Wednesday, 17 March 2010

Århus-Þýskaland-Holland-Þýskaland-Århus :)

Fös 12.3
Þessi dagur var alveg ótrúlega lengi að líða. Ég reikna með að það hafi verið vegna spennu og líka vegna þess hvað það var lítið að gera þennan dag ;) En svona til að eyða tímanum þá skellti ég mér á kvennahandboltaleik og svo að sjálfsögðu í partý á café-inu hérna í skólanum :) Klukkan hálf 1 um nóttina lögðum við svo af stað til Hollands. Þessi ferð okkar á fyrsta áfangastað sem var Mönchengladbach í Þýskalandi tók u.þ.b. 10 klst og var ferðin alveg merkilega fljót að líða því ég svaf nánast allan ferðina.

Lau 13.3
Við vorum komin frekar snemma til Mönchengladbach svo við þurftum að rölta um bæinn sem var svo sem ekkert slæmt, nema það að þessi bær er ekkert voðalega heillandi. En við fundum okkur einhvern pizzastað og settumst þar inn til að borða. Svo héldum við bara áfram að rölta um göturnar og skoða í búðirnar. Og á einhverri verslunargötunni keyrir upp að okkur lögreglubíll og það hoppa 3 löggur út úr honum sem voru klæddar eins og hermenn vopnaðir og frekar óárennilegir. Það var einn sem labbaði upp að hópnum og talaði við okkur en hinir tveir stóðu í svolítilli fjarlægð og pössuðu að við færum ekki neitt. Ég verð nú að viðurkenna að á þessum tímapunkti var þetta frekar óhugnalegt. Þeir spurðu okkur hvaðan við værum og báðu um skilríki og spurðu svo hvort við værum að fara á fótboltaleik. Við játtum því og þá spurðu þeir hvort við værum að leita að bar en við sögðumst nú bara vera á leiðinni í rútuna okkar. En ástæða þess að þeir voru að stoppa okkur var sú að þeir héldu að við værum fótboltabullur og ætluðu bara að hafa upplýsingar um okkur ef við yrðum með einhver vandræði ;) Halló, lít ég út eins og fótboltabulla? :p Svo fórum við á leikinn Borussia Mönchengladbach - Wolfsburg þar sem Wolfsburg vann 4-0. Það að fara á svona leik í Þýsku deildinni var ótrúlega mikil upplifun, sérstaklega þar sem við sátum alveg við hliðina á stuðningsmönnum Borussia og þeir sungu allan leikinn :) Eftir leikinn keyrðum við svo til Venlo í Hollandi þar sem hótelið okkar var. Okkur til mikillar ánægju var mjög góður matur á hótelinu, góð rúm og baðkar sem toppaði allt :) Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum upp á herbergi eftir að hafa borðað var að láta renna í bað. Og við nutum þess sko að hafa baðkar og notuðum það á hverjum degi :)

Sun 14.3
Þennan morguninn var ræs klukkan 7:45 til að fara í morgunmat og svo á æfingu klukkan 9. Við æfðum á einhverju æfingasvæði í Venlo og það var ótrúlega gaman að komast á alvöru gras þó svo að völlurinn hafi verið svo illa farinn að á mestu álagspunktunum var hann farinn að minna á gamla malarvöllinn í Borgarnesi ;) Ég, íslendingurinn, var svo sigurvegari dagsins þar sem ég vann alla strákana og stelpuna í skotkeppni ;) Varnarmaðurinn kann þetta alveg ;) Seinna um daginn héldum við til Amsterdam og það tók okkur 2 og hálfan tíma að keyra þangað. Í Amsterdam fórum við á Ajax - PSV Einhoven þar sem mitt lið, Ajax, vann 4-1. Þetta var einn skemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef lengi séð. Það voru tæklingar út um allan völl, virkilega barist um boltann og menn voru að detta í jörðina þó að boltinn væri hvergi nálægt því menn voru mikið að berjast út um allan völl. Hollenskur fótbolti, allavega í þessum klassa, er hrikalega góð skemmtun :) og ekki skemmdi fyrir stemmingin á vellinum en það voru eithvað í kringum 52 þús manns á vellinum. Það verður að segjast að þetta var ennþá meiri upplifun en leikurinn í þýskalandi daginn áður. Og auðvitað fór maður í fan-shopið og keypti Ajax bol handa mér og Ásrúnu Öddu og Þóru Kristínu. Svo núna erum við frænkurnar tilbúnar að fara að æfa fótbolta úti í garði :)

Mán 15.3
Það var vaknað snemma þennan daginn til að fara á æfingu. Við ætluðum að æfa tvisvar þennan daginn en nenntum því bara ekki og margir voru tæpir af meiðslum svo við notuðm bara restina af deginum eða til hálf 5 til að slappa af, fara í bað og sofa :) klukkan hálf 5 hittumst við og fórum yfir leikina tvo sem við höfðum séð og ræddum aðeins muninn á þeim. Svo var kvöldmatur og svo út í rútu því við vorum að fara til Duisburg að sjá Duisburg spila við 1860 München. Eins og leikurinn í Hollandi var skemmtilegur þá var þessi leikur alveg drep leiðinlegur. Svo var bara farið aftur til Venlo eftir leikinn og nánast beinustu leið að sofa.

