Jæja vegna fjölda áskorana...Hrund! þá ákvað ég að stofna lítið blogg svona svo að fólk geti fylgst með mér :)
Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga en vonandi gef ég mér tíma til að segja ykkur öðru hverju hvað hefur á daga mína drifið...
Fyrsti dagurinn í Århus city hefur bara verið nokkuð góður.
Ég lenti í Köben um hálf 8 í gærkvöldi í þessum skítakulda. Svo var 2 og 1/2 tíma ferð til Århus. Ég gisti hjá Oddnýju og Co. fyrstu nóttina og fór svo bara í morgun og fann skólann og kom mér fyrir :) Hitti fullt af fólki og þar á meðal fjóra íslendinga.
Fyrsti dagurinn var nú bara ósköp rólegur og fyrir hádegi voru bara kynningar, þar sem við útlendingarnir sem ekki skiljum dönsku fullkomlega sitjum eins og vitleysingar með einhverja headphona á hausnum og hlustum á þetta allt saman á ensku :) ég heyrði aðallega í andardrætti þess sem þýddi í dag því greyið maðurinn andaði svo óskaplega hátt ;)
Eftir hádegið var haldið á fótboltaæfingu í snjó og kulda og má segja að fólk hafi reglulega dottið á hausinn vegna hálku....en það á ekki við um mig þar sem ég er nú svo stabíl og jarðbundin manneskja ;)
Ég lauk svo deginum bara með því að fá mér danskt símanúmer og fara í mat til Oddnýjar og Stefáns :)
læt nú heyra í mér síðar í vikunni þegar skólinn er kominn almenninlega af stað :)
Alla sem er að leka niður af þreytu ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment