Ætli það sé ekki vissara að henda inn eins og einu bloggi :)
Það fer að vera komin vika frá síðasta bloggi og ýmislegt hefur gerst á þeim tíma :)
Mánudagurinn var bara rólegur eins og venjulega, fór að lyfta fyrir hádegi og svo fótboltaæfing (innanhúss) eftir hádegi.
Þriðjudagurinn var aðeins skemmtilegri :) Ég og Svava skelltum okkur niður í bæ eftir skóla því nú var ég að renna út á tíma og varð að finna mér kjól fyrir þorrablótið. Það tókst og fór ég ánægð heim með poka úr Vero Moda :) Áður en við tókum strætó heim úr bænum fórum við og fengum okkur pizzu á stað sem heitir Mackie's Pizza. Þegar við komum þarna inn heyrðum við að tónlistin var spiluð frekar hátt og þarna voru ekki notuð nein hnífapör! Það var svo sem allt í lagi, við gátum sætt okkur við það :) Á meðan við biðum eftir pizzunum og horfðum í kringum okkur á veitingastaðnum er okkur litið á afgreiðsluborðið. Þar var eldri maður, sem ég reikna með að hafai verið eigandinn, og tvær stelpur sem vinna þarna. Önnur stelpan var eithvað að segja við manninn í gríni og hann þóttist verða frekar reiður, lyfti stelpunni upp á afgreiðsluborðið og RASSSKELLTI hana !! það er nú ekki öll sagan því næst hélt hann á henni inn í eldhús og hélt áfram að rassskella hana þar !! Þetta er líklega einn skrítnasti veitingastaður sem ég hef komið á ;)
Í gærkvöldi var svo fyrsta Live Café annarinnar. Þetta var bara meget gotd hjá þeim sem skipulögðu þetta. Pirates þema og fullt af skemmtilegum tónlistaratriðum :)
Í dag skellti ég mér aftur niður í bæ með Svövu og Helenu. Ég stóð mig enn betur í dag og keypti allt sem mig vantaði við kjólinn fyrir laugardaginn ;) Svo nú er ég bara tilbúin að fara á þorrablót.
Svo ætla ég að fara til Oddnýjar á morgun og vera hjá henni fram á miðvikudag því það verða svo fáir hérna út af skíðaferðinni sem er verið að fara í á morgun :)
Ég talaði svo við Arne (einn fótboltaþjálfarnn minn hérna í skólanum) og hann ætlar að reyna að koma mér og Svövu á æfingar hjá liði hérna rétt hjá :) Ég ætla rétt að vona að það séu betri æfingar þar en hérna í skólanum. Ég og Svava erum alltaf settar með stelpunum í hóp, sem er svo sem ekki skrítið, en flestar af þessum stelpum hafa greinilega ekki mikið æft fótbolta og eru ekki að einbeita sér að þessu eins og ég vil gera, og það fer virkilega í taugarnar á mér.
En nú þarf ég að fara að máta dressið fyrir laugardaginn og svo er stefnan tekin á vídjó kvöld :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment