heim. En þegar við komum heim þurftum við að skjótast yfir í næsta hús til að fá eithvað lánað og við settumst aðeins niður þar í garðinum í góða veðrinu....
En þetta stopp varð aðeins lengra en við ætluðum því það endaði með nágrannagrilli og kósýheitum og þegar við komum heim eftir kvöldmatinn var deigið farið að flæða upp úr skálinni....flott stelpur ;) En Oddnýju tókst að gera þessa frábæru snúða :)
Svo tók ég strætóinn niður í skóla á mánudagsmorgun og byrjaði nýja viku :)
Ég er ekki frá því að vorið sé komið og var smá vorfílingur í manni, ég byrjaði á því að fara að lyfta klukkan hálf 10, svo var það fótboltaæfing eftir hádegi, röltum í búðina eftir skóla og fór svo á fyrstu æfinguna með Skovbakken um kvöldið :) ótrúlega gaman. En ég varð svolítið hissa þegar við komum upp á völl...það var MALARVÖLLUR...ég hef ekki spilað á möl síðan gamli malarvöllurinn í Borgarnesi var ;) en við byrjum nú á grasi í næstu viku svo þetta er í góðu lagi.
Í dag var nú ekki verra veður, dagurinn byrjaði á því að ég átti þrif vakt í skólanum klukkan 7 og þurfti að ryksuga allar skólastofurnar (mæli ekki með því að byrja dag svona), svo skellti ég mér á blakæfingu. Eftir hádegi var það Go'stil og við horfðum á einhvern þátt um danska listamenn. Þegar þessi þáttur var búinn áttum við annað hvort að taka strætó eða hjóla niður í bæ því við áttum að vera viðstödd opnum Globetown verkefnisins sem krakkar hérna í skólanum standa að og snýst um að styrkja börn í afríku. Ég hjólaði auðvitað í góðaveðrinum niður í bæ og fékk mér ís og sat úti í sólinni, svo hjóluðum við heim og við íslensku stelpurnar skelltum okkur út að hlaupa í góða veðrinu. Og ég íslendingurinn er eldrauð í framan eftir sólina þessa tvo daga og finnst það bara ekkert leiðinlegt ;) þetta veður hérna er einsn og ágætis sumardegi á Íslandi :) ekki að hata það :)
En ég læt heyra í mér síðar
Mamma, pabbi, Andrés og Sæja yfirgáfu okkur hina fjölskyldumeðlimina á páskaga. Það verður nú að viðurkennast að það láku nokkur tár, en við tókum bara vel á því og Stefán mágur og Kristján vinur hans elduðu þennan líka geðveika kvöldmat handa okkur á páskadag, þar sem við drukkum smá af hvítvíni og bjór og cider ;) enda hress og skemmtileg :)
Á annan í páskum höfðum við það bara kósý og fengum svo fullt af fólki í mat um kvöldið. Svo skutlaði Oddný mér niður í skóla og ég taldi mig nú aldeilis tilbúna til að takast á við skólann eftir langt og gott frí...
En þriðjudagurinn, miðvikudagurinn og fimmtudagurinn voru nú bara ansi erfiðir og ég hef líklega aldrei saknað mömmu og pabba svona mikið...en á föstudaginn fór ég til Oddnýjar aftur og ætlaði að stoppa þar fram á laugardag því þá átti aldeilis að taka á því í "fertugs" afmæli í skólanum, svona þema partý....en nei vakna ég ekki eldsnemma á laugardagsmorguninn með ælupestina...FRÁBÆRT...
Ekki biðum mín skemmtileg skilaboð þegar ég rölti niður, nei þar sat Oddný í sófanum og sagði mér að Stefán mágur hefði lent í bílveltu og væri upp á spítala, en það var nú í lagi með hann þannig lagað, var svoldið aumur í öllum skrokknum og bíllinn ónýtur. Þannig að ég tók því bara róleg allan laugardaginn og lá í sófanum að drepast í maganum langt fram eftir degi, Stefán bara hálfur maður og Oddný eithvað slöpp, aldeilis ástand á einu heimili. En við rifum okkur nú upp og skelltum okkur til vinafólks sem var búið að bjóða okkur í hamborgaraveislu :) Ég hélt ég væri orðin ótrúlega góð og borðaði eins og ég mögulega gat en þegar ég kom heim var ég að drepast í maganum. Ég horfði á söngkeppni framhaldsskólanna með Stefáni og hafði það kósý. Sunnudagurinn var bara letidagur. Við Oddný röltum í búðina og keyptum í matinn, áður en við lögðum af stað í búðina settum við deig í pizzasnúða í hefingu og ætluðum svo að baka þegar við komum heim. En þegar við komum heim þurftum við að skjótast yfir í næsta hús til að fá eithvað lánað og við settumst aðeins niður þar í garðinum í góða veðrinu....
En þetta stopp varð aðeins lengra en við ætluðum því það endaði með nágrannagrilli og kósýheitum og þegar við komum heim eftir kvöldmatinn var deigið farið að flæða upp úr skálinni....flott stelpur ;) En Oddnýju tókst að gera þessa frábæru snúða :)
Svo tók ég strætóinn niður í skóla á mánudagsmorgun og byrjaði nýja viku :)
Ég er ekki frá því að vorið sé komið og var smá vorfílingur í manni, ég byrjaði á því að fara að lyfta klukkan hálf 10, svo var það fótboltaæfing eftir hádegi, röltum í búðina eftir skóla og fór svo á fyrstu æfinguna með Skovbakken um kvöldið :) ótrúlega gaman. En ég varð svolítið hissa þegar við komum upp á völl...það var MALARVÖLLUR...ég hef ekki spilað á möl síðan gamli malarvöllurinn í Borgarnesi var ;) en við byrjum nú á grasi í næstu viku svo þetta er í góðu lagi.
Í dag var nú ekki verra veður, dagurinn byrjaði á því að ég átti þrif vakt í skólanum klukkan 7 og þurfti að ryksuga allar skólastofurnar (mæli ekki með því að byrja dag svona), svo skellti ég mér á blakæfingu. Eftir hádegi var það Go'stil og við horfðum á einhvern þátt um danska listamenn. Þegar þessi þáttur var búinn áttum við annað hvort að taka strætó eða hjóla niður í bæ því við áttum að vera viðstödd opnum Globetown verkefnisins sem krakkar hérna í skólanum standa að og snýst um að styrkja börn í afríku. Ég hjólaði auðvitað í góðaveðrinum niður í bæ og fékk mér ís og sat úti í sólinni, svo hjóluðum við heim og við íslensku stelpurnar skelltum okkur út að hlaupa í góða veðrinu. Og ég íslendingurinn er eldrauð í framan eftir sólina þessa tvo daga og finnst það bara ekkert leiðinlegt ;) þetta veður hérna er einsn og ágætis sumardegi á Íslandi :) ekki að hata það :)
En ég læt heyra í mér síðar
Sunday, 4 April 2010
Páskarnir
Jæja ég held að það sé kominn tími til að láta aðeins heyra í mér!
Þetta blogg er fyrir hann föður minn, hann reyndar nýtur þess væntanlega ekki mikið þar sem hann veit flest af því sem verður skrifað hér ;)
En það hefur nú kannski ekki mikið merkilegt gerst hjá mér en þó eithvað :)
Ég fór í partý um daginn í skólanum og eyddi svo sunnudeginum í það að horfa á Baywatch ;) afhverju var ég ekki búin að redda mér þessum þáttum fyrr :p Næstu dagar voru nú bara ósköp venjulegir nema það að ég hélt áfram að horfa á Baywatch :D
Mamma og pabbi, Andrés og Sæja komu í heimsókn á föstudaginn síðasta og er ég bara búin að hafa það ósköp notalegt síðan þau komu. við skelltum okkur öll stórfjölskyldan saman í bústað á Hvide Sande á miðvikudaginn og vorum fram á laugardag :) Við notuðum tímann í bústaðnum bara til að keyra um og skoða, fara í göngutúra og horfa á DVD og spila :) sem sagt bara rosalega kósý dagar :) En nú er víst kominn páskadagur sem þýðir að þau eru öll að fara heim til íslands í kvöld. Ég verð nú að viðurkenna að það vottar fyrir smá löngun til að fara með þeim ;) en það eru nú ekki nema 64 dagar þangað til ég flýg heim á klakann :D
Svo hefst skólinn á ný á þriðjudaginn og ég held að það verði nú ansi erfitt að koma sér af stað aftur, en það hefst vonandi á endanum :)
Svo er bara mánuður í að Anna Heiða láti sjá sig í landi okkar Margrétar Þórhildar og þá verður sko gaman ;)
Ég er farin að borða páskaeggið mitt ;)
Heyri í ykkur síðar !
Þetta blogg er fyrir hann föður minn, hann reyndar nýtur þess væntanlega ekki mikið þar sem hann veit flest af því sem verður skrifað hér ;)
En það hefur nú kannski ekki mikið merkilegt gerst hjá mér en þó eithvað :)
Ég fór í partý um daginn í skólanum og eyddi svo sunnudeginum í það að horfa á Baywatch ;) afhverju var ég ekki búin að redda mér þessum þáttum fyrr :p Næstu dagar voru nú bara ósköp venjulegir nema það að ég hélt áfram að horfa á Baywatch :D
Mamma og pabbi, Andrés og Sæja komu í heimsókn á föstudaginn síðasta og er ég bara búin að hafa það ósköp notalegt síðan þau komu. við skelltum okkur öll stórfjölskyldan saman í bústað á Hvide Sande á miðvikudaginn og vorum fram á laugardag :) Við notuðum tímann í bústaðnum bara til að keyra um og skoða, fara í göngutúra og horfa á DVD og spila :) sem sagt bara rosalega kósý dagar :) En nú er víst kominn páskadagur sem þýðir að þau eru öll að fara heim til íslands í kvöld. Ég verð nú að viðurkenna að það vottar fyrir smá löngun til að fara með þeim ;) en það eru nú ekki nema 64 dagar þangað til ég flýg heim á klakann :D
Svo hefst skólinn á ný á þriðjudaginn og ég held að það verði nú ansi erfitt að koma sér af stað aftur, en það hefst vonandi á endanum :)
Svo er bara mánuður í að Anna Heiða láti sjá sig í landi okkar Margrétar Þórhildar og þá verður sko gaman ;)
Ég er farin að borða páskaeggið mitt ;)
Heyri í ykkur síðar !
Wednesday, 17 March 2010
Århus-Þýskaland-Holland-Þýskaland-Århus :)
Fös 12.3
Þessi dagur var alveg ótrúlega lengi að líða. Ég reikna með að það hafi verið vegna spennu og líka vegna þess hvað það var lítið að gera þennan dag ;) En svona til að eyða tímanum þá skellti ég mér á kvennahandboltaleik og svo að sjálfsögðu í partý á café-inu hérna í skólanum :) Klukkan hálf 1 um nóttina lögðum við svo af stað til Hollands. Þessi ferð okkar á fyrsta áfangastað sem var Mönchengladbach í Þýskalandi tók u.þ.b. 10 klst og var ferðin alveg merkilega fljót að líða því ég svaf nánast allan ferðina.
