Hvar er góða veðrið sem á alltaf að vera hérna í DK? helvítis rigning hérna og skíta kuldi !
En það hefur nú eithvað gerst hjá mér síðan ég lét heyra í mér síðast. Ótrúlegt en satt þá kom ógeðslega gott veður hérna í þar síðustu viku, 25 stiga hiti og sól, og ég íslendingurinn varð náttúrulega svo æst í sólina að ég skaðbrann á fyrsta degi :P en ég lét það nú ekki stoppa mig og ég hélt áfram að liggja í sólbaði eins og ég gat :) En um síðustu helgi var svo Gala-veisla í skólanum, þar sem við fengum rosa góðan mat (fyrir utan helvítis hrognin), fórum í myndatöku, horfðum á úrslitaleikinn í meistaradeildinni, og drukkum og höfðum gaman :) Á sunnudeginum skellt ég mér í Tivoli Friheden hérna í Århus ásamt Oddnýju, Ásrúnu Öddu, Þóru Kristínu, Elínu Rós, Hröbbu, Katrínu, Herdísi og Arndísi :) ótrúlega gaman í góðu veðri :) Svo á mánudaginn höfðum við það bara kósý hérna heima og gerðum eithvað lítið. Á þriðjudaginn byrjaði svo "sommer skolen" þar sem ég er að spila tennis. Ég sem sagt spila tennis þrisvar sinnum á þessum tveim vikum sem þetta er. Á þriðjudaginn spiluðum við öll Cricket og var okkur skipt í lið og hvert lið valdi sér hvernig það ætlaði að vera klætt og þess háttar. Á miðvikudaginn fórum við svo í team meating heim til team kennarans okkar þar sem við elduðum pizzu og höfðum það bara kósý úti í garði :) eftir hádegið var fyrsta tennis æfingin og þó ég segi sjálf frá þá var ég bara nokkuð góð í þessari íþrótt :) á fimmtudaginn fórum við svo í ferðalag norður í land :) Við keyrðum áleiðis til Álaborgar og á leiðinni stoppuðum við á hinum og þessum stöðum, skoðuðum gamla krá, fórum í göngutúr í einhverjum skógi og stoppuðum svo á einhverjum stað rétt hjá Álaborg þar sem Morten kokkur kom og grillaði fyrir okkur og við spiluðum fótbolta golf á meðan og lágum í sólbaði og höfðum það kósý :) Við enduðum svo daginn á því að fara til Álaborgar á landsleik Danmerkur og Senegal. Á föstudaginn voru svo haldnir mini OL þar sem við kepptum í allskonar þrautum.
Helgin hefur svo bara verið tekin í rólegheit hérna í sveitinni, með smá eurovision partýi í gærkvöldi og kosningavöku til ca. 3 í nótt :) Svo tekur bara við síðasta vikan hérna í DK :O
Rosalega er tíminn fljótur að líða !
Ætli þetta sé síðasta bloggið héðan ? Sjáum til !
en þetta er allavega orðið ágætt í bili :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment