Sunday, 18 April 2010

Afmælisvika

Þá er enn ein vikan liðin :)

Ég byrjaði að æfa fótbolta með Risskov á mánudaginn. Þetta er ágætis lið og fínt að fá smá auka hreyfingu og meiri fótbolta :) Við æfum reyndar ekki nema tvisvar í viku og á möl, takk fyrir. Ég horfi á fótboltaskóna mína og græt næstum því, þetta fer svo illa með þá. En sem betur fer þá byrjum við á grasi vonandi í næstu eða þar næstu viku :)

Það gerðist svo sem ekkert rosalega merkilegt þessa vikuna nema það að ég lá bara mikið í sólbaði og hafði það huggulet :) Svo átti nú frú Vigdís Finnbogadóttir stórafmæli og einnig stalla hennar frú Margrét Þórhildur danadrottning :) ég verð nú að segja að þó að Vigdís sé nú 10 árum eldri en Dana drolla þá lítur hún svo miklu betur út. En í tilefni af afmæli Drottningarinnar þá hélt Oddný kaffiboð með vöfflum og þessari líka geðveikur marsköku :) Ekki slæmt að koma í sveitina og fá svona veitingar :)

En helgin hefur að mestu bara verið róleg, bara svona eins og ég vil hafa það :)

Í næstu viku eru svona íþróttadagar, þar sem koma fullt af nemendum úr öðrum svipuðum skólum og nemendur frá okkur fara annað ti að keppa í allskonar íþróttum. Boltaíþróttirnar fara fram hérna í Århus þannig að ég verð um kyrrt og keppi í fótbolta og blaki ef ég hef tíma til þess. Svo mér til mikillar gleði kemur Margrét Alda með sínum skóla til að keppa í fótbolta, svo við loksins hittumst :)

En ég held ég láti þetta duga í bili

Alla

p.s. tíminn líður ótrúlega hratt....ekki nema 50 dagar þangað til ég kem á eldfjallaeyjuna :)

Tuesday, 13 April 2010

Vorið er komið og grundirnar gróa...

Ég bara hreinlega varð að láta heyra í mér :)

