Vegna mikillar pressu síðustu mínúturnar hef ég ákveðið að henda inn eins og einu bloggi :)
Það hefur nú kannski ekki margt sérstakt gerst hjá mér síðustu vikuna, en ég reyni að týna það helsta til.
Ég eyddi síðustu helgi heima hjá Oddnýju og Co í Harlev við gott yfirlæti :) Fór í matarboð og handboltapartý hjá Dikku og Gauja, vinafólki Oddnýjar og Stefáns. Þar var sko mikið fjör og mikið gaman (nóg af hvítvíni) ;)
Á laugardaginn skellti ég mér líka í sund með Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu og á meðan sátu mamman og Elín Rós á bakkanum og horfðu á.
Ég þurfti svo ekki að mæta í skólann fyrr en hálf 10 á mánudagsmorguninn þannig að Oddný skutlaði mér bara þá um morguninn.
Þessi vika gekk nokkuð venjulega fyrir sig nema náttúrulega það að eins og allir vita voru handboltaleikir 3 daga þessarar viku og þeir dagar voru þar af leiðandi alveg bókaðir.
Á miðvikudaginn var einhver hátíð í skólanum. Eins og ég var búin að segja áður er búið að skipta okkur öllum í lið og nú átti hvert lið að vera með 3 atriði fyrir skólann. mitt lið gerði leikrit, bjó til lag og bjó til stuttmynd. Ég sem sagt fór upp á svið og lék fyrir allan skólann og talaði meira að segja dönsku fyrir framan alla og söng líka á dönsku fyrir alla ;) Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir það að vilja koma fram á sviði án þess að vera undir áhrifum áfengis, en í þetta skiptið gerði ég það og skemmti mér líka svona vel :)
Á fimmtudaginn var eins og áður segir landsleikurinn á móti Norðmönnum og auðvitað unnum við, en ekki hvað (ég var nú einu sinni í landsliðsbúningnum). Um kvöldið skelltum við íslensku stelpurnar þrjár okkur niður í bæ. Við ætluðum að fara á tónleika á litlu kaffihúsi og fundum það eins og skot. En þar sem við vorum svoldið snemma í því ákváðum við að rölta um og finna okkur svo kaffihús þar sem Dana leikurinn var sýndur. Við komum okkur fyrir með okkar kaffi og kakó einhvernstaðar úti í horni og ég verð nú að viðurkenna að við glottum nú þegar Danirnir töpuðu ;) Svo fannst okkur nú vera kominn tími til að finna hitt kaffihúsið, þar sem tónleikarnir áttu að vera. Við röltum af stað og töldum okkur nú vita hvert við værum að fara, en svo uppgötvuðum við að við vorum búnar að labba hring og ekkert bólaði á kaffihúsinu :O við stóðum eins og hálfvitar á einhverju götuhorni og snérumst í hringi, svo eftir mikið þras ákváðum við að labba eina götuna, og viti menn var ekki kaffihúsið þar :D En okkur til mikils ama var allt troðfullt þannig að við þurftum að standa við barinn (sem var ekki verra) í miklum þrengslum. en það góða við þetta allt saman að það var ennþá styttra í bjórinn fyrir okkur :)
Svo drifum við okkur bara út í strætóskýli þegar tónleikarnir voru búnir og biðum spakar eftir strætó, nema ég hringdi eitt símtal til Íslands þar sem mannskapurinn var að skemmta sér á Kollunni.
Í dag var langur skóladagur. Það var Go' weekend klukkan eitt eins og alla föstudaga og vorum við íslendingarnir kallaðir upp á svið af því að landsliðið okkar er svo gott í handbolta ;) Svo voru allir látnir öskra tvisvar sinnum "Góða helgi" á íslensku (danirnir líka) :)
Klukkan tvö fór ég svo á nuddnámsekið sem stóð til klukkan 9 í kvöld. Og á morgun byrja ég aftur á námskeiðinu klukkan hálf 10 og stendur það til 12. Svo er stefnan tekin beint niður í bæ þar sem ég ætla að hitta Oddnýju og stelpurnar og við ætlum að reyna að finna afmælisgjöf handa Sæju systur áður en við þurfum að fara heim til að ná handboltaleiknum :) Svo er stefnan bara tekin á handboltahelgi í Harlev :)
Ég bið ykkur bara að vera þæg og góð eins og ég þangað til ég skrifa næst
ekki drekka of mikið af bjór samt :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment