Thursday, 11 February 2010

Þorrablót aldarinnar

Ég er ennþá á lífi, þrátt fyrir all svaðalegt Sálarball :)
Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá fór ég á Sálarball á laugardaginn. Undarlegt að fara á sitt fyrsta ball með Sálinni hérna í DK, en svona er lífið ;) Helgin byrjaði nú á því að ég tók strætó nr. 12 frá skólanum mínum og stefndi eithvað út í buskann. Ég er vön að taka þennan strætó á leið minni til Oddnýjar systur en í þetta skiptið þurfti ég að finna einhvern ákveðinn McDonalds stað rétt hjá einhverri verslunarmiðstöð og hoppa þar út. Ég hafði ekki hugmynd um hvert ég væri að fara eða hvar ég var. Þegar ég loksins náði í Oddnýju þá var strætóinn við það að stoppa á þeim stað sem ég átti að hoppa út svo ég spratt upp úr sætinu og stökk út :) Fór inn á þennan McDonalds stað og var að velta fyrir mér að kaupa mér einn hammara, en kunni ekki við það þar sem ég vissi ekki hvenær Stefán kæmi að sækja mig (og það var nú vissara að vera tilbúin því allt þurfti að gerast einn tveir og þrír þennan daginn). Ég beið nú samt í einhvern góðan hálftíma þarna og hefði líklega getað borðað 3 BigMac miðað við tímann sem ég hafði :) En svo eyddi ég það sem eftir var dagsinns niður á höfn í eldhúsi Eimskips, þar sem við Elín Rós höfðum það afskaplega gott í góðum félagsskap Sálarinnar hans Jóns míns og Bryndísar Ásmundsdóttur ;) Og nú getum við Elín Rós státað okkur af því að Stebbi Hilmars á mynd af okkur, en því miður eigum við enga mynd af honum ;)
Á laugardaginn var ég heima með tvær eldri systurnar fram að hádegi, og eyddum við morgninum í það að rölta út í búð og kaupa okkur bland í poka :) Eftir hádegið vorum í Eimskip að undirbúa þorrablótið. Síðan um kvöldið var þetta líka fína þorrablót og ég held ég hafi aldrei skemmt mér svona vel á þorrablóti :)
Sunnudagurinn var mjög töff dagur ;) ég lá í sófanum ALLAN daginn :) ég var ein heima því allir aðrir voru að ganga frá eftir þorrablótið en ég var skilin eftir heima (sem betur fer).
Nú er víst kominn fimmtudagur og hef ég ekki gert neitt gáfulegt þessa vikuna. Hef bara verið hérna heima hjá Oddnýju og Stefáni að hafa það kósý þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann þessa vikuna :) Ég afrekaði það nú samt að ná í frænkur mínar í skólann og að baka kanilsnúða í gær :) Svo er stefnan tekin á að taka til og þrífa herbergið mitt hérna á efri hæðinni í dag :)
Ég held ég láti þetta bara duga í bili og heyri í ykkur einhverntíman í næstu viku :)

P.s. Ég er búin að vera hérna í 32 daga og tíminn líður ótrúlega hratt hérna.

No comments:

Post a Comment