Saturday, 8 May 2010

Flugi aflýst, bólginn ökkli og dómgæsla !

Kannski kominn tími á smá blogg

Það hefur nú kannski ekki mikið skeð síðan ég bloggaði síðast. Það voru íþróttadagar í skólanum fyrir hálfum mánuði og ég var að keppa í fótbolta og tókst að misstíga mig þannig að ég var á hækjum í tvo daga. Ég nennti svo ekki að vera með hækjurnar lengur og þrjóskaðist við að stíga í fótinn. Þetta gerðist á fimmtudegi og ég var farin að ganga nánast óhölt á laugardeginum. Eins og þetta leit vel út þá var þetta ekki eins gott og ég var að vona, ég hef ekki æft fótbolta núna í tvær vikur, fyrir utan eina æfingu og einn leik sem ég spilaði og var það kannski ekki það gáfulegasta sem ég hef gert en svona getur þrjóskan farið með mann. En ég vona að ég geti byrjað að æfa á mánudaginn :) Svo ákvað ég að hætta að æfa með Risskov og fór að æfa með stórliðinu í Harlev ;)

Þessi hálfi mánuður hefur tekið pínu á þar sem það er hundleiðinlegt að vera í íþróttaskóla og geta ekki tekið þátt á æfingum. En maður gefst nú ekki upp og hlakkar bara til að byrja að æfa aftur :)

Á fimmstudaginn var ég úti allan daginn, fyrir hádegi var ég að dæma á fótboltamóti hjá krökkum í 2,3 og 4 bekk og eftir hádegi fórum við sem erum í Go' Stil í einhvern skóg og vorum að gera japanskar hugleiðsluæfingar ;) og fórum svo niður að sjó og gerðum þetta þar líka í ferska sjávarloftinu og vorum á tánum í sandinum :P Um kvöldið voru strákarnir í skólanum svo að keppa í fótbolta og unnu þeir 1-0 :) Ég skellti mér svo á leik AGF og SönderjyskE þar sem Sölvi Geir Ottesen og Ólafur Skúlason voru báðir í liði SönderjyskE. Leikurinn fór 1-2 fyrir SönderjyskE og þó ég haldi nú með AGF þá sætti ég mig við þetta tap þar sem Ólafur skoraði sigurmarkið ;) En þar sem mér varð svolítið kalt þennan dag þá nældi ég mér í þessa fínu hálsbólgu. Svo á föstudaginn var ég aftur að dæma fyrir hádegi, en núna hjá 5. bekk. Svo var bara haldið í sveitina í afslöppun :) Ég elska að komast í sveitina um helgar ;)

Svo átti Anna Heiða að koma hingað til mín í dag, átti flug klukkan 7 en fluginu var bara aflýst :O En hún á bókað nýtt flug á morgun klukkan 3 að íslenskum tíma, sem þýðir að hún verður aldrei komin hingað fyrr en í kringum miðnætti. Og ég vona bara innilega að hún komist þá :)

Ég skelli svo inn nokkrum myndum einhverntíman í næstu viku :)

Farvel :)

3 comments:

  1. óheppna óheppna Alla :/
    Vona svo innilega að klakinn hætti þessu veseni og leyfi nú vinkonum okkar að komast hingað út til okkar!
    Vonum það besta og hafðu það gott :*

    ReplyDelete
  2. Jæja það er ekki nema tveir tímar í hana ;) og ég ætla að byrja í fótboltanum á morgun :D Svo þetta er allt á uppleið ;)

    kv. Alla

    ReplyDelete
  3. Gott að heyra að Anna Heiða er alveg að koma. Skemmtið ykkur vel
    kveðja Mamma

    ReplyDelete