Sunday, 16 May 2010

Vitlaust að gera :)

Ætlar þetta eldfjall aldrei að hætta að gjósa?
Það er eins gott að það trufli ekki flugið mitt 7. júní :)

Anna Heiða komst loksins til mín á sunnudagskvöldið eftir rúmlega sólarhrings töf vegna eldfjallsins. En hún kom til mín rúmlega 11 á sunnudagskvöld og auðvitað tók ég á móti henni á brautarstöðinni :) Það voru miklir fagnaðar fundir og ég gat eiginlega ekki tekið öðru vísi á móti henni en að bjóða henni upp á bjór, sem hún tók fegins hendi ;)
Við drifum okkur niður í skóla og fórum bara að sofa mjög fljótlega. Á mánudaginn var Anna Heiða kynnt fyrir skólanum og látin standa upp fyrir framan alla, henni til mikillar ánægju ;) Eftir skóla á mánudaginn skelltum við okkur niður í bæ í fyrsta verslunarleiðangur :) Á þriðjudaginn ætluðum við niður í bæ en vegna þess hversu lengi við vorum að baka brauð í skólanum þá ákváðum við frekar að hafa það kósý heima. Á miðvikudaginn fórum við strax eftir hádegi í rigningunni niður í bæ. Þar voru kortin vel straujuð og ég held að allir hafi komið bara þokkalega sáttir úr þeirri verslunarferð :)
Á miðvikudagskvöldið var ég að keppa í fótbolta hérna í Harlev með HIK og við unnum leikinn 3-0 þar sem ég lagði upp tvö mörk og skoraði eitt :) Eftir leikinn beið okkkar þessi fíni matur hérna hjá Stefáni þar sem ég, Anna Heiða, Oddný, Stefán, Sibba og María höfðum það notalegt með hvítvín og bjór :) Klukkan 2 um nóttina ákváðum ég, Anna Heiða og Sibba að skella okkur niður í bæ og tékka á mannskapnum :) Anna Heiða vitleysingur að hún tók ekki með sér neitt skilríki með kennitölu á, heldur bara visa kortið sitt, svo hún komst eiginlega ekki inn á neina bari, ekki fyrr en ég rétti henni kort með gamalli mynd af mér :) En þá vorum við svo heppnar að lenda inn á þessum fína bar, þar sem var spiluð tónlist með Beach boys, Johnny CAsh, Elvis og fleirum góðum :) Við röltum svo heim á leið um 5 leytið og gistum heima hjá Sibbu :)
Fimmtudagurinn var eiginlega bara tekinn í þynnku :) Horfðum á mynd og höfðum það kósý inn á herbergi. Seinnipartinn fórum við svo niður í bæ í smá túristaleik og tókum nokkrar myndir :) Fórum svo og fengum okkur að borða á Mackie's :) Eftir matinn fórum við í ísbúðina sem er í Veri Center, sem er rétt hjá skólanum.
Svo á föstudagsmorguninn var svo komið að kveðjustund og Anna Heiða yfirgaf mig klukkan 7 á föstudagsmorguninn. Fluginu hennar var svo seinkað þangað til klukkan 8 á laugardagskvöld svo Oddný hjálpaði okkur að finna gistiheimili handa henni í Köben og hún komst heilu og höldnu heim til sín í gærkvöldi :)
Í gær, laugardag, var svo IHÅ festival í skólanum :) Þetta er svona tónlistarhátíð þar sem komu tónlistarmenn frá USA, Íslandi, DK og fleiri stöðum til að spila. Svo um kvöldið var svaka partý og ótrúlega gaman :)
Svo í dag þá hef ég bara haft það kósý hérna í sveitinni og er þessa stundina að passa litlu prinsessurnar :)

Læt þetta duga í bili

p.s.
Ekki nema 22 dagar í íslandið :)

3 comments:

  1. túristasleik? hvernig virkar það DJÓK :D hahah omg hvað þið eru crazy það er örugglega margt sem gerðist sem er ekki puntað herna :P hlakka svo freaking til að þú kemur heim :D vei vei vei vei :D

    kv Ásdís

    ReplyDelete
  2. Hvernig er það, mér finnst þú vera að telja niður dagana þangað til þú yfirgefur okkur hérna í dk. Getur það verið?????
    Hefði viljað sjá leikinn með ykkur, yber flott hjá þér stelpa

    ReplyDelete
  3. Ef þú bara vissir hvernig það væri Ásdís :D
    Ég þakka Dikka :) Stefnan er tekin á að halda sér aftur í lekinum í kvöld ;) En telja niður og telja niður, þegar ég kem til íslands þá fer ég að telja niður þangað til ég kem aftur til ykkar ;)

    Alla

    ReplyDelete