Ef þetta er ekki tækifæri til að blogga þá veit ég ekki hvenær það er ;)
Ég ætla að byrja að segja aðeins frá helginni bara.
Á föstudaginn fór ég ásamt Oddnýju og stelpunum og ömmu Þóru í Legelandet þar sem við frænkurnar lékum okkur á fullu í hoppuköstulunum, og það er sko ekkert grín að elta Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu út um allt í þessa hoppu kastala :)
Svo var rosa góður matur ala Stefán á föstudagskvöldið því amma Þóra var að fara snemma á laugardagsmorgun. Á laugardaginn skellti ég mér í bíó með tvær eldri systurnar. Við fórum á Prinsessen og Frogen sem er alveg ágætis Disney teiknimynd. Bíó hérna í DK komu mér svoldið á óvart, ég ætlaði nú bara að kaupa smá popp og kók og keypti mér því miðstærð af poppi og kóki og lítið handa frænkum mínum, þegar ég fékk þetta í hendurnar var ég alveg viss um að afreiðslustúlkan hefði látið mig fá vitlaust því poppið mitt var á stærð við stórann popp heima og kókið líka og popp stelpnanna var jafn stórt og miðstærð heima. En nei þá eru svona 5 stærðir af poppi og kóki hérna í DK, það eru barna, lítill, mið, stór og súper :D Svo voru númerið sæti í bíó og það byrjaði að telja frá miðju, þannig að 1 var í miðjunni og svo komu sléttar tölur til hægri og oddatölur til vinstri :D
Þegar við komum heim úr bíóinu fórum við í heimsókn til Dikku og Gauja og enduðum þar í mat. í matinn fengum við humar í forrétt, kálfakjöt í aðalrétt og áfengi í eftirrétt ;) þetta var líklega einn besti matur sem ég hef borðað í langan tíma :) En áti helgarinnar var sko ekki lokið á sunnudaginn. Okkur var boðið í afmæli hjá Daníel litla og þar voru sko endalaust mikið af kökum. Þannig að þessi helgi hefur aðallega farið í át ;)
En þá að máli málanna....
Ég þurfti auðvitað að mæta í skólann í morgun (mánudag) en eins og venjulega þá ætlði Oddný bara að skutla mér í morgun. Ég vakna við það að Oddný kallar á mig að hún hafi ekki komist neitt (þegar hún ætlaði að skutla Stefáni í vinnuna) og hann hafi bara farið á bílnum. Ég rölti niður og leit út um gluggan og sé bara að það er allt á kafi í snjó...miklu meira heldur en þegar ég fór að sofa í gær. Ég fer bara niður og við Oddný erum að skoða færðina á vegum inn í Árósum. Á endanum er ákveðið að Hjörtur (vinur Oddnýjar og Stefáns) taki stelpurnar með í skólann um leið og hann keyrir sinn strák og ég ákveð að taka strætó klukkan korter í 8. Ég er komin í strætóinn og allt í góðu en svo þarf strætóinn að fara upp smá brekku hér í Harlev (ef brekku má kalla) og þarf að stoppa þar til að taka upp farþega. Svo ætlar bílstjórinn að fara af stað en kemst hvergi, strætóinn fer meira aftur á bak en áfram. Þá hófust margar tilraunir til að reyna að losa strætóinn en ekkert gekk, svo kom þarna annar strætó og bílstjórarnir skiptu, en ekkert gekk hjá hinum heldur og strætóinn (sem var svona gorma strætó) var búinn að loka götunni og komst hvergi :D Svo komu þarna menn á snjómoksturstækjum með sand og reyndu að sanda undir bílinn en ekkert gekk. þannig að við Oddný ákváðum að byðja Hjört bara að ná í mig og sjá svo til aðeins seinna í dag. Þannig að nú er ég veður tept í fyrsta skipti á ævinni líklega og það í Danmörku af öllum stöðum :D
En svo hringdi ég auðvitað í skólann og Oddný byrjaði að tala við konuna sem er á símanum sem vildi svo endilega fá að heyra í mér líka, svo vildi þessi kona endilega að ég myndi tala við Henrik skólastjóra bara til að segja hæ við hann og segja honum að það væri allt í lagi með mig :D Og það fyndna var að þau sögðu mér að vera ekkert að vera á ferðinni í dag heldur halda mig þar sem ég væri örugg :D Það er alveg greinilegt að danir eru ekki vanir svona miklu snjó, þetta er reyndar bara svona smá vetur, ekkert alvarlegt :D
Þannig að ég tók mér bara frí í dag og hefð það notalegt áfram í sveitinni :)
Kveðja héðan úr snjónum :D
Monday, 22 February 2010
Thursday, 18 February 2010
GusGus, Aalborg, tognun og almenn leiðindi!
