Friday, 29 January 2010

Vikan sem hvarf án þess að ég vissi af :)

Vegna mikillar pressu síðustu mínúturnar hef ég ákveðið að henda inn eins og einu bloggi :)
Það hefur nú kannski ekki margt sérstakt gerst hjá mér síðustu vikuna, en ég reyni að týna það helsta til.
Ég eyddi síðustu helgi heima hjá Oddnýju og Co í Harlev við gott yfirlæti :) Fór í matarboð og handboltapartý hjá Dikku og Gauja, vinafólki Oddnýjar og Stefáns. Þar var sko mikið fjör og mikið gaman (nóg af hvítvíni) ;)
Á laugardaginn skellti ég mér líka í sund með Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu og á meðan sátu mamman og Elín Rós á bakkanum og horfðu á.
Ég þurfti svo ekki að mæta í skólann fyrr en hálf 10 á mánudagsmorguninn þannig að Oddný skutlaði mér bara þá um morguninn.
Þessi vika gekk nokkuð venjulega fyrir sig nema náttúrulega það að eins og allir vita voru handboltaleikir 3 daga þessarar viku og þeir dagar voru þar af leiðandi alveg bókaðir.
Á miðvikudaginn var einhver hátíð í skólanum. Eins og ég var búin að segja áður er búið að skipta okkur öllum í lið og nú átti hvert lið að vera með 3 atriði fyrir skólann. mitt lið gerði leikrit, bjó til lag og bjó til stuttmynd. Ég sem sagt fór upp á svið og lék fyrir allan skólann og talaði meira að segja dönsku fyrir framan alla og söng líka á dönsku fyrir alla ;) Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir það að vilja koma fram á sviði án þess að vera undir áhrifum áfengis, en í þetta skiptið gerði ég það og skemmti mér líka svona vel :)
Á fimmtudaginn var eins og áður segir landsleikurinn á móti Norðmönnum og auðvitað unnum við, en ekki hvað (ég var nú einu sinni í landsliðsbúningnum). Um kvöldið skelltum við íslensku stelpurnar þrjár okkur niður í bæ. Við ætluðum að fara á tónleika á litlu kaffihúsi og fundum það eins og skot. En þar sem við vorum svoldið snemma í því ákváðum við að rölta um og finna okkur svo kaffihús þar sem Dana leikurinn var sýndur. Við komum okkur fyrir með okkar kaffi og kakó einhvernstaðar úti í horni og ég verð nú að viðurkenna að við glottum nú þegar Danirnir töpuðu ;) Svo fannst okkur nú vera kominn tími til að finna hitt kaffihúsið, þar sem tónleikarnir áttu að vera. Við röltum af stað og töldum okkur nú vita hvert við værum að fara, en svo uppgötvuðum við að við vorum búnar að labba hring og ekkert bólaði á kaffihúsinu :O við stóðum eins og hálfvitar á einhverju götuhorni og snérumst í hringi, svo eftir mikið þras ákváðum við að labba eina götuna, og viti menn var ekki kaffihúsið þar :D En okkur til mikils ama var allt troðfullt þannig að við þurftum að standa við barinn (sem var ekki verra) í miklum þrengslum. en það góða við þetta allt saman að það var ennþá styttra í bjórinn fyrir okkur :)
Svo drifum við okkur bara út í strætóskýli þegar tónleikarnir voru búnir og biðum spakar eftir strætó, nema ég hringdi eitt símtal til Íslands þar sem mannskapurinn var að skemmta sér á Kollunni.
Í dag var langur skóladagur. Það var Go' weekend klukkan eitt eins og alla föstudaga og vorum við íslendingarnir kallaðir upp á svið af því að landsliðið okkar er svo gott í handbolta ;) Svo voru allir látnir öskra tvisvar sinnum "Góða helgi" á íslensku (danirnir líka) :)
Klukkan tvö fór ég svo á nuddnámsekið sem stóð til klukkan 9 í kvöld. Og á morgun byrja ég aftur á námskeiðinu klukkan hálf 10 og stendur það til 12. Svo er stefnan tekin beint niður í bæ þar sem ég ætla að hitta Oddnýju og stelpurnar og við ætlum að reyna að finna afmælisgjöf handa Sæju systur áður en við þurfum að fara heim til að ná handboltaleiknum :) Svo er stefnan bara tekin á handboltahelgi í Harlev :)