Mamma, pabbi, Andrés og Sæja yfirgáfu okkur hina fjölskyldumeðlimina á páskaga. Það verður nú að viðurkennast að það láku nokkur tár, en við tókum bara vel á því og Stefán mágur og Kristján vinur hans elduðu þennan líka geðveika kvöldmat handa okkur á páskadag, þar sem við drukkum smá af hvítvíni og bjór og cider ;) enda hress og skemmtileg :)
Á annan í páskum höfðum við það bara kósý og fengum svo fullt af fólki í mat um kvöldið. Svo skutlaði Oddný mér niður í skóla og ég taldi mig nú aldeilis tilbúna til að takast á við skólann eftir langt og gott frí...
En þriðjudagurinn, miðvikudagurinn og fimmtudagurinn voru nú bara ansi erfiðir og ég hef líklega aldrei saknað mömmu og pabba svona mikið...en á föstudaginn fór ég til Oddnýjar aftur og ætlaði að stoppa þar fram á laugardag því þá átti aldeilis að taka á því í "fertugs" afmæli í skólanum, svona þema partý....en nei vakna ég ekki eldsnemma á laugardagsmorguninn með ælupestina...FRÁBÆRT...
Ekki biðum mín skemmtileg skilaboð þegar ég rölti niður, nei þar sat Oddný í sófanum og sagði mér að Stefán mágur hefði lent í bílveltu og væri upp á spítala, en það var nú í lagi með hann þannig lagað, var svoldið aumur í öllum skrokknum og bíllinn ónýtur. Þannig að ég tók því bara róleg allan laugardaginn og lá í sófanum að drepast í maganum langt fram eftir degi, Stefán bara hálfur maður og Oddný eithvað slöpp, aldeilis ástand á einu heimili. En við rifum okkur nú upp og skelltum okkur til vinafólks sem var búið að bjóða okkur í hamborgaraveislu :) Ég hélt ég væri orðin ótrúlega góð og borðaði eins og ég mögulega gat en þegar ég kom heim var ég að drepast í maganum. Ég horfði á söngkeppni framhaldsskólanna með Stefáni og hafði það kósý. Sunnudagurinn var bara letidagur. Við Oddný röltum í búðina og keyptum í matinn, áður en við lögðum af stað í búðina settum við deig í pizzasnúða í hefingu og ætluðum svo að baka þegar við komum heim. En þegar við komum heim þurftum við að skjótast yfir í næsta hús til að fá eithvað lánað og við settumst aðeins niður þar í garðinum í góða veðrinu....
En þetta stopp varð aðeins lengra en við ætluðum því það endaði með nágrannagrilli og kósýheitum og þegar við komum heim eftir kvöldmatinn var deigið farið að flæða upp úr skálinni....flott stelpur ;) En Oddnýju tókst að gera þessa frábæru snúða :)
Svo tók ég strætóinn niður í skóla á mánudagsmorgun og byrjaði nýja viku :)
Ég er ekki frá því að vorið sé komið og var smá vorfílingur í manni, ég byrjaði á því að fara að lyfta klukkan hálf 10, svo var það fótboltaæfing eftir hádegi, röltum í búðina eftir skóla og fór svo á fyrstu æfinguna með Skovbakken um kvöldið :) ótrúlega gaman. En ég varð svolítið hissa þegar við komum upp á völl...það var MALARVÖLLUR...ég hef ekki spilað á möl síðan gamli malarvöllurinn í Borgarnesi var ;) en við byrjum nú á grasi í næstu viku svo þetta er í góðu lagi.
Í dag var nú ekki verra veður, dagurinn byrjaði á því að ég átti þrif vakt í skólanum klukkan 7 og þurfti að ryksuga allar skólastofurnar (mæli ekki með því að byrja dag svona), svo skellti ég mér á blakæfingu. Eftir hádegi var það Go'stil og við horfðum á einhvern þátt um danska listamenn. Þegar þessi þáttur var búinn áttum við annað hvort að taka strætó eða hjóla niður í bæ því við áttum að vera viðstödd opnum Globetown verkefnisins sem krakkar hérna í skólanum standa að og snýst um að styrkja börn í afríku. Ég hjólaði auðvitað í góðaveðrinum niður í bæ og fékk mér ís og sat úti í sólinni, svo hjóluðum við heim og við íslensku stelpurnar skelltum okkur út að hlaupa í góða veðrinu. Og ég íslendingurinn er eldrauð í framan eftir sólina þessa tvo daga og finnst það bara ekkert leiðinlegt ;) þetta veður hérna er einsn og ágætis sumardegi á Íslandi :) ekki að hata það :)

En ég læt heyra í mér síðar

Sunday, 4 April 2010

Páskarnir

Jæja ég held að það sé kominn tími til að láta aðeins heyra í mér!

Þetta blogg er fyrir hann föður minn, hann reyndar nýtur þess væntanlega ekki mikið þar sem hann veit flest af því sem verður skrifað hér ;)

En það hefur nú kannski ekki mikið merkilegt gerst hjá mér en þó eithvað :)

Ég fór í partý um daginn í skólanum og eyddi svo sunnudeginum í það að horfa á Baywatch ;) afhverju var ég ekki búin að redda mér þessum þáttum fyrr :p Næstu dagar voru nú bara ósköp venjulegir nema það að ég hélt áfram að horfa á Baywatch :D

Mamma og pabbi, Andrés og Sæja komu í heimsókn á föstudaginn síðasta og er ég bara búin að hafa það ósköp notalegt síðan þau komu. við skelltum okkur öll stórfjölskyldan saman í bústað á Hvide Sande á miðvikudaginn og vorum fram á laugardag :) Við notuðum tímann í bústaðnum bara til að keyra um og skoða, fara í göngutúra og horfa á DVD og spila :) sem sagt bara rosalega kósý dagar :) En nú er víst kominn páskadagur sem þýðir að þau eru öll að fara heim til íslands í kvöld. Ég verð nú að viðurkenna að það vottar fyrir smá löngun til að fara með þeim ;) en það eru nú ekki nema 64 dagar þangað til ég flýg heim á klakann :D

Svo hefst skólinn á ný á þriðjudaginn og ég held að það verði nú ansi erfitt að koma sér af stað aftur, en það hefst vonandi á endanum :)

Svo er bara mánuður í að Anna Heiða láti sjá sig í landi okkar Margrétar Þórhildar og þá verður sko gaman ;)

Ég er farin að borða páskaeggið mitt ;)

Heyri í ykkur síðar !