Það er alveg brjálað að gera hérna í Århus city! Tíminn líður óskaplega hratt eins og venjulega og það eru ekki nema 3 vikur þangað til ég fer til Hollands og Þýskalands í fótboltaferð :)
En það er víst kominn fimmtudagur aftur og ýmislegt hefur drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég eyddi allri síðustu viku í sveitinni (Harlev) hjá Oddnýju og Stefáni og ég hafði það vægast sagt mjög gott þar. Á laugardaginn síðasta fór ég með Stefáni og 5 íslensku konum héðan úr Århus til Álaborgar að vinna á þorrablóti íslendingafélagsins þar. Við lögðum af stað klukkan 4 á laugardaginn og komum heim klukkan 6 á sunnudagsmorgun :) Þetta var hin ágætasta skemmtun, ég sá um að hita upp uppstúfinn og kartöflurnar ásamt því að skera brauð og vaska upp og ganga frá. Við Sibba stóðum okkur með mikilli prýði í þessum verkefnum og verðlaunuðum okkur með því að drekka frítt á barnum :) En það var nú ekkert gaman að drekka frítt á barnum því það hafði engin áhrif, við unnum svo mikið að við fundum aldrei á okkur :p En sunnudagurinn var ansi þreyttur dagur. Oddný bakaði bollur í tilefni bolludagsins og fastelavn. Amma Þóra (mamma Stefáns) kom til Danmerkur á föstudagskvöldið við mikla gleði allra, sérstaklega Ásrúnar Öddu og Þóru Kristínar. Þessi vika hefur bara gengið nokkuð venjulega fyrir sig. Á mánudagskvöldið tókum við íslensku stelpurnar vídeó kvöld og sofnuðum allar yfir myndinni ;) Á þriðjudaginn fór ég með Oddnýju,Þóru, Ásrúnu, Þóru yngri og Elínu Rós í Bilka og eyddum við mjööög löngum tíma þar :) fengum okkur að borða og vorum bara að slæpast. Ég átti skype date við Áslaugu sem er í Lúxemborg á þriðjudagskvöldið og ég held að við höfum talað saman í rúman klukkutíma. Svo horfði ég auðvitað á AC Milan Vs. Man Utd og tók einn pool leik :) Í gærkvöldi (miðvikudagskvöld) voru tónleikar í skólanum þar sem komu fram þrír solo-istar og ein hljómsveit. Þetta voru bara fínustu tónleikar. Dagurinn í dag byrjaði ótrúlega vel. Ég fékk að leggja mig aftur eftir morgunmat því ég þurfti ekki að mæta á æfingu fyrr en hálf 10. Æfingin byrjaði líka ótrúlega vel og ég var alveg að meikaða þangað til ég tognaði í lærinu. Þannig að nú sit ég bara upp á herbergi með kælipoka á lærinu og bíð eftir hádegismat. Ég hugsa að ég taki mér frí frá blakæfingu í fyrramálið svo ég geti verið klár þegar ég byrja að æfa með liði hérna í Århus í næstu viku vonandi :)
En ég held ég láti þetta duga í bili. Endilega látið mig vita ef þið viljið koma út á GusGus tónleika á föstudaginn eftir viku ;) Og endilega commentið eithvað skemmtilegt hérna.