Lau 13.3
Við vorum komin frekar snemma til Mönchengladbach svo við þurftum að rölta um bæinn sem var svo sem ekkert slæmt, nema það að þessi bær er ekkert voðalega heillandi. En við fundum okkur einhvern pizzastað og settumst þar inn til að borða. Svo héldum við bara áfram að rölta um göturnar og skoða í búðirnar. Og á einhverri verslunargötunni keyrir upp að okkur lögreglubíll og það hoppa 3 löggur út úr honum sem voru klæddar eins og hermenn vopnaðir og frekar óárennilegir. Það var einn sem labbaði upp að hópnum og talaði við okkur en hinir tveir stóðu í svolítilli fjarlægð og pössuðu að við færum ekki neitt. Ég verð nú að viðurkenna að á þessum tímapunkti var þetta frekar óhugnalegt. Þeir spurðu okkur hvaðan við værum og báðu um skilríki og spurðu svo hvort við værum að fara á fótboltaleik. Við játtum því og þá spurðu þeir hvort við værum að leita að bar en við sögðumst nú bara vera á leiðinni í rútuna okkar. En ástæða þess að þeir voru að stoppa okkur var sú að þeir héldu að við værum fótboltabullur og ætluðu bara að hafa upplýsingar um okkur ef við yrðum með einhver vandræði ;) Halló, lít ég út eins og fótboltabulla? :p Svo fórum við á leikinn Borussia Mönchengladbach - Wolfsburg þar sem Wolfsburg vann 4-0. Það að fara á svona leik í Þýsku deildinni var ótrúlega mikil upplifun, sérstaklega þar sem við sátum alveg við hliðina á stuðningsmönnum Borussia og þeir sungu allan leikinn :) Eftir leikinn keyrðum við svo til Venlo í Hollandi þar sem hótelið okkar var. Okkur til mikillar ánægju var mjög góður matur á hótelinu, góð rúm og baðkar sem toppaði allt :) Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum upp á herbergi eftir að hafa borðað var að láta renna í bað. Og við nutum þess sko að hafa baðkar og notuðum það á hverjum degi :)
Sun 14.3
Þennan morguninn var ræs klukkan 7:45 til að fara í morgunmat og svo á æfingu klukkan 9. Við æfðum á einhverju æfingasvæði í Venlo og það var ótrúlega gaman að komast á alvöru gras þó svo að völlurinn hafi verið svo illa farinn að á mestu álagspunktunum var hann farinn að minna á gamla malarvöllinn í Borgarnesi ;) Ég, íslendingurinn, var svo sigurvegari dagsins þar sem ég vann alla strákana og stelpuna í skotkeppni ;) Varnarmaðurinn kann þetta alveg ;) Seinna um daginn héldum við til Amsterdam og það tók okkur 2 og hálfan tíma að keyra þangað. Í Amsterdam fórum við á Ajax - PSV Einhoven þar sem mitt lið, Ajax, vann 4-1. Þetta var einn skemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef lengi séð. Það voru tæklingar út um allan völl, virkilega barist um boltann og menn voru að detta í jörðina þó að boltinn væri hvergi nálægt því menn voru mikið að berjast út um allan völl. Hollenskur fótbolti, allavega í þessum klassa, er hrikalega góð skemmtun :) og ekki skemmdi fyrir stemmingin á vellinum en það voru eithvað í kringum 52 þús manns á vellinum. Það verður að segjast að þetta var ennþá meiri upplifun en leikurinn í þýskalandi daginn áður. Og auðvitað fór maður í fan-shopið og keypti Ajax bol handa mér og Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu. Svo núna erum við frænkurnar tilbúnar að fara að æfa fótbolta úti í garði :)
Mán 15.3
Það var vaknað snemma þennan daginn til að fara á æfingu. Við ætluðum að æfa tvisvar þennan daginn en nenntum því bara ekki og margir voru tæpir af meiðslum svo við notuðm bara restina af deginum eða til hálf 5 til að slappa af, fara í bað og sofa :) klukkan hálf 5 hittumst við og fórum yfir leikina tvo sem við höfðum séð og ræddum aðeins muninn á þeim. Svo var kvöldmatur og svo út í rútu því við vorum að fara til Duisburg að sjá Duisburg spila við 1860 München. Eins og leikurinn í Hollandi var skemmtilegur þá var þessi leikur alveg drep leiðinlegur. Svo var bara farið aftur til Venlo eftir leikinn og nánast beinustu leið að sofa.
Þri 16.3
Það var ræs klukkan hálf 8 því við þurftum að borða morgunmat og leggja svo af stað til Amsterdam klukkan hálf 9. Þegar við komum þangað fórum við beint á Ajax völlinn og röltum þaðan yfir á æfingasvæði Ajax þar sem við horfðum á aðal liðið á æfingu. Eftir æfinguna fengum við svo myndir af okkur með nokkrum leikmönnum og vorum bara ótrúlega ánægð með það sem búið var af deginum. Svo röltum við aftur yfir á Ajax völlinn og fórum í fan shopið og eyddum dágóðum tíma þar. Svo röltum við í áttina að lestarstöðinni sem var þarna rétt hjá og tókst loksins á endanum að kaupa okkur miða með lestinni niður í miðbæ :) Við komumst þangað og þegar ég kom út úr lestarstöðinni langaði mig bara að standa og horfa á borgina. Amsterdam er ótrúlega falleg og sérstök borg. En það var víst ekki hægt að standa þarna svo við röltum af stað í leit að einhverju að borða og enduðum á að fara á McDonalds. Svo tók bara við túristadagur í Amsterdam þar sem við þræddum göturnar fram og til baka og settumst niður á Dam torginu og gáfu dúfunum brauð og lékum aðeins við þær :) en þar sem við vorum nú í Amsterdam var ekki hægt að sleppa því að rölta um Rauða hverfið, og gerðum við það í hláturskasti því það var svo kjánalegt að sjá allar þessar konur hálf naktar í gluggunum. Svo fundum við náttúrulega ekkert nema hasslykt þar og fannst þetta frekar framandi staður. Við vorum búin að ákveða að hittast klukkan 6 á einhverju torgi og fórum þá á ítalskan pizza stað og fengum okkur að borða. Svo röltum við yfir á playes sportbar þar sem við fengum okkur bjór og horfðum á Inter vinna Chelsea og við héldum einnig áfram að anda að okkur reyknum frá hassreykingarfólki... Hvað vill maður meira í Amsterdam? ;)
Svo klukkan svona hálf 12 lögðum við aftur af stað heim til Danmkerur. Þessi ferð var aðeins lengri en hin enda tók hún ca. 11 tíma og ég svaf miklu minna heldur en á leiðinni frá Danmörku. Við stoppuðum svo á landamærum Danmerkur og Þýskalands klukkan hálf 7 í morgun og fórum og keyptum okkur kassa og bjór og gosi ýmsu fleiru því það er svo ódýrt að versla á landamærunum. Svo áttum við eftir að keyra svona 2 - 3 km í skólann þegar rútubílstjórinn segir okkur að við séum alveg að koma heim og þakkar okkur fyrir ferðina en þá drepur rútan á sér og fer ekki í gang aftur :p alveg merkilegt að hún skuli verða bensínlaus rétt áður en við komum heim, eins og ferðin var búin að ganga vel :) En þar var allt í góðu, það kom bara ný rúta og keyrði okkur restina af leiðinni :) Svo þegar heim var komið fóru fötin beint í þvott þar sem þau önguðu af hasslykt :p
Þessi ferð var bara ótrúlega skemmtileg í alla staði og ég mæli með að fólk fari að sjá leik í Hollenska boltanum ;)
Þessi dagur var alveg ótrúlega lengi að líða. Ég reikna með að það hafi verið vegna spennu og líka vegna þess hvað það var lítið að gera þennan dag ;) En svona til að eyða tímanum þá skellti ég mér á kvennahandboltaleik og svo að sjálfsögðu í partý á café-inu hérna í skólanum :) Klukkan hálf 1 um nóttina lögðum við svo af stað til Hollands. Þessi ferð okkar á fyrsta áfangastað sem var Mönchengladbach í Þýskalandi tók u.þ.b. 10 klst og var ferðin alveg merkilega fljót að líða því ég svaf nánast allan ferðina.
Lau 13.3
Við vorum komin frekar snemma til Mönchengladbach svo við þurftum að rölta um bæinn sem var svo sem ekkert slæmt, nema það að þessi bær er ekkert voðalega heillandi. En við fundum okkur einhvern pizzastað og settumst þar inn til að borða. Svo héldum við bara áfram að rölta um göturnar og skoða í búðirnar. Og á einhverri verslunargötunni keyrir upp að okkur lögreglubíll og það hoppa 3 löggur út úr honum sem voru klæddar eins og hermenn vopnaðir og frekar óárennilegir. Það var einn sem labbaði upp að hópnum og talaði við okkur en hinir tveir stóðu í svolítilli fjarlægð og pössuðu að við færum ekki neitt. Ég verð nú að viðurkenna að á þessum tímapunkti var þetta frekar óhugnalegt. Þeir spurðu okkur hvaðan við værum og báðu um skilríki og spurðu svo hvort við værum að fara á fótboltaleik. Við játtum því og þá spurðu þeir hvort við værum að leita að bar en við sögðumst nú bara vera á leiðinni í rútuna okkar. En ástæða þess að þeir voru að stoppa okkur var sú að þeir héldu að við værum fótboltabullur og ætluðu bara að hafa upplýsingar um okkur ef við yrðum með einhver vandræði ;) Halló, lít ég út eins og fótboltabulla? :p Svo fórum við á leikinn Borussia Mönchengladbach - Wolfsburg þar sem Wolfsburg vann 4-0. Það að fara á svona leik í Þýsku deildinni var ótrúlega mikil upplifun, sérstaklega þar sem við sátum alveg við hliðina á stuðningsmönnum Borussia og þeir sungu allan leikinn :) Eftir leikinn keyrðum við svo til Venlo í Hollandi þar sem hótelið okkar var. Okkur til mikillar ánægju var mjög góður matur á hótelinu, góð rúm og baðkar sem toppaði allt :) Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum upp á herbergi eftir að hafa borðað var að láta renna í bað. Og við nutum þess sko að hafa baðkar og notuðum það á hverjum degi :)
Sun 14.3
Þennan morguninn var ræs klukkan 7:45 til að fara í morgunmat og svo á æfingu klukkan 9. Við æfðum á einhverju æfingasvæði í Venlo og það var ótrúlega gaman að komast á alvöru gras þó svo að völlurinn hafi verið svo illa farinn að á mestu álagspunktunum var hann farinn að minna á gamla malarvöllinn í Borgarnesi ;) Ég, íslendingurinn, var svo sigurvegari dagsins þar sem ég vann alla strákana og stelpuna í skotkeppni ;) Varnarmaðurinn kann þetta alveg ;) Seinna um daginn héldum við til Amsterdam og það tók okkur 2 og hálfan tíma að keyra þangað. Í Amsterdam fórum við á Ajax - PSV Einhoven þar sem mitt lið, Ajax, vann 4-1. Þetta var einn skemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef lengi séð. Það voru tæklingar út um allan völl, virkilega barist um boltann og menn voru að detta í jörðina þó að boltinn væri hvergi nálægt því menn voru mikið að berjast út um allan völl. Hollenskur fótbolti, allavega í þessum klassa, er hrikalega góð skemmtun :) og ekki skemmdi fyrir stemmingin á vellinum en það voru eithvað í kringum 52 þús manns á vellinum. Það verður að segjast að þetta var ennþá meiri upplifun en leikurinn í þýskalandi daginn áður. Og auðvitað fór maður í fan-shopið og keypti Ajax bol handa mér og Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu. Svo núna erum við frænkurnar tilbúnar að fara að æfa fótbolta úti í garði :)
Mán 15.3
Það var vaknað snemma þennan daginn til að fara á æfingu. Við ætluðum að æfa tvisvar þennan daginn en nenntum því bara ekki og margir voru tæpir af meiðslum svo við notuðm bara restina af deginum eða til hálf 5 til að slappa af, fara í bað og sofa :) klukkan hálf 5 hittumst við og fórum yfir leikina tvo sem við höfðum séð og ræddum aðeins muninn á þeim. Svo var kvöldmatur og svo út í rútu því við vorum að fara til Duisburg að sjá Duisburg spila við 1860 München. Eins og leikurinn í Hollandi var skemmtilegur þá var þessi leikur alveg drep leiðinlegur. Svo var bara farið aftur til Venlo eftir leikinn og nánast beinustu leið að sofa.
