Það er alveg brjálað að gera hérna í Århus city! Tíminn líður óskaplega hratt eins og venjulega og það eru ekki nema 3 vikur þangað til ég fer til Hollands og Þýskalands í fótboltaferð :)
En það er víst kominn fimmtudagur aftur og ýmislegt hefur drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég eyddi allri síðustu viku í sveitinni (Harlev) hjá Oddnýju og Stefáni og ég hafði það vægast sagt mjög gott þar. Á laugardaginn síðasta fór ég með Stefáni og 5 íslensku konum héðan úr Århus til Álaborgar að vinna á þorrablóti íslendingafélagsins þar. Við lögðum af stað klukkan 4 á laugardaginn og komum heim klukkan 6 á sunnudagsmorgun :) Þetta var hin ágætasta skemmtun, ég sá um að hita upp uppstúfinn og kartöflurnar ásamt því að skera brauð og vaska upp og ganga frá. Við Sibba stóðum okkur með mikilli prýði í þessum verkefnum og verðlaunuðum okkur með því að drekka frítt á barnum :) En það var nú ekkert gaman að drekka frítt á barnum því það hafði engin áhrif, við unnum svo mikið að við fundum aldrei á okkur :p En sunnudagurinn var ansi þreyttur dagur. Oddný bakaði bollur í tilefni bolludagsins og fastelavn. Amma Þóra (mamma Stefáns) kom til Danmerkur á föstudagskvöldið við mikla gleði allra, sérstaklega Ásrúnar Öddu og Þóru Kristínar. Þessi vika hefur bara gengið nokkuð venjulega fyrir sig. Á mánudagskvöldið tókum við íslensku stelpurnar vídeó kvöld og sofnuðum allar yfir myndinni ;) Á þriðjudaginn fór ég með Oddnýju,Þóru, Ásrúnu, Þóru yngri og Elínu Rós í Bilka og eyddum við mjööög löngum tíma þar :) fengum okkur að borða og vorum bara að slæpast. Ég átti skype date við Áslaugu sem er í Lúxemborg á þriðjudagskvöldið og ég held að við höfum talað saman í rúman klukkutíma. Svo horfði ég auðvitað á AC Milan Vs. Man Utd og tók einn pool leik :) Í gærkvöldi (miðvikudagskvöld) voru tónleikar í skólanum þar sem komu fram þrír solo-istar og ein hljómsveit. Þetta voru bara fínustu tónleikar. Dagurinn í dag byrjaði ótrúlega vel. Ég fékk að leggja mig aftur eftir morgunmat því ég þurfti ekki að mæta á æfingu fyrr en hálf 10. Æfingin byrjaði líka ótrúlega vel og ég var alveg að meikaða þangað til ég tognaði í lærinu. Þannig að nú sit ég bara upp á herbergi með kælipoka á lærinu og bíð eftir hádegismat. Ég hugsa að ég taki mér frí frá blakæfingu í fyrramálið svo ég geti verið klár þegar ég byrja að æfa með liði hérna í Århus í næstu viku vonandi :)
En ég held ég láti þetta duga í bili. Endilega látið mig vita ef þið viljið koma út á GusGus tónleika á föstudaginn eftir viku ;) Og endilega commentið eithvað skemmtilegt hérna.
kv. Alla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
er ekki frá því að þú lifir mest spennandi lífi ever! og að bara í bilka :O öfund!!!! en jah bölvað vesen á þessu læri :-O þetta verður fjótt að koma til ;)
ReplyDeleteKv. Ásdís
ég reyndi og reyndi að kommentera á fyrstu bloggin þin en það gékk ekki. Pabbi þinn gerir ekki annað en að ath hvort þú er ekki búin að skrifa eitthvað skemmtilegt. Gott að heyra að allt gengur vel.
ReplyDeletekveðja mamma.
Já ég þurfti að breyta stillingum svo að það væri hægt að commenta hér :)
ReplyDeleteÞað er nú gott að hann fylgist með mér ;)
Alla