kv. Alla
En það er víst kominn fimmtudagur aftur og ýmislegt hefur drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég eyddi allri síðustu viku í sveitinni (Harlev) hjá Oddnýju og Stefáni og ég hafði það vægast sagt mjög gott þar. Á laugardaginn síðasta fór ég með Stefáni og 5 íslensku konum héðan úr Århus til Álaborgar að vinna á þorrablóti íslendingafélagsins þar. Við lögðum af stað klukkan 4 á laugardaginn og komum heim klukkan 6 á sunnudagsmorgun :) Þetta var hin ágætasta skemmtun, ég sá um að hita upp uppstúfinn og kartöflurnar ásamt því að skera brauð og vaska upp og ganga frá. Við Sibba stóðum okkur með mikilli prýði í þessum verkefnum og verðlaunuðum okkur með því að drekka frítt á barnum :) En það var nú ekkert gaman að drekka frítt á barnum því það hafði engin áhrif, við unnum svo mikið að við fundum aldrei á okkur :p En sunnudagurinn var ansi þreyttur dagur. Oddný bakaði bollur í tilefni bolludagsins og fastelavn. Amma Þóra (mamma Stefáns) kom til Danmerkur á föstudagskvöldið við mikla gleði allra, sérstaklega Ásrúnar Öddu og Þóru Kristínar. Þessi vika hefur bara gengið nokkuð venjulega fyrir sig. Á mánudagskvöldið tókum við íslensku stelpurnar vídeó kvöld og sofnuðum allar yfir myndinni ;) Á þriðjudaginn fór ég með Oddnýju,Þóru, Ásrúnu, Þóru yngri og Elínu Rós í Bilka og eyddum við mjööög löngum tíma þar :) fengum okkur að borða og vorum bara að slæpast. Ég átti skype date við Áslaugu sem er í Lúxemborg á þriðjudagskvöldið og ég held að við höfum talað saman í rúman klukkutíma. Svo horfði ég auðvitað á AC Milan Vs. Man Utd og tók einn pool leik :) Í gærkvöldi (miðvikudagskvöld) voru tónleikar í skólanum þar sem komu fram þrír solo-istar og ein hljómsveit. Þetta voru bara fínustu tónleikar. Dagurinn í dag byrjaði ótrúlega vel. Ég fékk að leggja mig aftur eftir morgunmat því ég þurfti ekki að mæta á æfingu fyrr en hálf 10. Æfingin byrjaði líka ótrúlega vel og ég var alveg að meikaða þangað til ég tognaði í lærinu. Þannig að nú sit ég bara upp á herbergi með kælipoka á lærinu og bíð eftir hádegismat. Ég hugsa að ég taki mér frí frá blakæfingu í fyrramálið svo ég geti verið klár þegar ég byrja að æfa með liði hérna í Århus í næstu viku vonandi :)
En ég held ég láti þetta duga í bili. Endilega látið mig vita ef þið viljið koma út á GusGus tónleika á föstudaginn eftir viku ;) Og endilega commentið eithvað skemmtilegt hérna.