Ég bið ykkur bara að vera þæg og góð eins og ég þangað til ég skrifa næst
ekki drekka of mikið af bjór samt :)

Friday, 22 January 2010

Vikan sem leið hraðar en ég bjóst við :)

Ég verð nú að viðurkenna að ég man ekki alveg allt sem ég gerði í þessari viku, en dagarnir voru flestir mjög svipaðir bara og vikan leið alveg ótrúlega hratt :) Það vottaði fyrir aðeins meiri þreytu þessa vikuna heldur en fyrstu vikuna þar sem þetta var fyrsta venjulega vikan.
Ég ákvað það þessa vikuna að hætta að borða nammi (nema á laugardögum) ;)
Smá svekkelsi gerði vart við sig hjá okkur íslendingunum þessa vikuna, líklega eins og hjá flestum íslendingum, þegar landsliðið gerði tvö jafntefli á einhvern óskiljanlegann hátt :O En það er lítið við því að gera annað en að mæta dönunum að krafti á morgun, og ég verð að segja að það er mikil eftirvænting eftir þessum leik hérna :)
Ég er komin til fjölskyldunnar í Harlev og ætla að eiga kósý helgi hérna :)
Þessa stundina sit ég með hvítvínsglas mér við hlið og ræði við Önnu Heiðu og fleiri um djamm gærkvöldsins og fæ slúður af Hvanneyrinni ;)
En ég held ég láti þetta gott heita í kvöld og ætla að vona að ég fái að fara í fótboltaferð til Hollands með skólanum :)
Kv. Alla og mr. White

Monday, 18 January 2010

Síðustu dagar....

Fimmtudagur:

Það má segja að þetta hafi vægast sagt verið kaldur dagur...
Hann byrjaði á mjög kaldri fótboltaæfingu, en það lagaðist nú þegar maður fór að hreyfa sig og sýna takta ;) Svo var nú ekki tími til að gera neitt nema hendast í mörg lög af hlýjum fötum og hlaupa út í rútu. Ferðinni var heitið niður í bæ þar sem öll lið fengu poka með allskonar „missjónum“ sem þau áttu að leysa :) þetta gekk bara ótrúlega vel hjá mínu liði fannst mér, en svo þegar niðurstöður úr keppninni komu í kvöld þá töpuðum við víst ;) en það er allt í lagi...
Ég gerði annars einn mjög skemmtilegann hlut í dag, undarlegann reyndar og var þetta nyt oplevelse for mig:) ég stóð fyrir utan Salling (stór verslunarmiðstöð þar sem ég er venjulega klifjuð pokum úr H&M og fleiri góðum búðum) og ég var í svörtum ruslapoka, að syngja og prjóna :D Þetta var vissulega nýtt fyrir mér en sannarlega mjög skemmtilegt ;)

Föstudagur:

Díses hvað það er erfitt að vakna alltaf svona klukkan 7, eins gott að það venjist :)
En þessi föstudagur hefur nú bara verið nokkuð rólegur. Ég fór á hörku blakæfingu í morgun og er eiginlega blá og marin út um allt á höndunum ;)
Kl. 10 hittist allur skólinn í einum íþróttasalnum og dansaði, ég dansaði við strák sem heitir Luka og er örugglega helmingi stærri en ég :D þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta gekk. Ég vorkenndi bara greyið drengnum því hann þurfti að beygja sig svo mikið....
Eftir þetta þá var okkur skipt niður í 3 hópa og hver hópur hafði einn íþróttasal. Hópurinn minn byrjaði í körfubolta og voru 6 lið, og mér leið bara eins og ég væri ótrúlega góð í körfubolta (sem ég reyndar er, leið bara eins og ég væri betri) því almenningur í Danmörku er ekkert rosalega góður í þessari íþrótta og fannst fólki ótrúlega flott þegar ég skaut tveggja stiga skotum og hitti, sem var eiginlega alltaf :D þetta var ekki einu sinni 3ja stiga rainbower eins og í grindavík í haust ;)
Um kvöldið var svo full dagskrá fram á nótt. Við byrjuðum á að fara í mat þar sem að kennararnir þjónuðu okkur til borðs og buðu upp á áfengi (eithvað sem ég gæti alveg vanist). Svo var cirkus eftir matinn, þar sem kennararnir fóru á kostum. Eftir þetta héldu allir út í Aktiviteshallen og þar dönsuðum við hæll tá hæll tá og masseruðum ;) fílaði mig eins og ég væri aftur komin í danstíma til Ásrúnar í Andakílsskóla ;) Þegar við vorum búin að sprikla smá þá var bara brjálað partý í skólanum eithvað fram á nótt, þar sem kennararnir voru með bar og djömmuðu með okkur :D Partýin héldu svo áfram á vistinni langt fram eftir nóttu ...

