Monday, 18 January 2010

Síðustu dagar....

Fimmtudagur:

Það má segja að þetta hafi vægast sagt verið kaldur dagur...
Hann byrjaði á mjög kaldri fótboltaæfingu, en það lagaðist nú þegar maður fór að hreyfa sig og sýna takta ;) Svo var nú ekki tími til að gera neitt nema hendast í mörg lög af hlýjum fötum og hlaupa út í rútu. Ferðinni var heitið niður í bæ þar sem öll lið fengu poka með allskonar „missjónum“ sem þau áttu að leysa :) þetta gekk bara ótrúlega vel hjá mínu liði fannst mér, en svo þegar niðurstöður úr keppninni komu í kvöld þá töpuðum við víst ;) en það er allt í lagi...
Ég gerði annars einn mjög skemmtilegann hlut í dag, undarlegann reyndar og var þetta nyt oplevelse for mig:) ég stóð fyrir utan Salling (stór verslunarmiðstöð þar sem ég er venjulega klifjuð pokum úr H&M og fleiri góðum búðum) og ég var í svörtum ruslapoka, að syngja og prjóna :D Þetta var vissulega nýtt fyrir mér en sannarlega mjög skemmtilegt ;)

Föstudagur:

Díses hvað það er erfitt að vakna alltaf svona klukkan 7, eins gott að það venjist :)
En þessi föstudagur hefur nú bara verið nokkuð rólegur. Ég fór á hörku blakæfingu í morgun og er eiginlega blá og marin út um allt á höndunum ;)
Kl. 10 hittist allur skólinn í einum íþróttasalnum og dansaði, ég dansaði við strák sem heitir Luka og er örugglega helmingi stærri en ég :D þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta gekk. Ég vorkenndi bara greyið drengnum því hann þurfti að beygja sig svo mikið....
Eftir þetta þá var okkur skipt niður í 3 hópa og hver hópur hafði einn íþróttasal. Hópurinn minn byrjaði í körfubolta og voru 6 lið, og mér leið bara eins og ég væri ótrúlega góð í körfubolta (sem ég reyndar er, leið bara eins og ég væri betri) því almenningur í Danmörku er ekkert rosalega góður í þessari íþrótta og fannst fólki ótrúlega flott þegar ég skaut tveggja stiga skotum og hitti, sem var eiginlega alltaf :D þetta var ekki einu sinni 3ja stiga rainbower eins og í grindavík í haust ;)
Um kvöldið var svo full dagskrá fram á nótt. Við byrjuðum á að fara í mat þar sem að kennararnir þjónuðu okkur til borðs og buðu upp á áfengi (eithvað sem ég gæti alveg vanist). Svo var cirkus eftir matinn, þar sem kennararnir fóru á kostum. Eftir þetta héldu allir út í Aktiviteshallen og þar dönsuðum við hæll tá hæll tá og masseruðum ;) fílaði mig eins og ég væri aftur komin í danstíma til Ásrúnar í Andakílsskóla ;) Þegar við vorum búin að sprikla smá þá var bara brjálað partý í skólanum eithvað fram á nótt, þar sem kennararnir voru með bar og djömmuðu með okkur :D Partýin héldu svo áfram á vistinni langt fram eftir nóttu ...

Laugardagur:

Ég vaknaði ótrúlega spræk klukkan 9 í morgun ;) pakkaði smá niður og skellti mér í morgunmat, svo klukkan 10 rölti ég út í strætóskýli til að vera örugglega komin þegar fyrsta ferðin þar sem ég fer ein í strætó í DK ætti að hefjast ;) Þessi strætóferð gekk eins og í sögu og var ég mætt til Oddnýjar um klukkutíma síðar. Ég þurfti meira að segja að skipta um strætó og allt :D ótrúlega dugleg, litla sveitastelpan í stórborginni ;) Svo dunduðum við okkur bara hérna heima hjá Oddnýju og við stelpurnar 5 skelltum okkur í City Vest til að versla í kvöldmatinn og skoða aðeins í búðir... Svo hef ég bara verið að dunda mér hérna í Harlev við að taka til og fleira skemmtilegt. Við erum svo einar heima núna frænkurnar, nema Elín Rós fór með mömmu sinni.

Sunnudagur:

Dagurinn fór aðallega í það hjá okkur systrum að taka niður jólaskraut og reyna að taka til, en ég held að við höfum bara gert meira drasl ;)

Mánudagur:

Dagurinn í dag hófst með fyrirlestrum um íþróttir, hvernig maður á að borða og hvernig skólinn er í rauninni....því hann hefur einkennst af bílaþjófum og hnífstungumönnum síðustu vikuna :O en þannig er mál með vexti að það var einn nemandi svo óheppinn að stinga borgarstjórann í lærið með hníf (alveg óvart) og á föstudags eða laugardagskvöldið stal ein stelpa leigubíl hérna í borginni og keyrði hraðast á 180 km/h þangað til hún missti stjórn á honum og lenti í árekstri....þetta er nú meiri borgin sem ég er komin í, litla saklausa sveitastelpan ;) Þessa stundina er ég í Harlev þar sem ég eldaði kvöldmat handa mæðgunum og mér, með smá hjálp frá Oddnýju og er núna að passa eldri prinsessurnar tvær ;) það er nú meiri lúxusinn, þær farnar að sofa og ég horfi bara á medical night í sjónvarpinu og hef það kósý ;)
Ég reyni svo að skrifa hérna meira síðar, og endilega látið vita af ykkur hér, alltaf gaman að sjá comment ;)

No comments:

Post a Comment