Sunday, 30 May 2010

Bara vika eftir :O

Hvar er góða veðrið sem á alltaf að vera hérna í DK? helvítis rigning hérna og skíta kuldi !

En það hefur nú eithvað gerst hjá mér síðan ég lét heyra í mér síðast. Ótrúlegt en satt þá kom ógeðslega gott veður hérna í þar síðustu viku, 25 stiga hiti og sól, og ég íslendingurinn varð náttúrulega svo æst í sólina að ég skaðbrann á fyrsta degi :P en ég lét það nú ekki stoppa mig og ég hélt áfram að liggja í sólbaði eins og ég gat :) En um síðustu helgi var svo Gala-veisla í skólanum, þar sem við fengum rosa góðan mat (fyrir utan helvítis hrognin), fórum í myndatöku, horfðum á úrslitaleikinn í meistaradeildinni, og drukkum og höfðum gaman :) Á sunnudeginum skellt ég mér í Tivoli Friheden hérna í Århus ásamt Oddnýju, Ásrúnu Öddu, Þóru Kristínu, Elínu Rós, Hröbbu, Katrínu, Herdísi og Arndísi :) ótrúlega gaman í góðu veðri :) Svo á mánudaginn höfðum við það bara kósý hérna heima og gerðum eithvað lítið. Á þriðjudaginn byrjaði svo "sommer skolen" þar sem ég er að spila tennis. Ég sem sagt spila tennis þrisvar sinnum á þessum tveim vikum sem þetta er. Á þriðjudaginn spiluðum við öll Cricket og var okkur skipt í lið og hvert lið valdi sér hvernig það ætlaði að vera klætt og þess háttar. Á miðvikudaginn fórum við svo í team meating heim til team kennarans okkar þar sem við elduðum pizzu og höfðum það bara kósý úti í garði :) eftir hádegið var fyrsta tennis æfingin og þó ég segi sjálf frá þá var ég bara nokkuð góð í þessari íþrótt :) á fimmtudaginn fórum við svo í ferðalag norður í land :) Við keyrðum áleiðis til Álaborgar og á leiðinni stoppuðum við á hinum og þessum stöðum, skoðuðum gamla krá, fórum í göngutúr í einhverjum skógi og stoppuðum svo á einhverjum stað rétt hjá Álaborg þar sem Morten kokkur kom og grillaði fyrir okkur og við spiluðum fótbolta golf á meðan og lágum í sólbaði og höfðum það kósý :) Við enduðum svo daginn á því að fara til Álaborgar á landsleik Danmerkur og Senegal. Á föstudaginn voru svo haldnir mini OL þar sem við kepptum í allskonar þrautum.
Helgin hefur svo bara verið tekin í rólegheit hérna í sveitinni, með smá eurovision partýi í gærkvöldi og kosningavöku til ca. 3 í nótt :) Svo tekur bara við síðasta vikan hérna í DK :O
Rosalega er tíminn fljótur að líða !
Ætli þetta sé síðasta bloggið héðan ? Sjáum til !

en þetta er allavega orðið ágætt í bili :)

Sunday, 16 May 2010

Vitlaust að gera :)

Ætlar þetta eldfjall aldrei að hætta að gjósa?
Það er eins gott að það trufli ekki flugið mitt 7. júní :)

