Jæja ég held að það sé kominn tími til að láta aðeins heyra í mér!
Þetta blogg er fyrir hann föður minn, hann reyndar nýtur þess væntanlega ekki mikið þar sem hann veit flest af því sem verður skrifað hér ;)
En það hefur nú kannski ekki mikið merkilegt gerst hjá mér en þó eithvað :)
Ég fór í partý um daginn í skólanum og eyddi svo sunnudeginum í það að horfa á Baywatch ;) afhverju var ég ekki búin að redda mér þessum þáttum fyrr :p Næstu dagar voru nú bara ósköp venjulegir nema það að ég hélt áfram að horfa á Baywatch :D
Mamma og pabbi, Andrés og Sæja komu í heimsókn á föstudaginn síðasta og er ég bara búin að hafa það ósköp notalegt síðan þau komu. við skelltum okkur öll stórfjölskyldan saman í bústað á Hvide Sande á miðvikudaginn og vorum fram á laugardag :) Við notuðum tímann í bústaðnum bara til að keyra um og skoða, fara í göngutúra og horfa á DVD og spila :) sem sagt bara rosalega kósý dagar :) En nú er víst kominn páskadagur sem þýðir að þau eru öll að fara heim til íslands í kvöld. Ég verð nú að viðurkenna að það vottar fyrir smá löngun til að fara með þeim ;) en það eru nú ekki nema 64 dagar þangað til ég flýg heim á klakann :D
Svo hefst skólinn á ný á þriðjudaginn og ég held að það verði nú ansi erfitt að koma sér af stað aftur, en það hefst vonandi á endanum :)
Svo er bara mánuður í að Anna Heiða láti sjá sig í landi okkar Margrétar Þórhildar og þá verður sko gaman ;)
Ég er farin að borða páskaeggið mitt ;)
Heyri í ykkur síðar !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment