God dag :)
Det er onsdag i dag og jeg har laver mange ting.....nei ég get þetta ekki, allavega ekki alveg strax ;) En já eins og ég sagði þá er víst kominn miðvikudagur hér, vonandi hjá þér líka. En þessa vikuna hefur verið alveg brjálað að gera og verður það alveg fram á föstudag.
En svona til að gera þetta skipulega:
Þriðjudagur:
Ég byrjaði daginn á því að fara í morgunmat eins og venjulega og skellti mér svo á fyrstu blakæfinguna klukkan 8, sem var bara hressandi. Og eru ummerki um þá íþróttaiðkun báðum handleggjum þar sem ég er blá og marin og aum lang leiðina upp að olnboga ;) en það er bara hið besta mál :)
Eftir blakæfinguna var öllum skólanum skipt í 12 lið held ég og hvert lið fékk eitt þemaverkefni. Mitt lið fékk það þema að vera gamlir hermenn sem elska danska fánann og föðurlandið og eru rosalega stoltir af sínum afrekum. Þegar við vorum búin að koma okkur í lið settumst við niður og fórum að „brainstorma“. Eftir hádegismatinn var einhver fundur um skíðaferðina sem ég ætla ekki í, svo þeir sem ætla ekki í hana fóru út að skokka. Við skokkuðum smá hring um hverfið og kennarinn sem var með okkur sýndi okkur góða staði til að fara á til að hlaupa og hvar nálægustu verlsanirnar eru, og auðvitað var þetta bara mjög hressandi Svo fór dagurinn bara í það að búa til búninga og föndra byssur og fullt af dönskum fánum og fleira skemmtilegt ....ég var ekki búin í skólanum fyrr en um hálf 9 í gærkvöldi. Þegar Svava (sem er ein af okkur 5 íslendingunum hérna) var búin í skólanum klukkan svona hálf 10 þá tókum við okkur göngutúr í sjoppuna.....og það má segja að ég hafi nánast fengið hjartaáfall þegar ég reiknaði út hvað það kostaði í íslenskum peningum það sem ég var að kaupa! Þetta var AGALEGT! En jú fyrsti bjórinn í danaveldi rann ljúflega niður og ég braut fyrstu skólaregluna ;) Klöppum fyrir mér :D (Ég reyndar vissi það ekki fyrr en í morgun að það mætti ekki drekka á virkum dögum)
Miðvikudag:
Dagurinn í dag hefur að mestu farið í fundarhöld....ég átti mjög erfitt með að halda mér vakandi á kynningunum í morgun þar sem verið var að kynna hinar ýmsu greinar sem við getum valið Ég valdi mér að fara í eithvað sem heitir Multiart film. Þar lærir maður að búa til stuttmyndir og vinna með ljósmyndir í hinum ýmsu forritum :) Svo var farið í leiki eftir hádegið í einum íþróttasalnum. Svo var þessi fína söngstund þar sem sönghæfileikar mínir fengu að njóta sína, þar sem mörg af mínum uppáhalds lögum voru tekin ;)
En nú er ég víst að fara að hjóla í bíó (ohh ég er orðin svo dönsk) og ég vona bara að ég geti hjólað upp þessa einu brekku hérna í Árósum á leiðinni heim ;)
Med venlig hilsen
Alla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Skaðalheiður. Haltu þig á mottunni í guðs bænum. Farðu ekki að láta reka þig úr skólanum fyrir óspektir.
ReplyDeleteSys.
Ég skal gera mitt besta kæra systir :) Ég ætlaði nú ekki að brjóta neinar reglur og ætla ekki að gera það aftur, allavega ekki í bráð, en ég ákvað í gærkvöldi að ég gæti nú ekki verið þekkt fyrir það á íslandi að hafa verið hérna í DK í 3 daga og ekki fengið mér einn einasta bjór :D
ReplyDelete