Þri 16.3
Það var ræs klukkan hálf 8 því við þurftum að borða morgunmat og leggja svo af stað til Amsterdam klukkan hálf 9. Þegar við komum þangað fórum við beint á Ajax völlinn og röltum þaðan yfir á æfingasvæði Ajax þar sem við horfðum á aðal liðið á æfingu. Eftir æfinguna fengum við svo myndir af okkur með nokkrum leikmönnum og vorum bara ótrúlega ánægð með það sem búið var af deginum. Svo röltum við aftur yfir á Ajax völlinn og fórum í fan shopið og eyddum dágóðum tíma þar. Svo röltum við í áttina að lestarstöðinni sem var þarna rétt hjá og tókst loksins á endanum að kaupa okkur miða með lestinni niður í miðbæ :) Við komumst þangað og þegar ég kom út úr lestarstöðinni langaði mig bara að standa og horfa á borgina. Amsterdam er ótrúlega falleg og sérstök borg. En það var víst ekki hægt að standa þarna svo við röltum af stað í leit að einhverju að borða og enduðum á að fara á McDonalds. Svo tók bara við túristadagur í Amsterdam þar sem við þræddum göturnar fram og til baka og settumst niður á Dam torginu og gáfu dúfunum brauð og lékum aðeins við þær :) en þar sem við vorum nú í Amsterdam var ekki hægt að sleppa því að rölta um Rauða hverfið, og gerðum við það í hláturskasti því það var svo kjánalegt að sjá allar þessar konur hálf naktar í gluggunum. Svo fundum við náttúrulega ekkert nema hasslykt þar og fannst þetta frekar framandi staður. Við vorum búin að ákveða að hittast klukkan 6 á einhverju torgi og fórum þá á ítalskan pizza stað og fengum okkur að borða. Svo röltum við yfir á playes sportbar þar sem við fengum okkur bjór og horfðum á Inter vinna Chelsea og við héldum einnig áfram að anda að okkur reyknum frá hassreykingarfólki... Hvað vill maður meira í Amsterdam? ;)
Svo klukkan svona hálf 12 lögðum við aftur af stað heim til Danmkerur. Þessi ferð var aðeins lengri en hin enda tók hún ca. 11 tíma og ég svaf miklu minna heldur en á leiðinni frá Danmörku. Við stoppuðum svo á landamærum Danmerkur og Þýskalands klukkan hálf 7 í morgun og fórum og keyptum okkur kassa og bjór og gosi ýmsu fleiru því það er svo ódýrt að versla á landamærunum. Svo áttum við eftir að keyra svona 2 - 3 km í skólann þegar rútubílstjórinn segir okkur að við séum alveg að koma heim og þakkar okkur fyrir ferðina en þá drepur rútan á sér og fer ekki í gang aftur :p alveg merkilegt að hún skuli verða bensínlaus rétt áður en við komum heim, eins og ferðin var búin að ganga vel :) En þar var allt í góðu, það kom bara ný rúta og keyrði okkur restina af leiðinni :) Svo þegar heim var komið fóru fötin beint í þvott þar sem þau önguðu af hasslykt :p
Þessi ferð var bara ótrúlega skemmtileg í alla staði og ég mæli með að fólk fari að sjá leik í Hollenska boltanum ;)
Tuesday, 2 March 2010
bensínlaus hlaupaköttur!
Ég velti því mikið fyrir mér í gær um hvað ég ætti eiginlega að blogga næst því frá því að ég bloggaði síðast hefur voðalega lítið gerst. Vikan bara gengið sinn vanagang og ótrúlega gaman bara eins og venjulega.
En það breyttist snögglega í dag þegar ég gerði mér glaðan dag og fór í IKEA. Reyndar fór ég ekki fyrir sjálfa mig heldur fyrir skólann. Ég fór ásamt Helenu, Svövu og Matta, sannkölluð íslendingaferð. Við fengum lánaðann bílinn sem skólinn á og byrjuðum á að festa bílinn á hálkubletti á bílstæðinu í skólanum þangað til ég fattaði að þau höfðu gleymt að taka úr handbremsu. Svo keyrðum við nú af stað og Helena keyrði í búðina og allt gekk að óskum. Svo versluðum við og auðvitað misnotuðum við aðstöðu okkar og komum út með fullt af dóti sem við versluðum fyrir okkur sjálf. Svo ætlaði ég nú að keyra heim :) Stelpan að keyra í fyrsta skipti í stórborg í útlöndum. Ég byrjaði á því að fara framhjá útkeyslunni af bílastæðinu en það reddaðist nú allt. Svo fannst mér bíllinn eithvað svo skrítinn og svo þegar við vorum í beygjunni sem við tókum til að komast út á stóru umferðargötuna þá fer bíllinn að hökta og segi svona við krakkana "hey við erum að verða bensínlaus". Ég beygi inn á útskotið þar sem strætó stoppar til að taka upp farðega og ég kom bílnum þannig fyrir að ég truflaði ekki strætó. Svo sátum við þarna bíllinn búinn að drepa á sér. Flott hjá okkur krakkar ;) En við hringdum í skólann og Jakob sem var að kenna okkur kom með smá bensín á brúsa og við keyrðum svo bara að næstu bensínstöð og keyptu smá bensín fyrir peninginn sem var afgangs eftir að við höfðum keypt það sem við áttum að kaupa :) Svo komumst við heim eftir ótrúlega skemmtilega IKEA ferð :) En svona til gamans má geta þess að ég stóð mig ótrúlega ver að keyra þennan 8 manna skrjóð í stórborginni :)
En annars hefur nú lítið merkilegt gerst hjá mér síðustu viku. Það eru ekki nema 10 daga í Holland sem þýðir að það styttist líka í að mamma og pabbi og Sæja og Andrés komi út og ég fái páskaeggið mitt ;)
Ég hef líka verið ótrúlega dugleg síðustu daga að mér finnst og farið þrisvar út að hlaupa á innan við viku :) það er afrek út af fyrir sig ;) Stefnan er tekin á að fara í bæinn á morgun og svo bara aftur út að hlaupa á fim, fös, lau, sun og mán ;) sjáum hvort þetta markmið takist :p
Annars er löng helgi um næstu helgi sem þýðir að ég er í fríi á mánudaginn, sem verður bara kósý :)
Ég bið bara að heilsa ykkur í bili !
En það breyttist snögglega í dag þegar ég gerði mér glaðan dag og fór í IKEA. Reyndar fór ég ekki fyrir sjálfa mig heldur fyrir skólann. Ég fór ásamt Helenu, Svövu og Matta, sannkölluð íslendingaferð. Við fengum lánaðann bílinn sem skólinn á og byrjuðum á að festa bílinn á hálkubletti á bílstæðinu í skólanum þangað til ég fattaði að þau höfðu gleymt að taka úr handbremsu. Svo keyrðum við nú af stað og Helena keyrði í búðina og allt gekk að óskum. Svo versluðum við og auðvitað misnotuðum við aðstöðu okkar og komum út með fullt af dóti sem við versluðum fyrir okkur sjálf. Svo ætlaði ég nú að keyra heim :) Stelpan að keyra í fyrsta skipti í stórborg í útlöndum. Ég byrjaði á því að fara framhjá útkeyslunni af bílastæðinu en það reddaðist nú allt. Svo fannst mér bíllinn eithvað svo skrítinn og svo þegar við vorum í beygjunni sem við tókum til að komast út á stóru umferðargötuna þá fer bíllinn að hökta og segi svona við krakkana "hey við erum að verða bensínlaus". Ég beygi inn á útskotið þar sem strætó stoppar til að taka upp farðega og ég kom bílnum þannig fyrir að ég truflaði ekki strætó. Svo sátum við þarna bíllinn búinn að drepa á sér. Flott hjá okkur krakkar ;) En við hringdum í skólann og Jakob sem var að kenna okkur kom með smá bensín á brúsa og við keyrðum svo bara að næstu bensínstöð og keyptu smá bensín fyrir peninginn sem var afgangs eftir að við höfðum keypt það sem við áttum að kaupa :) Svo komumst við heim eftir ótrúlega skemmtilega IKEA ferð :) En svona til gamans má geta þess að ég stóð mig ótrúlega ver að keyra þennan 8 manna skrjóð í stórborginni :)
En annars hefur nú lítið merkilegt gerst hjá mér síðustu viku. Það eru ekki nema 10 daga í Holland sem þýðir að það styttist líka í að mamma og pabbi og Sæja og Andrés komi út og ég fái páskaeggið mitt ;)
Ég hef líka verið ótrúlega dugleg síðustu daga að mér finnst og farið þrisvar út að hlaupa á innan við viku :) það er afrek út af fyrir sig ;) Stefnan er tekin á að fara í bæinn á morgun og svo bara aftur út að hlaupa á fim, fös, lau, sun og mán ;) sjáum hvort þetta markmið takist :p
Annars er löng helgi um næstu helgi sem þýðir að ég er í fríi á mánudaginn, sem verður bara kósý :)
Ég bið bara að heilsa ykkur í bili !
Monday, 22 February 2010
Ævintýralegur mánudagsmorgun
Ef þetta er ekki tækifæri til að blogga þá veit ég ekki hvenær það er ;)
Ég ætla að byrja að segja aðeins frá helginni bara.
Á föstudaginn fór ég ásamt Oddnýju og stelpunum og ömmu Þóru í Legelandet þar sem við frænkurnar lékum okkur á fullu í hoppuköstulunum, og það er sko ekkert grín að elta Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu út um allt í þessa hoppu kastala :)
Svo var rosa góður matur ala Stefán á föstudagskvöldið því amma Þóra var að fara snemma á laugardagsmorgun. Á laugardaginn skellti ég mér í bíó með tvær eldri systurnar. Við fórum á Prinsessen og Frogen sem er alveg ágætis Disney teiknimynd. Bíó hérna í DK komu mér svoldið á óvart, ég ætlaði nú bara að kaupa smá popp og kók og keypti mér því miðstærð af poppi og kóki og lítið handa frænkum mínum, þegar ég fékk þetta í hendurnar var ég alveg viss um að afreiðslustúlkan hefði látið mig fá vitlaust því poppið mitt var á stærð við stórann popp heima og kókið líka og popp stelpnanna var jafn stórt og miðstærð heima. En nei þá eru svona 5 stærðir af poppi og kóki hérna í DK, það eru barna, lítill, mið, stór og súper :D Svo voru númerið sæti í bíó og það byrjaði að telja frá miðju, þannig að 1 var í miðjunni og svo komu sléttar tölur til hægri og oddatölur til vinstri :D
Þegar við komum heim úr bíóinu fórum við í heimsókn til Dikku og Gauja og enduðum þar í mat. í matinn fengum við humar í forrétt, kálfakjöt í aðalrétt og áfengi í eftirrétt ;) þetta var líklega einn besti matur sem ég hef borðað í langan tíma :) En áti helgarinnar var sko ekki lokið á sunnudaginn. Okkur var boðið í afmæli hjá Daníel litla og þar voru sko endalaust mikið af kökum. Þannig að þessi helgi hefur aðallega farið í át ;)
En þá að máli málanna....
