Friday, 22 January 2010

Vikan sem leið hraðar en ég bjóst við :)

Ég verð nú að viðurkenna að ég man ekki alveg allt sem ég gerði í þessari viku, en dagarnir voru flestir mjög svipaðir bara og vikan leið alveg ótrúlega hratt :) Það vottaði fyrir aðeins meiri þreytu þessa vikuna heldur en fyrstu vikuna þar sem þetta var fyrsta venjulega vikan.
Ég ákvað það þessa vikuna að hætta að borða nammi (nema á laugardögum) ;)
Smá svekkelsi gerði vart við sig hjá okkur íslendingunum þessa vikuna, líklega eins og hjá flestum íslendingum, þegar landsliðið gerði tvö jafntefli á einhvern óskiljanlegann hátt :O En það er lítið við því að gera annað en að mæta dönunum að krafti á morgun, og ég verð að segja að það er mikil eftirvænting eftir þessum leik hérna :)
Ég er komin til fjölskyldunnar í Harlev og ætla að eiga kósý helgi hérna :)
Þessa stundina sit ég með hvítvínsglas mér við hlið og ræði við Önnu Heiðu og fleiri um djamm gærkvöldsins og fæ slúður af Hvanneyrinni ;)
En ég held ég láti þetta gott heita í kvöld og ætla að vona að ég fái að fara í fótboltaferð til Hollands með skólanum :)
Kv. Alla og mr. White

No comments:

Post a Comment