kv. Alla
Thursday, 11 February 2010
Þorrablót aldarinnar
Ég er ennþá á lífi, þrátt fyrir all svaðalegt Sálarball :)
Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá fór ég á Sálarball á laugardaginn. Undarlegt að fara á sitt fyrsta ball með Sálinni hérna í DK, en svona er lífið ;) Helgin byrjaði nú á því að ég tók strætó nr. 12 frá skólanum mínum og stefndi eithvað út í buskann. Ég er vön að taka þennan strætó á leið minni til Oddnýjar systur en í þetta skiptið þurfti ég að finna einhvern ákveðinn McDonalds stað rétt hjá einhverri verslunarmiðstöð og hoppa þar út. Ég hafði ekki hugmynd um hvert ég væri að fara eða hvar ég var. Þegar ég loksins náði í Oddnýju þá var strætóinn við það að stoppa á þeim stað sem ég átti að hoppa út svo ég spratt upp úr sætinu og stökk út :) Fór inn á þennan McDonalds stað og var að velta fyrir mér að kaupa mér einn hammara, en kunni ekki við það þar sem ég vissi ekki hvenær Stefán kæmi að sækja mig (og það var nú vissara að vera tilbúin því allt þurfti að gerast einn tveir og þrír þennan daginn). Ég beið nú samt í einhvern góðan hálftíma þarna og hefði líklega getað borðað 3 BigMac miðað við tímann sem ég hafði :) En svo eyddi ég það sem eftir var dagsinns niður á höfn í eldhúsi Eimskips, þar sem við Elín Rós höfðum það afskaplega gott í góðum félagsskap Sálarinnar hans Jóns míns og Bryndísar Ásmundsdóttur ;) Og nú getum við Elín Rós státað okkur af því að Stebbi Hilmars á mynd af okkur, en því miður eigum við enga mynd af honum ;)
Á laugardaginn var ég heima með tvær eldri systurnar fram að hádegi, og eyddum við morgninum í það að rölta út í búð og kaupa okkur bland í poka :) Eftir hádegið vorum í Eimskip að undirbúa þorrablótið. Síðan um kvöldið var þetta líka fína þorrablót og ég held ég hafi aldrei skemmt mér svona vel á þorrablóti :)
Sunnudagurinn var mjög töff dagur ;) ég lá í sófanum ALLAN daginn :) ég var ein heima því allir aðrir voru að ganga frá eftir þorrablótið en ég var skilin eftir heima (sem betur fer).
Nú er víst kominn fimmtudagur og hef ég ekki gert neitt gáfulegt þessa vikuna. Hef bara verið hérna heima hjá Oddnýju og Stefáni að hafa það kósý þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann þessa vikuna :) Ég afrekaði það nú samt að ná í frænkur mínar í skólann og að baka kanilsnúða í gær :) Svo er stefnan tekin á að taka til og þrífa herbergið mitt hérna á efri hæðinni í dag :)
Ég held ég láti þetta bara duga í bili og heyri í ykkur einhverntíman í næstu viku :)
P.s. Ég er búin að vera hérna í 32 daga og tíminn líður ótrúlega hratt hérna.
Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá fór ég á Sálarball á laugardaginn. Undarlegt að fara á sitt fyrsta ball með Sálinni hérna í DK, en svona er lífið ;) Helgin byrjaði nú á því að ég tók strætó nr. 12 frá skólanum mínum og stefndi eithvað út í buskann. Ég er vön að taka þennan strætó á leið minni til Oddnýjar systur en í þetta skiptið þurfti ég að finna einhvern ákveðinn McDonalds stað rétt hjá einhverri verslunarmiðstöð og hoppa þar út. Ég hafði ekki hugmynd um hvert ég væri að fara eða hvar ég var. Þegar ég loksins náði í Oddnýju þá var strætóinn við það að stoppa á þeim stað sem ég átti að hoppa út svo ég spratt upp úr sætinu og stökk út :) Fór inn á þennan McDonalds stað og var að velta fyrir mér að kaupa mér einn hammara, en kunni ekki við það þar sem ég vissi ekki hvenær Stefán kæmi að sækja mig (og það var nú vissara að vera tilbúin því allt þurfti að gerast einn tveir og þrír þennan daginn). Ég beið nú samt í einhvern góðan hálftíma þarna og hefði líklega getað borðað 3 BigMac miðað við tímann sem ég hafði :) En svo eyddi ég það sem eftir var dagsinns niður á höfn í eldhúsi Eimskips, þar sem við Elín Rós höfðum það afskaplega gott í góðum félagsskap Sálarinnar hans Jóns míns og Bryndísar Ásmundsdóttur ;) Og nú getum við Elín Rós státað okkur af því að Stebbi Hilmars á mynd af okkur, en því miður eigum við enga mynd af honum ;)
Á laugardaginn var ég heima með tvær eldri systurnar fram að hádegi, og eyddum við morgninum í það að rölta út í búð og kaupa okkur bland í poka :) Eftir hádegið vorum í Eimskip að undirbúa þorrablótið. Síðan um kvöldið var þetta líka fína þorrablót og ég held ég hafi aldrei skemmt mér svona vel á þorrablóti :)
Sunnudagurinn var mjög töff dagur ;) ég lá í sófanum ALLAN daginn :) ég var ein heima því allir aðrir voru að ganga frá eftir þorrablótið en ég var skilin eftir heima (sem betur fer).