Anna Heiða komst loksins til mín á sunnudagskvöldið eftir rúmlega sólarhrings töf vegna eldfjallsins. En hún kom til mín rúmlega 11 á sunnudagskvöld og auðvitað tók ég á móti henni á brautarstöðinni :) Það voru miklir fagnaðar fundir og ég gat eiginlega ekki tekið öðru vísi á móti henni en að bjóða henni upp á bjór, sem hún tók fegins hendi ;)
Við drifum okkur niður í skóla og fórum bara að sofa mjög fljótlega. Á mánudaginn var Anna Heiða kynnt fyrir skólanum og látin standa upp fyrir framan alla, henni til mikillar ánægju ;) Eftir skóla á mánudaginn skelltum við okkur niður í bæ í fyrsta verslunarleiðangur :) Á þriðjudaginn ætluðum við niður í bæ en vegna þess hversu lengi við vorum að baka brauð í skólanum þá ákváðum við frekar að hafa það kósý heima. Á miðvikudaginn fórum við strax eftir hádegi í rigningunni niður í bæ. Þar voru kortin vel straujuð og ég held að allir hafi komið bara þokkalega sáttir úr þeirri verslunarferð :)
Á miðvikudagskvöldið var ég að keppa í fótbolta hérna í Harlev með HIK og við unnum leikinn 3-0 þar sem ég lagði upp tvö mörk og skoraði eitt :) Eftir leikinn beið okkkar þessi fíni matur hérna hjá Stefáni þar sem ég, Anna Heiða, Oddný, Stefán, Sibba og María höfðum það notalegt með hvítvín og bjór :) Klukkan 2 um nóttina ákváðum ég, Anna Heiða og Sibba að skella okkur niður í bæ og tékka á mannskapnum :) Anna Heiða vitleysingur að hún tók ekki með sér neitt skilríki með kennitölu á, heldur bara visa kortið sitt, svo hún komst eiginlega ekki inn á neina bari, ekki fyrr en ég rétti henni kort með gamalli mynd af mér :) En þá vorum við svo heppnar að lenda inn á þessum fína bar, þar sem var spiluð tónlist með Beach boys, Johnny CAsh, Elvis og fleirum góðum :) Við röltum svo heim á leið um 5 leytið og gistum heima hjá Sibbu :)
Fimmtudagurinn var eiginlega bara tekinn í þynnku :) Horfðum á mynd og höfðum það kósý inn á herbergi. Seinnipartinn fórum við svo niður í bæ í smá túristaleik og tókum nokkrar myndir :) Fórum svo og fengum okkur að borða á Mackie's :) Eftir matinn fórum við í ísbúðina sem er í Veri Center, sem er rétt hjá skólanum.
Svo á föstudagsmorguninn var svo komið að kveðjustund og Anna Heiða yfirgaf mig klukkan 7 á föstudagsmorguninn. Fluginu hennar var svo seinkað þangað til klukkan 8 á laugardagskvöld svo Oddný hjálpaði okkur að finna gistiheimili handa henni í Köben og hún komst heilu og höldnu heim til sín í gærkvöldi :)
Í gær, laugardag, var svo IHÅ festival í skólanum :) Þetta er svona tónlistarhátíð þar sem komu tónlistarmenn frá USA, Íslandi, DK og fleiri stöðum til að spila. Svo um kvöldið var svaka partý og ótrúlega gaman :)
Svo í dag þá hef ég bara haft það kósý hérna í sveitinni og er þessa stundina að passa litlu prinsessurnar :)

Læt þetta duga í bili

p.s.
Ekki nema 22 dagar í íslandið :)

Saturday, 8 May 2010

Flugi aflýst, bólginn ökkli og dómgæsla !

Kannski kominn tími á smá blogg

Það hefur nú kannski ekki mikið skeð síðan ég bloggaði síðast. Það voru íþróttadagar í skólanum fyrir hálfum mánuði og ég var að keppa í fótbolta og tókst að misstíga mig þannig að ég var á hækjum í tvo daga. Ég nennti svo ekki að vera með hækjurnar lengur og þrjóskaðist við að stíga í fótinn. Þetta gerðist á fimmtudegi og ég var farin að ganga nánast óhölt á laugardeginum. Eins og þetta leit vel út þá var þetta ekki eins gott og ég var að vona, ég hef ekki æft fótbolta núna í tvær vikur, fyrir utan eina æfingu og einn leik sem ég spilaði og var það kannski ekki það gáfulegasta sem ég hef gert en svona getur þrjóskan farið með mann. En ég vona að ég geti byrjað að æfa á mánudaginn :) Svo ákvað ég að hætta að æfa með Risskov og fór að æfa með stórliðinu í Harlev ;)

Þessi hálfi mánuður hefur tekið pínu á þar sem það er hundleiðinlegt að vera í íþróttaskóla og geta ekki tekið þátt á æfingum. En maður gefst nú ekki upp og hlakkar bara til að byrja að æfa aftur :)

Á fimmstudaginn var ég úti allan daginn, fyrir hádegi var ég að dæma á fótboltamóti hjá krökkum í 2,3 og 4 bekk og eftir hádegi fórum við sem erum í Go' Stil í einhvern skóg og vorum að gera japanskar hugleiðsluæfingar ;) og fórum svo niður að sjó og gerðum þetta þar líka í ferska sjávarloftinu og vorum á tánum í sandinum :P Um kvöldið voru strákarnir í skólanum svo að keppa í fótbolta og unnu þeir 1-0 :) Ég skellti mér svo á leik AGF og SönderjyskE þar sem Sölvi Geir Ottesen og Ólafur Skúlason voru báðir í liði SönderjyskE. Leikurinn fór 1-2 fyrir SönderjyskE og þó ég haldi nú með AGF þá sætti ég mig við þetta tap þar sem Ólafur skoraði sigurmarkið ;) En þar sem mér varð svolítið kalt þennan dag þá nældi ég mér í þessa fínu hálsbólgu. Svo á föstudaginn var ég aftur að dæma fyrir hádegi, en núna hjá 5. bekk. Svo var bara haldið í sveitina í afslöppun :) Ég elska að komast í sveitina um helgar ;)

Svo átti Anna Heiða að koma hingað til mín í dag, átti flug klukkan 7 en fluginu var bara aflýst :O En hún á bókað nýtt flug á morgun klukkan 3 að íslenskum tíma, sem þýðir að hún verður aldrei komin hingað fyrr en í kringum miðnætti. Og ég vona bara innilega að hún komist þá :)

Ég skelli svo inn nokkrum myndum einhverntíman í næstu viku :)

Farvel :)