Ég þurfti auðvitað að mæta í skólann í morgun (mánudag) en eins og venjulega þá ætlði Oddný bara að skutla mér í morgun. Ég vakna við það að Oddný kallar á mig að hún hafi ekki komist neitt (þegar hún ætlaði að skutla Stefáni í vinnuna) og hann hafi bara farið á bílnum. Ég rölti niður og leit út um gluggan og sé bara að það er allt á kafi í snjó...miklu meira heldur en þegar ég fór að sofa í gær. Ég fer bara niður og við Oddný erum að skoða færðina á vegum inn í Árósum. Á endanum er ákveðið að Hjörtur (vinur Oddnýjar og Stefáns) taki stelpurnar með í skólann um leið og hann keyrir sinn strák og ég ákveð að taka strætó klukkan korter í 8. Ég er komin í strætóinn og allt í góðu en svo þarf strætóinn að fara upp smá brekku hér í Harlev (ef brekku má kalla) og þarf að stoppa þar til að taka upp farþega. Svo ætlar bílstjórinn að fara af stað en kemst hvergi, strætóinn fer meira aftur á bak en áfram. Þá hófust margar tilraunir til að reyna að losa strætóinn en ekkert gekk, svo kom þarna annar strætó og bílstjórarnir skiptu, en ekkert gekk hjá hinum heldur og strætóinn (sem var svona gorma strætó) var búinn að loka götunni og komst hvergi :D Svo komu þarna menn á snjómoksturstækjum með sand og reyndu að sanda undir bílinn en ekkert gekk. þannig að við Oddný ákváðum að byðja Hjört bara að ná í mig og sjá svo til aðeins seinna í dag. Þannig að nú er ég veður tept í fyrsta skipti á ævinni líklega og það í Danmörku af öllum stöðum :D
En svo hringdi ég auðvitað í skólann og Oddný byrjaði að tala við konuna sem er á símanum sem vildi svo endilega fá að heyra í mér líka, svo vildi þessi kona endilega að ég myndi tala við Henrik skólastjóra bara til að segja hæ við hann og segja honum að það væri allt í lagi með mig :D Og það fyndna var að þau sögðu mér að vera ekkert að vera á ferðinni í dag heldur halda mig þar sem ég væri örugg :D Það er alveg greinilegt að danir eru ekki vanir svona miklu snjó, þetta er reyndar bara svona smá vetur, ekkert alvarlegt :D
Þannig að ég tók mér bara frí í dag og hefð það notalegt áfram í sveitinni :)
Kveðja héðan úr snjónum :D
Ég ætla að byrja að segja aðeins frá helginni bara.
Á föstudaginn fór ég ásamt Oddnýju og stelpunum og ömmu Þóru í Legelandet þar sem við frænkurnar lékum okkur á fullu í hoppuköstulunum, og það er sko ekkert grín að elta Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu út um allt í þessa hoppu kastala :)
Svo var rosa góður matur ala Stefán á föstudagskvöldið því amma Þóra var að fara snemma á laugardagsmorgun. Á laugardaginn skellti ég mér í bíó með tvær eldri systurnar. Við fórum á Prinsessen og Frogen sem er alveg ágætis Disney teiknimynd. Bíó hérna í DK komu mér svoldið á óvart, ég ætlaði nú bara að kaupa smá popp og kók og keypti mér því miðstærð af poppi og kóki og lítið handa frænkum mínum, þegar ég fékk þetta í hendurnar var ég alveg viss um að afreiðslustúlkan hefði látið mig fá vitlaust því poppið mitt var á stærð við stórann popp heima og kókið líka og popp stelpnanna var jafn stórt og miðstærð heima. En nei þá eru svona 5 stærðir af poppi og kóki hérna í DK, það eru barna, lítill, mið, stór og súper :D Svo voru númerið sæti í bíó og það byrjaði að telja frá miðju, þannig að 1 var í miðjunni og svo komu sléttar tölur til hægri og oddatölur til vinstri :D
Þegar við komum heim úr bíóinu fórum við í heimsókn til Dikku og Gauja og enduðum þar í mat. í matinn fengum við humar í forrétt, kálfakjöt í aðalrétt og áfengi í eftirrétt ;) þetta var líklega einn besti matur sem ég hef borðað í langan tíma :) En áti helgarinnar var sko ekki lokið á sunnudaginn. Okkur var boðið í afmæli hjá Daníel litla og þar voru sko endalaust mikið af kökum. Þannig að þessi helgi hefur aðallega farið í át ;)
En þá að máli málanna....
Ég þurfti auðvitað að mæta í skólann í morgun (mánudag) en eins og venjulega þá ætlði Oddný bara að skutla mér í morgun. Ég vakna við það að Oddný kallar á mig að hún hafi ekki komist neitt (þegar hún ætlaði að skutla Stefáni í vinnuna) og hann hafi bara farið á bílnum. Ég rölti niður og leit út um gluggan og sé bara að það er allt á kafi í snjó...miklu meira heldur en þegar ég fór að sofa í gær. Ég fer bara niður og við Oddný erum að skoða færðina á vegum inn í Árósum. Á endanum er ákveðið að Hjörtur (vinur Oddnýjar og Stefáns) taki stelpurnar með í skólann um leið og hann keyrir sinn strák og ég ákveð að taka strætó klukkan korter í 8. Ég er komin í strætóinn og allt í góðu en svo þarf strætóinn að fara upp smá brekku hér í Harlev (ef brekku má kalla) og þarf að stoppa þar til að taka upp farþega. Svo ætlar bílstjórinn að fara af stað en kemst hvergi, strætóinn fer meira aftur á bak en áfram. Þá hófust margar tilraunir til að reyna að losa strætóinn en ekkert gekk, svo kom þarna annar strætó og bílstjórarnir skiptu, en ekkert gekk hjá hinum heldur og strætóinn (sem var svona gorma strætó) var búinn að loka götunni og komst hvergi :D Svo komu þarna menn á snjómoksturstækjum með sand og reyndu að sanda undir bílinn en ekkert gekk. þannig að við Oddný ákváðum að byðja Hjört bara að ná í mig og sjá svo til aðeins seinna í dag. Þannig að nú er ég veður tept í fyrsta skipti á ævinni líklega og það í Danmörku af öllum stöðum :D
En svo hringdi ég auðvitað í skólann og Oddný byrjaði að tala við konuna sem er á símanum sem vildi svo endilega fá að heyra í mér líka, svo vildi þessi kona endilega að ég myndi tala við Henrik skólastjóra bara til að segja hæ við hann og segja honum að það væri allt í lagi með mig :D Og það fyndna var að þau sögðu mér að vera ekkert að vera á ferðinni í dag heldur halda mig þar sem ég væri örugg :D Það er alveg greinilegt að danir eru ekki vanir svona miklu snjó, þetta er reyndar bara svona smá vetur, ekkert alvarlegt :D
Þannig að ég tók mér bara frí í dag og hefð það notalegt áfram í sveitinni :)
Kveðja héðan úr snjónum :D
Thursday, 18 February 2010
GusGus, Aalborg, tognun og almenn leiðindi!
Það er alveg brjálað að gera hérna í Århus city! Tíminn líður óskaplega hratt eins og venjulega og það eru ekki nema 3 vikur þangað til ég fer til Hollands og Þýskalands í fótboltaferð :)
En það er víst kominn fimmtudagur aftur og ýmislegt hefur drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég eyddi allri síðustu viku í sveitinni (Harlev) hjá Oddnýju og Stefáni og ég hafði það vægast sagt mjög gott þar. Á laugardaginn síðasta fór ég með Stefáni og 5 íslensku konum héðan úr Århus til Álaborgar að vinna á þorrablóti íslendingafélagsins þar. Við lögðum af stað klukkan 4 á laugardaginn og komum heim klukkan 6 á sunnudagsmorgun :) Þetta var hin ágætasta skemmtun, ég sá um að hita upp uppstúfinn og kartöflurnar ásamt því að skera brauð og vaska upp og ganga frá. Við Sibba stóðum okkur með mikilli prýði í þessum verkefnum og verðlaunuðum okkur með því að drekka frítt á barnum :) En það var nú ekkert gaman að drekka frítt á barnum því það hafði engin áhrif, við unnum svo mikið að við fundum aldrei á okkur :p En sunnudagurinn var ansi þreyttur dagur. Oddný bakaði bollur í tilefni bolludagsins og fastelavn. Amma Þóra (mamma Stefáns) kom til Danmerkur á föstudagskvöldið við mikla gleði allra, sérstaklega Ásrúnar Öddu og Þóru Kristínar. Þessi vika hefur bara gengið nokkuð venjulega fyrir sig. Á mánudagskvöldið tókum við íslensku stelpurnar vídeó kvöld og sofnuðum allar yfir myndinni ;) Á þriðjudaginn fór ég með Oddnýju,Þóru, Ásrúnu, Þóru yngri og Elínu Rós í Bilka og eyddum við mjööög löngum tíma þar :) fengum okkur að borða og vorum bara að slæpast. Ég átti skype date við Áslaugu sem er í Lúxemborg á þriðjudagskvöldið og ég held að við höfum talað saman í rúman klukkutíma. Svo horfði ég auðvitað á AC Milan Vs. Man Utd og tók einn pool leik :) Í gærkvöldi (miðvikudagskvöld) voru tónleikar í skólanum þar sem komu fram þrír solo-istar og ein hljómsveit. Þetta voru bara fínustu tónleikar. Dagurinn í dag byrjaði ótrúlega vel. Ég fékk að leggja mig aftur eftir morgunmat því ég þurfti ekki að mæta á æfingu fyrr en hálf 10. Æfingin byrjaði líka ótrúlega vel og ég var alveg að meikaða þangað til ég tognaði í lærinu. Þannig að nú sit ég bara upp á herbergi með kælipoka á lærinu og bíð eftir hádegismat. Ég hugsa að ég taki mér frí frá blakæfingu í fyrramálið svo ég geti verið klár þegar ég byrja að æfa með liði hérna í Århus í næstu viku vonandi :)
En ég held ég láti þetta duga í bili. Endilega látið mig vita ef þið viljið koma út á GusGus tónleika á föstudaginn eftir viku ;) Og endilega commentið eithvað skemmtilegt hérna.