Laugardagur:

Ég vaknaði ótrúlega spræk klukkan 9 í morgun ;) pakkaði smá niður og skellti mér í morgunmat, svo klukkan 10 rölti ég út í strætóskýli til að vera örugglega komin þegar fyrsta ferðin þar sem ég fer ein í strætó í DK ætti að hefjast ;) Þessi strætóferð gekk eins og í sögu og var ég mætt til Oddnýjar um klukkutíma síðar. Ég þurfti meira að segja að skipta um strætó og allt :D ótrúlega dugleg, litla sveitastelpan í stórborginni ;) Svo dunduðum við okkur bara hérna heima hjá Oddnýju og við stelpurnar 5 skelltum okkur í City Vest til að versla í kvöldmatinn og skoða aðeins í búðir... Svo hef ég bara verið að dunda mér hérna í Harlev við að taka til og fleira skemmtilegt. Við erum svo einar heima núna frænkurnar, nema Elín Rós fór með mömmu sinni.

Sunnudagur:

Dagurinn fór aðallega í það hjá okkur systrum að taka niður jólaskraut og reyna að taka til, en ég held að við höfum bara gert meira drasl ;)

Mánudagur:

Dagurinn í dag hófst með fyrirlestrum um íþróttir, hvernig maður á að borða og hvernig skólinn er í rauninni....því hann hefur einkennst af bílaþjófum og hnífstungumönnum síðustu vikuna :O en þannig er mál með vexti að það var einn nemandi svo óheppinn að stinga borgarstjórann í lærið með hníf (alveg óvart) og á föstudags eða laugardagskvöldið stal ein stelpa leigubíl hérna í borginni og keyrði hraðast á 180 km/h þangað til hún missti stjórn á honum og lenti í árekstri....þetta er nú meiri borgin sem ég er komin í, litla saklausa sveitastelpan ;) Þessa stundina er ég í Harlev þar sem ég eldaði kvöldmat handa mæðgunum og mér, með smá hjálp frá Oddnýju og er núna að passa eldri prinsessurnar tvær ;) það er nú meiri lúxusinn, þær farnar að sofa og ég horfi bara á medical night í sjónvarpinu og hef það kósý ;)
Ég reyni svo að skrifa hérna meira síðar, og endilega látið vita af ykkur hér, alltaf gaman að sjá comment ;)

Wednesday, 13 January 2010

Reglubrjótur og söngvari :)

God dag :)

Det er onsdag i dag og jeg har laver mange ting.....nei ég get þetta ekki, allavega ekki alveg strax ;) En já eins og ég sagði þá er víst kominn miðvikudagur hér, vonandi hjá þér líka. En þessa vikuna hefur verið alveg brjálað að gera og verður það alveg fram á föstudag.