Nú er víst kominn fimmtudagur og hef ég ekki gert neitt gáfulegt þessa vikuna. Hef bara verið hérna heima hjá Oddnýju og Stefáni að hafa það kósý þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann þessa vikuna :) Ég afrekaði það nú samt að ná í frænkur mínar í skólann og að baka kanilsnúða í gær :) Svo er stefnan tekin á að taka til og þrífa herbergið mitt hérna á efri hæðinni í dag :)
Ég held ég láti þetta bara duga í bili og heyri í ykkur einhverntíman í næstu viku :)
P.s. Ég er búin að vera hérna í 32 daga og tíminn líður ótrúlega hratt hérna.
Thursday, 4 February 2010
Það styttist í Sálina :)
Ætli það sé ekki vissara að henda inn eins og einu bloggi :)
Það fer að vera komin vika frá síðasta bloggi og ýmislegt hefur gerst á þeim tíma :)
Mánudagurinn var bara rólegur eins og venjulega, fór að lyfta fyrir hádegi og svo fótboltaæfing (innanhúss) eftir hádegi.
Þriðjudagurinn var aðeins skemmtilegri :) Ég og Svava skelltum okkur niður í bæ eftir skóla því nú var ég að renna út á tíma og varð að finna mér kjól fyrir þorrablótið. Það tókst og fór ég ánægð heim með poka úr Vero Moda :) Áður en við tókum strætó heim úr bænum fórum við og fengum okkur pizzu á stað sem heitir Mackie's Pizza. Þegar við komum þarna inn heyrðum við að tónlistin var spiluð frekar hátt og þarna voru ekki notuð nein hnífapör! Það var svo sem allt í lagi, við gátum sætt okkur við það :) Á meðan við biðum eftir pizzunum og horfðum í kringum okkur á veitingastaðnum er okkur litið á afgreiðsluborðið. Þar var eldri maður, sem ég reikna með að hafai verið eigandinn, og tvær stelpur sem vinna þarna. Önnur stelpan var eithvað að segja við manninn í gríni og hann þóttist verða frekar reiður, lyfti stelpunni upp á afgreiðsluborðið og RASSSKELLTI hana !! það er nú ekki öll sagan því næst hélt hann á henni inn í eldhús og hélt áfram að rassskella hana þar !! Þetta er líklega einn skrítnasti veitingastaður sem ég hef komið á ;)
Í gærkvöldi var svo fyrsta Live Café annarinnar. Þetta var bara meget gotd hjá þeim sem skipulögðu þetta. Pirates þema og fullt af skemmtilegum tónlistaratriðum :)
Í dag skellti ég mér aftur niður í bæ með Svövu og Helenu. Ég stóð mig enn betur í dag og keypti allt sem mig vantaði við kjólinn fyrir laugardaginn ;) Svo nú er ég bara tilbúin að fara á þorrablót.