kv. Alla
En það er víst kominn fimmtudagur aftur og ýmislegt hefur drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég eyddi allri síðustu viku í sveitinni (Harlev) hjá Oddnýju og Stefáni og ég hafði það vægast sagt mjög gott þar. Á laugardaginn síðasta fór ég með Stefáni og 5 íslensku konum héðan úr Århus til Álaborgar að vinna á þorrablóti íslendingafélagsins þar. Við lögðum af stað klukkan 4 á laugardaginn og komum heim klukkan 6 á sunnudagsmorgun :) Þetta var hin ágætasta skemmtun, ég sá um að hita upp uppstúfinn og kartöflurnar ásamt því að skera brauð og vaska upp og ganga frá. Við Sibba stóðum okkur með mikilli prýði í þessum verkefnum og verðlaunuðum okkur með því að drekka frítt á barnum :) En það var nú ekkert gaman að drekka frítt á barnum því það hafði engin áhrif, við unnum svo mikið að við fundum aldrei á okkur :p En sunnudagurinn var ansi þreyttur dagur. Oddný bakaði bollur í tilefni bolludagsins og fastelavn. Amma Þóra (mamma Stefáns) kom til Danmerkur á föstudagskvöldið við mikla gleði allra, sérstaklega Ásrúnar Öddu og Þóru Kristínar. Þessi vika hefur bara gengið nokkuð venjulega fyrir sig. Á mánudagskvöldið tókum við íslensku stelpurnar vídeó kvöld og sofnuðum allar yfir myndinni ;) Á þriðjudaginn fór ég með Oddnýju,Þóru, Ásrúnu, Þóru yngri og Elínu Rós í Bilka og eyddum við mjööög löngum tíma þar :) fengum okkur að borða og vorum bara að slæpast. Ég átti skype date við Áslaugu sem er í Lúxemborg á þriðjudagskvöldið og ég held að við höfum talað saman í rúman klukkutíma. Svo horfði ég auðvitað á AC Milan Vs. Man Utd og tók einn pool leik :) Í gærkvöldi (miðvikudagskvöld) voru tónleikar í skólanum þar sem komu fram þrír solo-istar og ein hljómsveit. Þetta voru bara fínustu tónleikar. Dagurinn í dag byrjaði ótrúlega vel. Ég fékk að leggja mig aftur eftir morgunmat því ég þurfti ekki að mæta á æfingu fyrr en hálf 10. Æfingin byrjaði líka ótrúlega vel og ég var alveg að meikaða þangað til ég tognaði í lærinu. Þannig að nú sit ég bara upp á herbergi með kælipoka á lærinu og bíð eftir hádegismat. Ég hugsa að ég taki mér frí frá blakæfingu í fyrramálið svo ég geti verið klár þegar ég byrja að æfa með liði hérna í Århus í næstu viku vonandi :)
En ég held ég láti þetta duga í bili. Endilega látið mig vita ef þið viljið koma út á GusGus tónleika á föstudaginn eftir viku ;) Og endilega commentið eithvað skemmtilegt hérna.
kv. Alla
Thursday, 11 February 2010
Þorrablót aldarinnar
Ég er ennþá á lífi, þrátt fyrir all svaðalegt Sálarball :)
Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá fór ég á Sálarball á laugardaginn. Undarlegt að fara á sitt fyrsta ball með Sálinni hérna í DK, en svona er lífið ;) Helgin byrjaði nú á því að ég tók strætó nr. 12 frá skólanum mínum og stefndi eithvað út í buskann. Ég er vön að taka þennan strætó á leið minni til Oddnýjar systur en í þetta skiptið þurfti ég að finna einhvern ákveðinn McDonalds stað rétt hjá einhverri verslunarmiðstöð og hoppa þar út. Ég hafði ekki hugmynd um hvert ég væri að fara eða hvar ég var. Þegar ég loksins náði í Oddnýju þá var strætóinn við það að stoppa á þeim stað sem ég átti að hoppa út svo ég spratt upp úr sætinu og stökk út :) Fór inn á þennan McDonalds stað og var að velta fyrir mér að kaupa mér einn hammara, en kunni ekki við það þar sem ég vissi ekki hvenær Stefán kæmi að sækja mig (og það var nú vissara að vera tilbúin því allt þurfti að gerast einn tveir og þrír þennan daginn). Ég beið nú samt í einhvern góðan hálftíma þarna og hefði líklega getað borðað 3 BigMac miðað við tímann sem ég hafði :) En svo eyddi ég það sem eftir var dagsinns niður á höfn í eldhúsi Eimskips, þar sem við Elín Rós höfðum það afskaplega gott í góðum félagsskap Sálarinnar hans Jóns míns og Bryndísar Ásmundsdóttur ;) Og nú getum við Elín Rós státað okkur af því að Stebbi Hilmars á mynd af okkur, en því miður eigum við enga mynd af honum ;)
Á laugardaginn var ég heima með tvær eldri systurnar fram að hádegi, og eyddum við morgninum í það að rölta út í búð og kaupa okkur bland í poka :) Eftir hádegið vorum í Eimskip að undirbúa þorrablótið. Síðan um kvöldið var þetta líka fína þorrablót og ég held ég hafi aldrei skemmt mér svona vel á þorrablóti :)
Sunnudagurinn var mjög töff dagur ;) ég lá í sófanum ALLAN daginn :) ég var ein heima því allir aðrir voru að ganga frá eftir þorrablótið en ég var skilin eftir heima (sem betur fer).
Nú er víst kominn fimmtudagur og hef ég ekki gert neitt gáfulegt þessa vikuna. Hef bara verið hérna heima hjá Oddnýju og Stefáni að hafa það kósý þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann þessa vikuna :) Ég afrekaði það nú samt að ná í frænkur mínar í skólann og að baka kanilsnúða í gær :) Svo er stefnan tekin á að taka til og þrífa herbergið mitt hérna á efri hæðinni í dag :)
Ég held ég láti þetta bara duga í bili og heyri í ykkur einhverntíman í næstu viku :)
P.s. Ég er búin að vera hérna í 32 daga og tíminn líður ótrúlega hratt hérna.
Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá fór ég á Sálarball á laugardaginn. Undarlegt að fara á sitt fyrsta ball með Sálinni hérna í DK, en svona er lífið ;) Helgin byrjaði nú á því að ég tók strætó nr. 12 frá skólanum mínum og stefndi eithvað út í buskann. Ég er vön að taka þennan strætó á leið minni til Oddnýjar systur en í þetta skiptið þurfti ég að finna einhvern ákveðinn McDonalds stað rétt hjá einhverri verslunarmiðstöð og hoppa þar út. Ég hafði ekki hugmynd um hvert ég væri að fara eða hvar ég var. Þegar ég loksins náði í Oddnýju þá var strætóinn við það að stoppa á þeim stað sem ég átti að hoppa út svo ég spratt upp úr sætinu og stökk út :) Fór inn á þennan McDonalds stað og var að velta fyrir mér að kaupa mér einn hammara, en kunni ekki við það þar sem ég vissi ekki hvenær Stefán kæmi að sækja mig (og það var nú vissara að vera tilbúin því allt þurfti að gerast einn tveir og þrír þennan daginn). Ég beið nú samt í einhvern góðan hálftíma þarna og hefði líklega getað borðað 3 BigMac miðað við tímann sem ég hafði :) En svo eyddi ég það sem eftir var dagsinns niður á höfn í eldhúsi Eimskips, þar sem við Elín Rós höfðum það afskaplega gott í góðum félagsskap Sálarinnar hans Jóns míns og Bryndísar Ásmundsdóttur ;) Og nú getum við Elín Rós státað okkur af því að Stebbi Hilmars á mynd af okkur, en því miður eigum við enga mynd af honum ;)
Á laugardaginn var ég heima með tvær eldri systurnar fram að hádegi, og eyddum við morgninum í það að rölta út í búð og kaupa okkur bland í poka :) Eftir hádegið vorum í Eimskip að undirbúa þorrablótið. Síðan um kvöldið var þetta líka fína þorrablót og ég held ég hafi aldrei skemmt mér svona vel á þorrablóti :)
Sunnudagurinn var mjög töff dagur ;) ég lá í sófanum ALLAN daginn :) ég var ein heima því allir aðrir voru að ganga frá eftir þorrablótið en ég var skilin eftir heima (sem betur fer).
Nú er víst kominn fimmtudagur og hef ég ekki gert neitt gáfulegt þessa vikuna. Hef bara verið hérna heima hjá Oddnýju og Stefáni að hafa það kósý þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann þessa vikuna :) Ég afrekaði það nú samt að ná í frænkur mínar í skólann og að baka kanilsnúða í gær :) Svo er stefnan tekin á að taka til og þrífa herbergið mitt hérna á efri hæðinni í dag :)
Ég held ég láti þetta bara duga í bili og heyri í ykkur einhverntíman í næstu viku :)
P.s. Ég er búin að vera hérna í 32 daga og tíminn líður ótrúlega hratt hérna.
Thursday, 4 February 2010
Það styttist í Sálina :)
Ætli það sé ekki vissara að henda inn eins og einu bloggi :)
Það fer að vera komin vika frá síðasta bloggi og ýmislegt hefur gerst á þeim tíma :)
Mánudagurinn var bara rólegur eins og venjulega, fór að lyfta fyrir hádegi og svo fótboltaæfing (innanhúss) eftir hádegi.
Þriðjudagurinn var aðeins skemmtilegri :) Ég og Svava skelltum okkur niður í bæ eftir skóla því nú var ég að renna út á tíma og varð að finna mér kjól fyrir þorrablótið. Það tókst og fór ég ánægð heim með poka úr Vero Moda :) Áður en við tókum strætó heim úr bænum fórum við og fengum okkur pizzu á stað sem heitir Mackie's Pizza. Þegar við komum þarna inn heyrðum við að tónlistin var spiluð frekar hátt og þarna voru ekki notuð nein hnífapör! Það var svo sem allt í lagi, við gátum sætt okkur við það :) Á meðan við biðum eftir pizzunum og horfðum í kringum okkur á veitingastaðnum er okkur litið á afgreiðsluborðið. Þar var eldri maður, sem ég reikna með að hafai verið eigandinn, og tvær stelpur sem vinna þarna. Önnur stelpan var eithvað að segja við manninn í gríni og hann þóttist verða frekar reiður, lyfti stelpunni upp á afgreiðsluborðið og RASSSKELLTI hana !! það er nú ekki öll sagan því næst hélt hann á henni inn í eldhús og hélt áfram að rassskella hana þar !! Þetta er líklega einn skrítnasti veitingastaður sem ég hef komið á ;)
Í gærkvöldi var svo fyrsta Live Café annarinnar. Þetta var bara meget gotd hjá þeim sem skipulögðu þetta. Pirates þema og fullt af skemmtilegum tónlistaratriðum :)
Í dag skellti ég mér aftur niður í bæ með Svövu og Helenu. Ég stóð mig enn betur í dag og keypti allt sem mig vantaði við kjólinn fyrir laugardaginn ;) Svo nú er ég bara tilbúin að fara á þorrablót.
Svo ætla ég að fara til Oddnýjar á morgun og vera hjá henni fram á miðvikudag því það verða svo fáir hérna út af skíðaferðinni sem er verið að fara í á morgun :)
Ég talaði svo við Arne (einn fótboltaþjálfarnn minn hérna í skólanum) og hann ætlar að reyna að koma mér og Svövu á æfingar hjá liði hérna rétt hjá :) Ég ætla rétt að vona að það séu betri æfingar þar en hérna í skólanum. Ég og Svava erum alltaf settar með stelpunum í hóp, sem er svo sem ekki skrítið, en flestar af þessum stelpum hafa greinilega ekki mikið æft fótbolta og eru ekki að einbeita sér að þessu eins og ég vil gera, og það fer virkilega í taugarnar á mér.
En nú þarf ég að fara að máta dressið fyrir laugardaginn og svo er stefnan tekin á vídjó kvöld :)
Það fer að vera komin vika frá síðasta bloggi og ýmislegt hefur gerst á þeim tíma :)
Mánudagurinn var bara rólegur eins og venjulega, fór að lyfta fyrir hádegi og svo fótboltaæfing (innanhúss) eftir hádegi.