En svona til að gera þetta skipulega:

Þriðjudagur:
Ég byrjaði daginn á því að fara í morgunmat eins og venjulega og skellti mér svo á fyrstu blakæfinguna klukkan 8, sem var bara hressandi. Og eru ummerki um þá íþróttaiðkun báðum handleggjum þar sem ég er blá og marin og aum lang leiðina upp að olnboga ;) en það er bara hið besta mál :)
Eftir blakæfinguna var öllum skólanum skipt í 12 lið held ég og hvert lið fékk eitt þemaverkefni. Mitt lið fékk það þema að vera gamlir hermenn sem elska danska fánann og föðurlandið og eru rosalega stoltir af sínum afrekum. Þegar við vorum búin að koma okkur í lið settumst við niður og fórum að „brainstorma“. Eftir hádegismatinn var einhver fundur um skíðaferðina sem ég ætla ekki í, svo þeir sem ætla ekki í hana fóru út að skokka. Við skokkuðum smá hring um hverfið og kennarinn sem var með okkur sýndi okkur góða staði til að fara á til að hlaupa og hvar nálægustu verlsanirnar eru, og auðvitað var þetta bara mjög hressandi  Svo fór dagurinn bara í það að búa til búninga og föndra byssur og fullt af dönskum fánum og fleira skemmtilegt ....ég var ekki búin í skólanum fyrr en um hálf 9 í gærkvöldi. Þegar Svava (sem er ein af okkur 5 íslendingunum hérna) var búin í skólanum klukkan svona hálf 10 þá tókum við okkur göngutúr í sjoppuna.....og það má segja að ég hafi nánast fengið hjartaáfall þegar ég reiknaði út hvað það kostaði í íslenskum peningum það sem ég var að kaupa! Þetta var AGALEGT! En jú fyrsti bjórinn í danaveldi rann ljúflega niður og ég braut fyrstu skólaregluna ;) Klöppum fyrir mér :D (Ég reyndar vissi það ekki fyrr en í morgun að það mætti ekki drekka á virkum dögum)

Miðvikudag:
Dagurinn í dag hefur að mestu farið í fundarhöld....ég átti mjög erfitt með að halda mér vakandi á kynningunum í morgun þar sem verið var að kynna hinar ýmsu greinar sem við getum valið  Ég valdi mér að fara í eithvað sem heitir Multiart film. Þar lærir maður að búa til stuttmyndir og vinna með ljósmyndir í hinum ýmsu forritum :) Svo var farið í leiki eftir hádegið í einum íþróttasalnum. Svo var þessi fína söngstund þar sem sönghæfileikar mínir fengu að njóta sína, þar sem mörg af mínum uppáhalds lögum voru tekin ;)
En nú er ég víst að fara að hjóla í bíó (ohh ég er orðin svo dönsk) og ég vona bara að ég geti hjólað upp þessa einu brekku hérna í Árósum á leiðinni heim ;)

Med venlig hilsen
Alla

Monday, 11 January 2010

Fyrsti dagurinn í nýju landi

Jæja vegna fjölda áskorana...Hrund! þá ákvað ég að stofna lítið blogg svona svo að fólk geti fylgst með mér :)
Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga en vonandi gef ég mér tíma til að segja ykkur öðru hverju hvað hefur á daga mína drifið...

Fyrsti dagurinn í Århus city hefur bara verið nokkuð góður.
Ég lenti í Köben um hálf 8 í gærkvöldi í þessum skítakulda. Svo var 2 og 1/2 tíma ferð til Århus. Ég gisti hjá Oddnýju og Co. fyrstu nóttina og fór svo bara í morgun og fann skólann og kom mér fyrir :) Hitti fullt af fólki og þar á meðal fjóra íslendinga.
Fyrsti dagurinn var nú bara ósköp rólegur og fyrir hádegi voru bara kynningar, þar sem við útlendingarnir sem ekki skiljum dönsku fullkomlega sitjum eins og vitleysingar með einhverja headphona á hausnum og hlustum á þetta allt saman á ensku :) ég heyrði aðallega í andardrætti þess sem þýddi í dag því greyið maðurinn andaði svo óskaplega hátt ;)
Eftir hádegið var haldið á fótboltaæfingu í snjó og kulda og má segja að fólk hafi reglulega dottið á hausinn vegna hálku....en það á ekki við um mig þar sem ég er nú svo stabíl og jarðbundin manneskja ;)
Ég lauk svo deginum bara með því að fá mér danskt símanúmer og fara í mat til Oddnýjar og Stefáns :)

læt nú heyra í mér síðar í vikunni þegar skólinn er kominn almenninlega af stað :)

Alla sem er að leka niður af þreytu ;)