Svo ætla ég að fara til Oddnýjar á morgun og vera hjá henni fram á miðvikudag því það verða svo fáir hérna út af skíðaferðinni sem er verið að fara í á morgun :)
Ég talaði svo við Arne (einn fótboltaþjálfarnn minn hérna í skólanum) og hann ætlar að reyna að koma mér og Svövu á æfingar hjá liði hérna rétt hjá :) Ég ætla rétt að vona að það séu betri æfingar þar en hérna í skólanum. Ég og Svava erum alltaf settar með stelpunum í hóp, sem er svo sem ekki skrítið, en flestar af þessum stelpum hafa greinilega ekki mikið æft fótbolta og eru ekki að einbeita sér að þessu eins og ég vil gera, og það fer virkilega í taugarnar á mér.
En nú þarf ég að fara að máta dressið fyrir laugardaginn og svo er stefnan tekin á vídjó kvöld :)
Það fer að vera komin vika frá síðasta bloggi og ýmislegt hefur gerst á þeim tíma :)
Mánudagurinn var bara rólegur eins og venjulega, fór að lyfta fyrir hádegi og svo fótboltaæfing (innanhúss) eftir hádegi.
Þriðjudagurinn var aðeins skemmtilegri :) Ég og Svava skelltum okkur niður í bæ eftir skóla því nú var ég að renna út á tíma og varð að finna mér kjól fyrir þorrablótið. Það tókst og fór ég ánægð heim með poka úr Vero Moda :) Áður en við tókum strætó heim úr bænum fórum við og fengum okkur pizzu á stað sem heitir Mackie's Pizza. Þegar við komum þarna inn heyrðum við að tónlistin var spiluð frekar hátt og þarna voru ekki notuð nein hnífapör! Það var svo sem allt í lagi, við gátum sætt okkur við það :) Á meðan við biðum eftir pizzunum og horfðum í kringum okkur á veitingastaðnum er okkur litið á afgreiðsluborðið. Þar var eldri maður, sem ég reikna með að hafai verið eigandinn, og tvær stelpur sem vinna þarna. Önnur stelpan var eithvað að segja við manninn í gríni og hann þóttist verða frekar reiður, lyfti stelpunni upp á afgreiðsluborðið og RASSSKELLTI hana !! það er nú ekki öll sagan því næst hélt hann á henni inn í eldhús og hélt áfram að rassskella hana þar !! Þetta er líklega einn skrítnasti veitingastaður sem ég hef komið á ;)
Í gærkvöldi var svo fyrsta Live Café annarinnar. Þetta var bara meget gotd hjá þeim sem skipulögðu þetta. Pirates þema og fullt af skemmtilegum tónlistaratriðum :)
Í dag skellti ég mér aftur niður í bæ með Svövu og Helenu. Ég stóð mig enn betur í dag og keypti allt sem mig vantaði við kjólinn fyrir laugardaginn ;) Svo nú er ég bara tilbúin að fara á þorrablót.
Svo ætla ég að fara til Oddnýjar á morgun og vera hjá henni fram á miðvikudag því það verða svo fáir hérna út af skíðaferðinni sem er verið að fara í á morgun :)
Ég talaði svo við Arne (einn fótboltaþjálfarnn minn hérna í skólanum) og hann ætlar að reyna að koma mér og Svövu á æfingar hjá liði hérna rétt hjá :) Ég ætla rétt að vona að það séu betri æfingar þar en hérna í skólanum. Ég og Svava erum alltaf settar með stelpunum í hóp, sem er svo sem ekki skrítið, en flestar af þessum stelpum hafa greinilega ekki mikið æft fótbolta og eru ekki að einbeita sér að þessu eins og ég vil gera, og það fer virkilega í taugarnar á mér.
En nú þarf ég að fara að máta dressið fyrir laugardaginn og svo er stefnan tekin á vídjó kvöld :)
Subscribe to:
Posts (Atom)