Monday, 22 February 2010

Ævintýralegur mánudagsmorgun

Ef þetta er ekki tækifæri til að blogga þá veit ég ekki hvenær það er ;)
Ég ætla að byrja að segja aðeins frá helginni bara.
Á föstudaginn fór ég ásamt Oddnýju og stelpunum og ömmu Þóru í Legelandet þar sem við frænkurnar lékum okkur á fullu í hoppuköstulunum, og það er sko ekkert grín að elta Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu út um allt í þessa hoppu kastala :)
Svo var rosa góður matur ala Stefán á föstudagskvöldið því amma Þóra var að fara snemma á laugardagsmorgun. Á laugardaginn skellti ég mér í bíó með tvær eldri systurnar. Við fórum á Prinsessen og Frogen sem er alveg ágætis Disney teiknimynd. Bíó hérna í DK komu mér svoldið á óvart, ég ætlaði nú bara að kaupa smá popp og kók og keypti mér því miðstærð af poppi og kóki og lítið handa frænkum mínum, þegar ég fékk þetta í hendurnar var ég alveg viss um að afreiðslustúlkan hefði látið mig fá vitlaust því poppið mitt var á stærð við stórann popp heima og kókið líka og popp stelpnanna var jafn stórt og miðstærð heima. En nei þá eru svona 5 stærðir af poppi og kóki hérna í DK, það eru barna, lítill, mið, stór og súper :D Svo voru númerið sæti í bíó og það byrjaði að telja frá miðju, þannig að 1 var í miðjunni og svo komu sléttar tölur til hægri og oddatölur til vinstri :D
Þegar við komum heim úr bíóinu fórum við í heimsókn til Dikku og Gauja og enduðum þar í mat. í matinn fengum við humar í forrétt, kálfakjöt í aðalrétt og áfengi í eftirrétt ;) þetta var líklega einn besti matur sem ég hef borðað í langan tíma :) En áti helgarinnar var sko ekki lokið á sunnudaginn. Okkur var boðið í afmæli hjá Daníel litla og þar voru sko endalaust mikið af kökum. Þannig að þessi helgi hefur aðallega farið í át ;)
En þá að máli málanna....
Ég þurfti auðvitað að mæta í skólann í morgun (mánudag) en eins og venjulega þá ætlði Oddný bara að skutla mér í morgun. Ég vakna við það að Oddný kallar á mig að hún hafi ekki komist neitt (þegar hún ætlaði að skutla Stefáni í vinnuna) og hann hafi bara farið á bílnum. Ég rölti niður og leit út um gluggan og sé bara að það er allt á kafi í snjó...miklu meira heldur en þegar ég fór að sofa í gær. Ég fer bara niður og við Oddný erum að skoða færðina á vegum inn í Árósum. Á endanum er ákveðið að Hjörtur (vinur Oddnýjar og Stefáns) taki stelpurnar með í skólann um leið og hann keyrir sinn strák og ég ákveð að taka strætó klukkan korter í 8. Ég er komin í strætóinn og allt í góðu en svo þarf strætóinn að fara upp smá brekku hér í Harlev (ef brekku má kalla) og þarf að stoppa þar til að taka upp farþega. Svo ætlar bílstjórinn að fara af stað en kemst hvergi, strætóinn fer meira aftur á bak en áfram. Þá hófust margar tilraunir til að reyna að losa strætóinn en ekkert gekk, svo kom þarna annar strætó og bílstjórarnir skiptu, en ekkert gekk hjá hinum heldur og strætóinn (sem var svona gorma strætó) var búinn að loka götunni og komst hvergi :D Svo komu þarna menn á snjómoksturstækjum með sand og reyndu að sanda undir bílinn en ekkert gekk. þannig að við Oddný ákváðum að byðja Hjört bara að ná í mig og sjá svo til aðeins seinna í dag. Þannig að nú er ég veður tept í fyrsta skipti á ævinni líklega og það í Danmörku af öllum stöðum :D
En svo hringdi ég auðvitað í skólann og Oddný byrjaði að tala við konuna sem er á símanum sem vildi svo endilega fá að heyra í mér líka, svo vildi þessi kona endilega að ég myndi tala við Henrik skólastjóra bara til að segja hæ við hann og segja honum að það væri allt í lagi með mig :D Og það fyndna var að þau sögðu mér að vera ekkert að vera á ferðinni í dag heldur halda mig þar sem ég væri örugg :D Það er alveg greinilegt að danir eru ekki vanir svona miklu snjó, þetta er reyndar bara svona smá vetur, ekkert alvarlegt :D
Þannig að ég tók mér bara frí í dag og hefð það notalegt áfram í sveitinni :)

Kveðja héðan úr snjónum :D

3 comments:

  1. hahaha danirnir eru s.s. jafn slæmir í sambandi við allan þennan snjó og þjóðverjar ;)

    ReplyDelete
  2. já þeir eru sko ekki í lagi :D

    Alla

    ReplyDelete
  3. Vertu bara í örygginu og hreyfðu þig ekki. Hér heima er allt á kafi núna og óvist hvort við komumst í vinnu á morgun

    ReplyDelete