Tuesday, 2 March 2010

bensínlaus hlaupaköttur!

Ég velti því mikið fyrir mér í gær um hvað ég ætti eiginlega að blogga næst því frá því að ég bloggaði síðast hefur voðalega lítið gerst. Vikan bara gengið sinn vanagang og ótrúlega gaman bara eins og venjulega.
En það breyttist snögglega í dag þegar ég gerði mér glaðan dag og fór í IKEA. Reyndar fór ég ekki fyrir sjálfa mig heldur fyrir skólann. Ég fór ásamt Helenu, Svövu og Matta, sannkölluð íslendingaferð. Við fengum lánaðann bílinn sem skólinn á og byrjuðum á að festa bílinn á hálkubletti á bílstæðinu í skólanum þangað til ég fattaði að þau höfðu gleymt að taka úr handbremsu. Svo keyrðum við nú af stað og Helena keyrði í búðina og allt gekk að óskum. Svo versluðum við og auðvitað misnotuðum við aðstöðu okkar og komum út með fullt af dóti sem við versluðum fyrir okkur sjálf. Svo ætlaði ég nú að keyra heim :) Stelpan að keyra í fyrsta skipti í stórborg í útlöndum. Ég byrjaði á því að fara framhjá útkeyslunni af bílastæðinu en það reddaðist nú allt. Svo fannst mér bíllinn eithvað svo skrítinn og svo þegar við vorum í beygjunni sem við tókum til að komast út á stóru umferðargötuna þá fer bíllinn að hökta og segi svona við krakkana "hey við erum að verða bensínlaus". Ég beygi inn á útskotið þar sem strætó stoppar til að taka upp farðega og ég kom bílnum þannig fyrir að ég truflaði ekki strætó. Svo sátum við þarna bíllinn búinn að drepa á sér. Flott hjá okkur krakkar ;) En við hringdum í skólann og Jakob sem var að kenna okkur kom með smá bensín á brúsa og við keyrðum svo bara að næstu bensínstöð og keyptu smá bensín fyrir peninginn sem var afgangs eftir að við höfðum keypt það sem við áttum að kaupa :) Svo komumst við heim eftir ótrúlega skemmtilega IKEA ferð :) En svona til gamans má geta þess að ég stóð mig ótrúlega ver að keyra þennan 8 manna skrjóð í stórborginni :)
En annars hefur nú lítið merkilegt gerst hjá mér síðustu viku. Það eru ekki nema 10 daga í Holland sem þýðir að það styttist líka í að mamma og pabbi og Sæja og Andrés komi út og ég fái páskaeggið mitt ;)
Ég hef líka verið ótrúlega dugleg síðustu daga að mér finnst og farið þrisvar út að hlaupa á innan við viku :) það er afrek út af fyrir sig ;) Stefnan er tekin á að fara í bæinn á morgun og svo bara aftur út að hlaupa á fim, fös, lau, sun og mán ;) sjáum hvort þetta markmið takist :p
Annars er löng helgi um næstu helgi sem þýðir að ég er í fríi á mánudaginn, sem verður bara kósý :)

Ég bið bara að heilsa ykkur í bili !

3 comments:

  1. Hahaha þú ert ágæt :D
    ótrúlega gaman að lesa bloggin þín :)

    ReplyDelete
  2. Fínt ð þú sért farin að keyra því þá geturðu keyrt okkur um alla borg þegar við komum.

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir það Anna ;)
    Mamma það er allt í lagi að skrifa nafnið sitt þegar maður commentar ;) Ég geri mitt besta til að keyra ykkur um allan bæ :p

    Alla

    ReplyDelete