Þriðjudagurinn var aðeins skemmtilegri :) Ég og Svava skelltum okkur niður í bæ eftir skóla því nú var ég að renna út á tíma og varð að finna mér kjól fyrir þorrablótið. Það tókst og fór ég ánægð heim með poka úr Vero Moda :) Áður en við tókum strætó heim úr bænum fórum við og fengum okkur pizzu á stað sem heitir Mackie's Pizza. Þegar við komum þarna inn heyrðum við að tónlistin var spiluð frekar hátt og þarna voru ekki notuð nein hnífapör! Það var svo sem allt í lagi, við gátum sætt okkur við það :) Á meðan við biðum eftir pizzunum og horfðum í kringum okkur á veitingastaðnum er okkur litið á afgreiðsluborðið. Þar var eldri maður, sem ég reikna með að hafai verið eigandinn, og tvær stelpur sem vinna þarna. Önnur stelpan var eithvað að segja við manninn í gríni og hann þóttist verða frekar reiður, lyfti stelpunni upp á afgreiðsluborðið og RASSSKELLTI hana !! það er nú ekki öll sagan því næst hélt hann á henni inn í eldhús og hélt áfram að rassskella hana þar !! Þetta er líklega einn skrítnasti veitingastaður sem ég hef komið á ;)
Í gærkvöldi var svo fyrsta Live Café annarinnar. Þetta var bara meget gotd hjá þeim sem skipulögðu þetta. Pirates þema og fullt af skemmtilegum tónlistaratriðum :)
Í dag skellti ég mér aftur niður í bæ með Svövu og Helenu. Ég stóð mig enn betur í dag og keypti allt sem mig vantaði við kjólinn fyrir laugardaginn ;) Svo nú er ég bara tilbúin að fara á þorrablót.
Svo ætla ég að fara til Oddnýjar á morgun og vera hjá henni fram á miðvikudag því það verða svo fáir hérna út af skíðaferðinni sem er verið að fara í á morgun :)
Ég talaði svo við Arne (einn fótboltaþjálfarnn minn hérna í skólanum) og hann ætlar að reyna að koma mér og Svövu á æfingar hjá liði hérna rétt hjá :) Ég ætla rétt að vona að það séu betri æfingar þar en hérna í skólanum. Ég og Svava erum alltaf settar með stelpunum í hóp, sem er svo sem ekki skrítið, en flestar af þessum stelpum hafa greinilega ekki mikið æft fótbolta og eru ekki að einbeita sér að þessu eins og ég vil gera, og það fer virkilega í taugarnar á mér.
En nú þarf ég að fara að máta dressið fyrir laugardaginn og svo er stefnan tekin á vídjó kvöld :)
Friday, 29 January 2010
Vikan sem hvarf án þess að ég vissi af :)
Vegna mikillar pressu síðustu mínúturnar hef ég ákveðið að henda inn eins og einu bloggi :)
Það hefur nú kannski ekki margt sérstakt gerst hjá mér síðustu vikuna, en ég reyni að týna það helsta til.
Ég eyddi síðustu helgi heima hjá Oddnýju og Co í Harlev við gott yfirlæti :) Fór í matarboð og handboltapartý hjá Dikku og Gauja, vinafólki Oddnýjar og Stefáns. Þar var sko mikið fjör og mikið gaman (nóg af hvítvíni) ;)
Á laugardaginn skellti ég mér líka í sund með Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu og á meðan sátu mamman og Elín Rós á bakkanum og horfðu á.
Ég þurfti svo ekki að mæta í skólann fyrr en hálf 10 á mánudagsmorguninn þannig að Oddný skutlaði mér bara þá um morguninn.
Þessi vika gekk nokkuð venjulega fyrir sig nema náttúrulega það að eins og allir vita voru handboltaleikir 3 daga þessarar viku og þeir dagar voru þar af leiðandi alveg bókaðir.
Á miðvikudaginn var einhver hátíð í skólanum. Eins og ég var búin að segja áður er búið að skipta okkur öllum í lið og nú átti hvert lið að vera með 3 atriði fyrir skólann. mitt lið gerði leikrit, bjó til lag og bjó til stuttmynd. Ég sem sagt fór upp á svið og lék fyrir allan skólann og talaði meira að segja dönsku fyrir framan alla og söng líka á dönsku fyrir alla ;) Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir það að vilja koma fram á sviði án þess að vera undir áhrifum áfengis, en í þetta skiptið gerði ég það og skemmti mér líka svona vel :)
Á fimmtudaginn var eins og áður segir landsleikurinn á móti Norðmönnum og auðvitað unnum við, en ekki hvað (ég var nú einu sinni í landsliðsbúningnum). Um kvöldið skelltum við íslensku stelpurnar þrjár okkur niður í bæ. Við ætluðum að fara á tónleika á litlu kaffihúsi og fundum það eins og skot. En þar sem við vorum svoldið snemma í því ákváðum við að rölta um og finna okkur svo kaffihús þar sem Dana leikurinn var sýndur. Við komum okkur fyrir með okkar kaffi og kakó einhvernstaðar úti í horni og ég verð nú að viðurkenna að við glottum nú þegar Danirnir töpuðu ;) Svo fannst okkur nú vera kominn tími til að finna hitt kaffihúsið, þar sem tónleikarnir áttu að vera. Við röltum af stað og töldum okkur nú vita hvert við værum að fara, en svo uppgötvuðum við að við vorum búnar að labba hring og ekkert bólaði á kaffihúsinu :O við stóðum eins og hálfvitar á einhverju götuhorni og snérumst í hringi, svo eftir mikið þras ákváðum við að labba eina götuna, og viti menn var ekki kaffihúsið þar :D En okkur til mikils ama var allt troðfullt þannig að við þurftum að standa við barinn (sem var ekki verra) í miklum þrengslum. en það góða við þetta allt saman að það var ennþá styttra í bjórinn fyrir okkur :)
Svo drifum við okkur bara út í strætóskýli þegar tónleikarnir voru búnir og biðum spakar eftir strætó, nema ég hringdi eitt símtal til Íslands þar sem mannskapurinn var að skemmta sér á Kollunni.
Í dag var langur skóladagur. Það var Go' weekend klukkan eitt eins og alla föstudaga og vorum við íslendingarnir kallaðir upp á svið af því að landsliðið okkar er svo gott í handbolta ;) Svo voru allir látnir öskra tvisvar sinnum "Góða helgi" á íslensku (danirnir líka) :)
Klukkan tvö fór ég svo á nuddnámsekið sem stóð til klukkan 9 í kvöld. Og á morgun byrja ég aftur á námskeiðinu klukkan hálf 10 og stendur það til 12. Svo er stefnan tekin beint niður í bæ þar sem ég ætla að hitta Oddnýju og stelpurnar og við ætlum að reyna að finna afmælisgjöf handa Sæju systur áður en við þurfum að fara heim til að ná handboltaleiknum :) Svo er stefnan bara tekin á handboltahelgi í Harlev :)
Ég bið ykkur bara að vera þæg og góð eins og ég þangað til ég skrifa næst
ekki drekka of mikið af bjór samt :)
Það hefur nú kannski ekki margt sérstakt gerst hjá mér síðustu vikuna, en ég reyni að týna það helsta til.
Ég eyddi síðustu helgi heima hjá Oddnýju og Co í Harlev við gott yfirlæti :) Fór í matarboð og handboltapartý hjá Dikku og Gauja, vinafólki Oddnýjar og Stefáns. Þar var sko mikið fjör og mikið gaman (nóg af hvítvíni) ;)
Á laugardaginn skellti ég mér líka í sund með Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu og á meðan sátu mamman og Elín Rós á bakkanum og horfðu á.
Ég þurfti svo ekki að mæta í skólann fyrr en hálf 10 á mánudagsmorguninn þannig að Oddný skutlaði mér bara þá um morguninn.
Þessi vika gekk nokkuð venjulega fyrir sig nema náttúrulega það að eins og allir vita voru handboltaleikir 3 daga þessarar viku og þeir dagar voru þar af leiðandi alveg bókaðir.
Á miðvikudaginn var einhver hátíð í skólanum. Eins og ég var búin að segja áður er búið að skipta okkur öllum í lið og nú átti hvert lið að vera með 3 atriði fyrir skólann. mitt lið gerði leikrit, bjó til lag og bjó til stuttmynd. Ég sem sagt fór upp á svið og lék fyrir allan skólann og talaði meira að segja dönsku fyrir framan alla og söng líka á dönsku fyrir alla ;) Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir það að vilja koma fram á sviði án þess að vera undir áhrifum áfengis, en í þetta skiptið gerði ég það og skemmti mér líka svona vel :)
Á fimmtudaginn var eins og áður segir landsleikurinn á móti Norðmönnum og auðvitað unnum við, en ekki hvað (ég var nú einu sinni í landsliðsbúningnum). Um kvöldið skelltum við íslensku stelpurnar þrjár okkur niður í bæ. Við ætluðum að fara á tónleika á litlu kaffihúsi og fundum það eins og skot. En þar sem við vorum svoldið snemma í því ákváðum við að rölta um og finna okkur svo kaffihús þar sem Dana leikurinn var sýndur. Við komum okkur fyrir með okkar kaffi og kakó einhvernstaðar úti í horni og ég verð nú að viðurkenna að við glottum nú þegar Danirnir töpuðu ;) Svo fannst okkur nú vera kominn tími til að finna hitt kaffihúsið, þar sem tónleikarnir áttu að vera. Við röltum af stað og töldum okkur nú vita hvert við værum að fara, en svo uppgötvuðum við að við vorum búnar að labba hring og ekkert bólaði á kaffihúsinu :O við stóðum eins og hálfvitar á einhverju götuhorni og snérumst í hringi, svo eftir mikið þras ákváðum við að labba eina götuna, og viti menn var ekki kaffihúsið þar :D En okkur til mikils ama var allt troðfullt þannig að við þurftum að standa við barinn (sem var ekki verra) í miklum þrengslum. en það góða við þetta allt saman að það var ennþá styttra í bjórinn fyrir okkur :)
Svo drifum við okkur bara út í strætóskýli þegar tónleikarnir voru búnir og biðum spakar eftir strætó, nema ég hringdi eitt símtal til Íslands þar sem mannskapurinn var að skemmta sér á Kollunni.
Í dag var langur skóladagur. Það var Go' weekend klukkan eitt eins og alla föstudaga og vorum við íslendingarnir kallaðir upp á svið af því að landsliðið okkar er svo gott í handbolta ;) Svo voru allir látnir öskra tvisvar sinnum "Góða helgi" á íslensku (danirnir líka) :)
Klukkan tvö fór ég svo á nuddnámsekið sem stóð til klukkan 9 í kvöld. Og á morgun byrja ég aftur á námskeiðinu klukkan hálf 10 og stendur það til 12. Svo er stefnan tekin beint niður í bæ þar sem ég ætla að hitta Oddnýju og stelpurnar og við ætlum að reyna að finna afmælisgjöf handa Sæju systur áður en við þurfum að fara heim til að ná handboltaleiknum :) Svo er stefnan bara tekin á handboltahelgi í Harlev :)
Ég bið ykkur bara að vera þæg og góð eins og ég þangað til ég skrifa næst
ekki drekka of mikið af bjór samt :)
Friday, 22 January 2010
Vikan sem leið hraðar en ég bjóst við :)
Ég verð nú að viðurkenna að ég man ekki alveg allt sem ég gerði í þessari viku, en dagarnir voru flestir mjög svipaðir bara og vikan leið alveg ótrúlega hratt :) Það vottaði fyrir aðeins meiri þreytu þessa vikuna heldur en fyrstu vikuna þar sem þetta var fyrsta venjulega vikan.
