Sunday, 18 April 2010

Afmælisvika

Þá er enn ein vikan liðin :)

Ég byrjaði að æfa fótbolta með Risskov á mánudaginn. Þetta er ágætis lið og fínt að fá smá auka hreyfingu og meiri fótbolta :) Við æfum reyndar ekki nema tvisvar í viku og á möl, takk fyrir. Ég horfi á fótboltaskóna mína og græt næstum því, þetta fer svo illa með þá. En sem betur fer þá byrjum við á grasi vonandi í næstu eða þar næstu viku :)

Það gerðist svo sem ekkert rosalega merkilegt þessa vikuna nema það að ég lá bara mikið í sólbaði og hafði það huggulet :) Svo átti nú frú Vigdís Finnbogadóttir stórafmæli og einnig stalla hennar frú Margrét Þórhildur danadrottning :) ég verð nú að segja að þó að Vigdís sé nú 10 árum eldri en Dana drolla þá lítur hún svo miklu betur út. En í tilefni af afmæli Drottningarinnar þá hélt Oddný kaffiboð með vöfflum og þessari líka geðveikur marsköku :) Ekki slæmt að koma í sveitina og fá svona veitingar :)

En helgin hefur að mestu bara verið róleg, bara svona eins og ég vil hafa það :)

Í næstu viku eru svona íþróttadagar, þar sem koma fullt af nemendum úr öðrum svipuðum skólum og nemendur frá okkur fara annað ti að keppa í allskonar íþróttum. Boltaíþróttirnar fara fram hérna í Århus þannig að ég verð um kyrrt og keppi í fótbolta og blaki ef ég hef tíma til þess. Svo mér til mikillar gleði kemur Margrét Alda með sínum skóla til að keppa í fótbolta, svo við loksins hittumst :)

En ég held ég láti þetta duga í bili

Alla

p.s. tíminn líður ótrúlega hratt....ekki nema 50 dagar þangað til ég kem á eldfjallaeyjuna :)

1 comment:

  1. Ohh vá sammála með hvað tíminn líði hratt!

    xoxo,
    Anna Sólrún

    ReplyDelete