Ég ákvað það þessa vikuna að hætta að borða nammi (nema á laugardögum) ;)
Smá svekkelsi gerði vart við sig hjá okkur íslendingunum þessa vikuna, líklega eins og hjá flestum íslendingum, þegar landsliðið gerði tvö jafntefli á einhvern óskiljanlegann hátt :O En það er lítið við því að gera annað en að mæta dönunum að krafti á morgun, og ég verð að segja að það er mikil eftirvænting eftir þessum leik hérna :)
Ég er komin til fjölskyldunnar í Harlev og ætla að eiga kósý helgi hérna :)
Þessa stundina sit ég með hvítvínsglas mér við hlið og ræði við Önnu Heiðu og fleiri um djamm gærkvöldsins og fæ slúður af Hvanneyrinni ;)
En ég held ég láti þetta gott heita í kvöld og ætla að vona að ég fái að fara í fótboltaferð til Hollands með skólanum :)
Kv. Alla og mr. White
Ég ákvað það þessa vikuna að hætta að borða nammi (nema á laugardögum) ;)
Smá svekkelsi gerði vart við sig hjá okkur íslendingunum þessa vikuna, líklega eins og hjá flestum íslendingum, þegar landsliðið gerði tvö jafntefli á einhvern óskiljanlegann hátt :O En það er lítið við því að gera annað en að mæta dönunum að krafti á morgun, og ég verð að segja að það er mikil eftirvænting eftir þessum leik hérna :)
Ég er komin til fjölskyldunnar í Harlev og ætla að eiga kósý helgi hérna :)
Þessa stundina sit ég með hvítvínsglas mér við hlið og ræði við Önnu Heiðu og fleiri um djamm gærkvöldsins og fæ slúður af Hvanneyrinni ;)
En ég held ég láti þetta gott heita í kvöld og ætla að vona að ég fái að fara í fótboltaferð til Hollands með skólanum :)
Kv. Alla og mr. White
Monday, 18 January 2010
Síðustu dagar....
Fimmtudagur:
Það má segja að þetta hafi vægast sagt verið kaldur dagur...
Hann byrjaði á mjög kaldri fótboltaæfingu, en það lagaðist nú þegar maður fór að hreyfa sig og sýna takta ;) Svo var nú ekki tími til að gera neitt nema hendast í mörg lög af hlýjum fötum og hlaupa út í rútu. Ferðinni var heitið niður í bæ þar sem öll lið fengu poka með allskonar „missjónum“ sem þau áttu að leysa :) þetta gekk bara ótrúlega vel hjá mínu liði fannst mér, en svo þegar niðurstöður úr keppninni komu í kvöld þá töpuðum við víst ;) en það er allt í lagi...
Ég gerði annars einn mjög skemmtilegann hlut í dag, undarlegann reyndar og var þetta nyt oplevelse for mig:) ég stóð fyrir utan Salling (stór verslunarmiðstöð þar sem ég er venjulega klifjuð pokum úr H&M og fleiri góðum búðum) og ég var í svörtum ruslapoka, að syngja og prjóna :D Þetta var vissulega nýtt fyrir mér en sannarlega mjög skemmtilegt ;)
Föstudagur:
Díses hvað það er erfitt að vakna alltaf svona klukkan 7, eins gott að það venjist :)
En þessi föstudagur hefur nú bara verið nokkuð rólegur. Ég fór á hörku blakæfingu í morgun og er eiginlega blá og marin út um allt á höndunum ;)
Kl. 10 hittist allur skólinn í einum íþróttasalnum og dansaði, ég dansaði við strák sem heitir Luka og er örugglega helmingi stærri en ég :D þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta gekk. Ég vorkenndi bara greyið drengnum því hann þurfti að beygja sig svo mikið....
Eftir þetta þá var okkur skipt niður í 3 hópa og hver hópur hafði einn íþróttasal. Hópurinn minn byrjaði í körfubolta og voru 6 lið, og mér leið bara eins og ég væri ótrúlega góð í körfubolta (sem ég reyndar er, leið bara eins og ég væri betri) því almenningur í Danmörku er ekkert rosalega góður í þessari íþrótta og fannst fólki ótrúlega flott þegar ég skaut tveggja stiga skotum og hitti, sem var eiginlega alltaf :D þetta var ekki einu sinni 3ja stiga rainbower eins og í grindavík í haust ;)
Um kvöldið var svo full dagskrá fram á nótt. Við byrjuðum á að fara í mat þar sem að kennararnir þjónuðu okkur til borðs og buðu upp á áfengi (eithvað sem ég gæti alveg vanist). Svo var cirkus eftir matinn, þar sem kennararnir fóru á kostum. Eftir þetta héldu allir út í Aktiviteshallen og þar dönsuðum við hæll tá hæll tá og masseruðum ;) fílaði mig eins og ég væri aftur komin í danstíma til Ásrúnar í Andakílsskóla ;) Þegar við vorum búin að sprikla smá þá var bara brjálað partý í skólanum eithvað fram á nótt, þar sem kennararnir voru með bar og djömmuðu með okkur :D Partýin héldu svo áfram á vistinni langt fram eftir nóttu ...
Laugardagur:
Ég vaknaði ótrúlega spræk klukkan 9 í morgun ;) pakkaði smá niður og skellti mér í morgunmat, svo klukkan 10 rölti ég út í strætóskýli til að vera örugglega komin þegar fyrsta ferðin þar sem ég fer ein í strætó í DK ætti að hefjast ;) Þessi strætóferð gekk eins og í sögu og var ég mætt til Oddnýjar um klukkutíma síðar. Ég þurfti meira að segja að skipta um strætó og allt :D ótrúlega dugleg, litla sveitastelpan í stórborginni ;) Svo dunduðum við okkur bara hérna heima hjá Oddnýju og við stelpurnar 5 skelltum okkur í City Vest til að versla í kvöldmatinn og skoða aðeins í búðir... Svo hef ég bara verið að dunda mér hérna í Harlev við að taka til og fleira skemmtilegt. Við erum svo einar heima núna frænkurnar, nema Elín Rós fór með mömmu sinni.
Sunnudagur:
Dagurinn fór aðallega í það hjá okkur systrum að taka niður jólaskraut og reyna að taka til, en ég held að við höfum bara gert meira drasl ;)
Mánudagur:
Dagurinn í dag hófst með fyrirlestrum um íþróttir, hvernig maður á að borða og hvernig skólinn er í rauninni....því hann hefur einkennst af bílaþjófum og hnífstungumönnum síðustu vikuna :O en þannig er mál með vexti að það var einn nemandi svo óheppinn að stinga borgarstjórann í lærið með hníf (alveg óvart) og á föstudags eða laugardagskvöldið stal ein stelpa leigubíl hérna í borginni og keyrði hraðast á 180 km/h þangað til hún missti stjórn á honum og lenti í árekstri....þetta er nú meiri borgin sem ég er komin í, litla saklausa sveitastelpan ;) Þessa stundina er ég í Harlev þar sem ég eldaði kvöldmat handa mæðgunum og mér, með smá hjálp frá Oddnýju og er núna að passa eldri prinsessurnar tvær ;) það er nú meiri lúxusinn, þær farnar að sofa og ég horfi bara á medical night í sjónvarpinu og hef það kósý ;)
Ég reyni svo að skrifa hérna meira síðar, og endilega látið vita af ykkur hér, alltaf gaman að sjá comment ;)
Það má segja að þetta hafi vægast sagt verið kaldur dagur...
Hann byrjaði á mjög kaldri fótboltaæfingu, en það lagaðist nú þegar maður fór að hreyfa sig og sýna takta ;) Svo var nú ekki tími til að gera neitt nema hendast í mörg lög af hlýjum fötum og hlaupa út í rútu. Ferðinni var heitið niður í bæ þar sem öll lið fengu poka með allskonar „missjónum“ sem þau áttu að leysa :) þetta gekk bara ótrúlega vel hjá mínu liði fannst mér, en svo þegar niðurstöður úr keppninni komu í kvöld þá töpuðum við víst ;) en það er allt í lagi...
Ég gerði annars einn mjög skemmtilegann hlut í dag, undarlegann reyndar og var þetta nyt oplevelse for mig:) ég stóð fyrir utan Salling (stór verslunarmiðstöð þar sem ég er venjulega klifjuð pokum úr H&M og fleiri góðum búðum) og ég var í svörtum ruslapoka, að syngja og prjóna :D Þetta var vissulega nýtt fyrir mér en sannarlega mjög skemmtilegt ;)
Föstudagur:
Díses hvað það er erfitt að vakna alltaf svona klukkan 7, eins gott að það venjist :)
En þessi föstudagur hefur nú bara verið nokkuð rólegur. Ég fór á hörku blakæfingu í morgun og er eiginlega blá og marin út um allt á höndunum ;)
Kl. 10 hittist allur skólinn í einum íþróttasalnum og dansaði, ég dansaði við strák sem heitir Luka og er örugglega helmingi stærri en ég :D þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta gekk. Ég vorkenndi bara greyið drengnum því hann þurfti að beygja sig svo mikið....
Eftir þetta þá var okkur skipt niður í 3 hópa og hver hópur hafði einn íþróttasal. Hópurinn minn byrjaði í körfubolta og voru 6 lið, og mér leið bara eins og ég væri ótrúlega góð í körfubolta (sem ég reyndar er, leið bara eins og ég væri betri) því almenningur í Danmörku er ekkert rosalega góður í þessari íþrótta og fannst fólki ótrúlega flott þegar ég skaut tveggja stiga skotum og hitti, sem var eiginlega alltaf :D þetta var ekki einu sinni 3ja stiga rainbower eins og í grindavík í haust ;)
Um kvöldið var svo full dagskrá fram á nótt. Við byrjuðum á að fara í mat þar sem að kennararnir þjónuðu okkur til borðs og buðu upp á áfengi (eithvað sem ég gæti alveg vanist). Svo var cirkus eftir matinn, þar sem kennararnir fóru á kostum. Eftir þetta héldu allir út í Aktiviteshallen og þar dönsuðum við hæll tá hæll tá og masseruðum ;) fílaði mig eins og ég væri aftur komin í danstíma til Ásrúnar í Andakílsskóla ;) Þegar við vorum búin að sprikla smá þá var bara brjálað partý í skólanum eithvað fram á nótt, þar sem kennararnir voru með bar og djömmuðu með okkur :D Partýin héldu svo áfram á vistinni langt fram eftir nóttu ...
Laugardagur:
Ég vaknaði ótrúlega spræk klukkan 9 í morgun ;) pakkaði smá niður og skellti mér í morgunmat, svo klukkan 10 rölti ég út í strætóskýli til að vera örugglega komin þegar fyrsta ferðin þar sem ég fer ein í strætó í DK ætti að hefjast ;) Þessi strætóferð gekk eins og í sögu og var ég mætt til Oddnýjar um klukkutíma síðar. Ég þurfti meira að segja að skipta um strætó og allt :D ótrúlega dugleg, litla sveitastelpan í stórborginni ;) Svo dunduðum við okkur bara hérna heima hjá Oddnýju og við stelpurnar 5 skelltum okkur í City Vest til að versla í kvöldmatinn og skoða aðeins í búðir... Svo hef ég bara verið að dunda mér hérna í Harlev við að taka til og fleira skemmtilegt. Við erum svo einar heima núna frænkurnar, nema Elín Rós fór með mömmu sinni.
Sunnudagur:
Dagurinn fór aðallega í það hjá okkur systrum að taka niður jólaskraut og reyna að taka til, en ég held að við höfum bara gert meira drasl ;)
Mánudagur:
Dagurinn í dag hófst með fyrirlestrum um íþróttir, hvernig maður á að borða og hvernig skólinn er í rauninni....því hann hefur einkennst af bílaþjófum og hnífstungumönnum síðustu vikuna :O en þannig er mál með vexti að það var einn nemandi svo óheppinn að stinga borgarstjórann í lærið með hníf (alveg óvart) og á föstudags eða laugardagskvöldið stal ein stelpa leigubíl hérna í borginni og keyrði hraðast á 180 km/h þangað til hún missti stjórn á honum og lenti í árekstri....þetta er nú meiri borgin sem ég er komin í, litla saklausa sveitastelpan ;) Þessa stundina er ég í Harlev þar sem ég eldaði kvöldmat handa mæðgunum og mér, með smá hjálp frá Oddnýju og er núna að passa eldri prinsessurnar tvær ;) það er nú meiri lúxusinn, þær farnar að sofa og ég horfi bara á medical night í sjónvarpinu og hef það kósý ;)
Ég reyni svo að skrifa hérna meira síðar, og endilega látið vita af ykkur hér, alltaf gaman að sjá comment ;)
Wednesday, 13 January 2010
Reglubrjótur og söngvari :)
God dag :)
Det er onsdag i dag og jeg har laver mange ting.....nei ég get þetta ekki, allavega ekki alveg strax ;) En já eins og ég sagði þá er víst kominn miðvikudagur hér, vonandi hjá þér líka. En þessa vikuna hefur verið alveg brjálað að gera og verður það alveg fram á föstudag.
En svona til að gera þetta skipulega:
Þriðjudagur:
Ég byrjaði daginn á því að fara í morgunmat eins og venjulega og skellti mér svo á fyrstu blakæfinguna klukkan 8, sem var bara hressandi. Og eru ummerki um þá íþróttaiðkun báðum handleggjum þar sem ég er blá og marin og aum lang leiðina upp að olnboga ;) en það er bara hið besta mál :)
Eftir blakæfinguna var öllum skólanum skipt í 12 lið held ég og hvert lið fékk eitt þemaverkefni. Mitt lið fékk það þema að vera gamlir hermenn sem elska danska fánann og föðurlandið og eru rosalega stoltir af sínum afrekum. Þegar við vorum búin að koma okkur í lið settumst við niður og fórum að „brainstorma“. Eftir hádegismatinn var einhver fundur um skíðaferðina sem ég ætla ekki í, svo þeir sem ætla ekki í hana fóru út að skokka. Við skokkuðum smá hring um hverfið og kennarinn sem var með okkur sýndi okkur góða staði til að fara á til að hlaupa og hvar nálægustu verlsanirnar eru, og auðvitað var þetta bara mjög hressandi Svo fór dagurinn bara í það að búa til búninga og föndra byssur og fullt af dönskum fánum og fleira skemmtilegt ....ég var ekki búin í skólanum fyrr en um hálf 9 í gærkvöldi. Þegar Svava (sem er ein af okkur 5 íslendingunum hérna) var búin í skólanum klukkan svona hálf 10 þá tókum við okkur göngutúr í sjoppuna.....og það má segja að ég hafi nánast fengið hjartaáfall þegar ég reiknaði út hvað það kostaði í íslenskum peningum það sem ég var að kaupa! Þetta var AGALEGT! En jú fyrsti bjórinn í danaveldi rann ljúflega niður og ég braut fyrstu skólaregluna ;) Klöppum fyrir mér :D (Ég reyndar vissi það ekki fyrr en í morgun að það mætti ekki drekka á virkum dögum)
Miðvikudag:
Dagurinn í dag hefur að mestu farið í fundarhöld....ég átti mjög erfitt með að halda mér vakandi á kynningunum í morgun þar sem verið var að kynna hinar ýmsu greinar sem við getum valið Ég valdi mér að fara í eithvað sem heitir Multiart film. Þar lærir maður að búa til stuttmyndir og vinna með ljósmyndir í hinum ýmsu forritum :) Svo var farið í leiki eftir hádegið í einum íþróttasalnum. Svo var þessi fína söngstund þar sem sönghæfileikar mínir fengu að njóta sína, þar sem mörg af mínum uppáhalds lögum voru tekin ;)
En nú er ég víst að fara að hjóla í bíó (ohh ég er orðin svo dönsk) og ég vona bara að ég geti hjólað upp þessa einu brekku hérna í Árósum á leiðinni heim ;)
Med venlig hilsen
Alla
Det er onsdag i dag og jeg har laver mange ting.....nei ég get þetta ekki, allavega ekki alveg strax ;) En já eins og ég sagði þá er víst kominn miðvikudagur hér, vonandi hjá þér líka. En þessa vikuna hefur verið alveg brjálað að gera og verður það alveg fram á föstudag.
En svona til að gera þetta skipulega:
Þriðjudagur:
Ég byrjaði daginn á því að fara í morgunmat eins og venjulega og skellti mér svo á fyrstu blakæfinguna klukkan 8, sem var bara hressandi. Og eru ummerki um þá íþróttaiðkun báðum handleggjum þar sem ég er blá og marin og aum lang leiðina upp að olnboga ;) en það er bara hið besta mál :)
Eftir blakæfinguna var öllum skólanum skipt í 12 lið held ég og hvert lið fékk eitt þemaverkefni. Mitt lið fékk það þema að vera gamlir hermenn sem elska danska fánann og föðurlandið og eru rosalega stoltir af sínum afrekum. Þegar við vorum búin að koma okkur í lið settumst við niður og fórum að „brainstorma“. Eftir hádegismatinn var einhver fundur um skíðaferðina sem ég ætla ekki í, svo þeir sem ætla ekki í hana fóru út að skokka. Við skokkuðum smá hring um hverfið og kennarinn sem var með okkur sýndi okkur góða staði til að fara á til að hlaupa og hvar nálægustu verlsanirnar eru, og auðvitað var þetta bara mjög hressandi Svo fór dagurinn bara í það að búa til búninga og föndra byssur og fullt af dönskum fánum og fleira skemmtilegt ....ég var ekki búin í skólanum fyrr en um hálf 9 í gærkvöldi. Þegar Svava (sem er ein af okkur 5 íslendingunum hérna) var búin í skólanum klukkan svona hálf 10 þá tókum við okkur göngutúr í sjoppuna.....og það má segja að ég hafi nánast fengið hjartaáfall þegar ég reiknaði út hvað það kostaði í íslenskum peningum það sem ég var að kaupa! Þetta var AGALEGT! En jú fyrsti bjórinn í danaveldi rann ljúflega niður og ég braut fyrstu skólaregluna ;) Klöppum fyrir mér :D (Ég reyndar vissi það ekki fyrr en í morgun að það mætti ekki drekka á virkum dögum)
Miðvikudag:
Dagurinn í dag hefur að mestu farið í fundarhöld....ég átti mjög erfitt með að halda mér vakandi á kynningunum í morgun þar sem verið var að kynna hinar ýmsu greinar sem við getum valið Ég valdi mér að fara í eithvað sem heitir Multiart film. Þar lærir maður að búa til stuttmyndir og vinna með ljósmyndir í hinum ýmsu forritum :) Svo var farið í leiki eftir hádegið í einum íþróttasalnum. Svo var þessi fína söngstund þar sem sönghæfileikar mínir fengu að njóta sína, þar sem mörg af mínum uppáhalds lögum voru tekin ;)
En nú er ég víst að fara að hjóla í bíó (ohh ég er orðin svo dönsk) og ég vona bara að ég geti hjólað upp þessa einu brekku hérna í Árósum á leiðinni heim ;)
Med venlig hilsen
Alla
Monday, 11 January 2010
Fyrsti dagurinn í nýju landi
Jæja vegna fjölda áskorana...Hrund! þá ákvað ég að stofna lítið blogg svona svo að fólk geti fylgst með mér :)
Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga en vonandi gef ég mér tíma til að segja ykkur öðru hverju hvað hefur á daga mína drifið...
Fyrsti dagurinn í Århus city hefur bara verið nokkuð góður.
Ég lenti í Köben um hálf 8 í gærkvöldi í þessum skítakulda. Svo var 2 og 1/2 tíma ferð til Århus. Ég gisti hjá Oddnýju og Co. fyrstu nóttina og fór svo bara í morgun og fann skólann og kom mér fyrir :) Hitti fullt af fólki og þar á meðal fjóra íslendinga.
Fyrsti dagurinn var nú bara ósköp rólegur og fyrir hádegi voru bara kynningar, þar sem við útlendingarnir sem ekki skiljum dönsku fullkomlega sitjum eins og vitleysingar með einhverja headphona á hausnum og hlustum á þetta allt saman á ensku :) ég heyrði aðallega í andardrætti þess sem þýddi í dag því greyið maðurinn andaði svo óskaplega hátt ;)
Eftir hádegið var haldið á fótboltaæfingu í snjó og kulda og má segja að fólk hafi reglulega dottið á hausinn vegna hálku....en það á ekki við um mig þar sem ég er nú svo stabíl og jarðbundin manneskja ;)
Ég lauk svo deginum bara með því að fá mér danskt símanúmer og fara í mat til Oddnýjar og Stefáns :)
læt nú heyra í mér síðar í vikunni þegar skólinn er kominn almenninlega af stað :)
Alla sem er að leka niður af þreytu ;)
Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga en vonandi gef ég mér tíma til að segja ykkur öðru hverju hvað hefur á daga mína drifið...
Fyrsti dagurinn í Århus city hefur bara verið nokkuð góður.
Ég lenti í Köben um hálf 8 í gærkvöldi í þessum skítakulda. Svo var 2 og 1/2 tíma ferð til Århus. Ég gisti hjá Oddnýju og Co. fyrstu nóttina og fór svo bara í morgun og fann skólann og kom mér fyrir :) Hitti fullt af fólki og þar á meðal fjóra íslendinga.
Fyrsti dagurinn var nú bara ósköp rólegur og fyrir hádegi voru bara kynningar, þar sem við útlendingarnir sem ekki skiljum dönsku fullkomlega sitjum eins og vitleysingar með einhverja headphona á hausnum og hlustum á þetta allt saman á ensku :) ég heyrði aðallega í andardrætti þess sem þýddi í dag því greyið maðurinn andaði svo óskaplega hátt ;)
Eftir hádegið var haldið á fótboltaæfingu í snjó og kulda og má segja að fólk hafi reglulega dottið á hausinn vegna hálku....en það á ekki við um mig þar sem ég er nú svo stabíl og jarðbundin manneskja ;)
Ég lauk svo deginum bara með því að fá mér danskt símanúmer og fara í mat til Oddnýjar og Stefáns :)
læt nú heyra í mér síðar í vikunni þegar skólinn er kominn almenninlega af stað :)
Alla sem er að leka niður af þreytu ;)
Subscribe to:
Posts (Atom)