Þri 16.3
Það var ræs klukkan hálf 8 því við þurftum að borða morgunmat og leggja svo af stað til Amsterdam klukkan hálf 9. Þegar við komum þangað fórum við beint á Ajax völlinn og röltum þaðan yfir á æfingasvæði Ajax þar sem við horfðum á aðal liðið á æfingu. Eftir æfinguna fengum við svo myndir af okkur með nokkrum leikmönnum og vorum bara ótrúlega ánægð með það sem búið var af deginum. Svo röltum við aftur yfir á Ajax völlinn og fórum í fan shopið og eyddum dágóðum tíma þar. Svo röltum við í áttina að lestarstöðinni sem var þarna rétt hjá og tókst loksins á endanum að kaupa okkur miða með lestinni niður í miðbæ :) Við komumst þangað og þegar ég kom út úr lestarstöðinni langaði mig bara að standa og horfa á borgina. Amsterdam er ótrúlega falleg og sérstök borg. En það var víst ekki hægt að standa þarna svo við röltum af stað í leit að einhverju að borða og enduðum á að fara á McDonalds. Svo tók bara við túristadagur í Amsterdam þar sem við þræddum göturnar fram og til baka og settumst niður á Dam torginu og gáfu dúfunum brauð og lékum aðeins við þær :) en þar sem við vorum nú í Amsterdam var ekki hægt að sleppa því að rölta um Rauða hverfið, og gerðum við það í hláturskasti því það var svo kjánalegt að sjá allar þessar konur hálf naktar í gluggunum. Svo fundum við náttúrulega ekkert nema hasslykt þar og fannst þetta frekar framandi staður. Við vorum búin að ákveða að hittast klukkan 6 á einhverju torgi og fórum þá á ítalskan pizza stað og fengum okkur að borða. Svo röltum við yfir á playes sportbar þar sem við fengum okkur bjór og horfðum á Inter vinna Chelsea og við héldum einnig áfram að anda að okkur reyknum frá hassreykingarfólki... Hvað vill maður meira í Amsterdam? ;)
Svo klukkan svona hálf 12 lögðum við aftur af stað heim til Danmkerur. Þessi ferð var aðeins lengri en hin enda tók hún ca. 11 tíma og ég svaf miklu minna heldur en á leiðinni frá Danmörku. Við stoppuðum svo á landamærum Danmerkur og Þýskalands klukkan hálf 7 í morgun og fórum og keyptum okkur kassa og bjór og gosi ýmsu fleiru því það er svo ódýrt að versla á landamærunum. Svo áttum við eftir að keyra svona 2 - 3 km í skólann þegar rútubílstjórinn segir okkur að við séum alveg að koma heim og þakkar okkur fyrir ferðina en þá drepur rútan á sér og fer ekki í gang aftur :p alveg merkilegt að hún skuli verða bensínlaus rétt áður en við komum heim, eins og ferðin var búin að ganga vel :) En þar var allt í góðu, það kom bara ný rúta og keyrði okkur restina af leiðinni :) Svo þegar heim var komið fóru fötin beint í þvott þar sem þau önguðu af hasslykt :p
Þessi ferð var bara ótrúlega skemmtileg í alla staði og ég mæli með að fólk fari að sjá leik í Hollenska boltanum ;)

Tuesday, 2 March 2010

bensínlaus hlaupaköttur!

Ég velti því mikið fyrir mér í gær um hvað ég ætti eiginlega að blogga næst því frá því að ég bloggaði síðast hefur voðalega lítið gerst. Vikan bara gengið sinn vanagang og ótrúlega gaman bara eins og venjulega.
En það breyttist snögglega í dag þegar ég gerði mér glaðan dag og fór í IKEA. Reyndar fór ég ekki fyrir sjálfa mig heldur fyrir skólann. Ég fór ásamt Helenu, Svövu og Matta, sannkölluð íslendingaferð. Við fengum lánaðann bílinn sem skólinn á og byrjuðum á að festa bílinn á hálkubletti á bílstæðinu í skólanum þangað til ég fattaði að þau höfðu gleymt að taka úr handbremsu. Svo keyrðum við nú af stað og Helena keyrði í búðina og allt gekk að óskum. Svo versluðum við og auðvitað misnotuðum við aðstöðu okkar og komum út með fullt af dóti sem við versluðum fyrir okkur sjálf. Svo ætlaði ég nú að keyra heim :) Stelpan að keyra í fyrsta skipti í stórborg í útlöndum. Ég byrjaði á því að fara framhjá útkeyslunni af bílastæðinu en það reddaðist nú allt. Svo fannst mér bíllinn eithvað svo skrítinn og svo þegar við vorum í beygjunni sem við tókum til að komast út á stóru umferðargötuna þá fer bíllinn að hökta og segi svona við krakkana "hey við erum að verða bensínlaus". Ég beygi inn á útskotið þar sem strætó stoppar til að taka upp farðega og ég kom bílnum þannig fyrir að ég truflaði ekki strætó. Svo sátum við þarna bíllinn búinn að drepa á sér. Flott hjá okkur krakkar ;) En við hringdum í skólann og Jakob sem var að kenna okkur kom með smá bensín á brúsa og við keyrðum svo bara að næstu bensínstöð og keyptu smá bensín fyrir peninginn sem var afgangs eftir að við höfðum keypt það sem við áttum að kaupa :) Svo komumst við heim eftir ótrúlega skemmtilega IKEA ferð :) En svona til gamans má geta þess að ég stóð mig ótrúlega ver að keyra þennan 8 manna skrjóð í stórborginni :)
En annars hefur nú lítið merkilegt gerst hjá mér síðustu viku. Það eru ekki nema 10 daga í Holland sem þýðir að það styttist líka í að mamma og pabbi og Sæja og Andrés komi út og ég fái páskaeggið mitt ;)
Ég hef líka verið ótrúlega dugleg síðustu daga að mér finnst og farið þrisvar út að hlaupa á innan við viku :) það er afrek út af fyrir sig ;) Stefnan er tekin á að fara í bæinn á morgun og svo bara aftur út að hlaupa á fim, fös, lau, sun og mán ;) sjáum hvort þetta markmið takist :p
Annars er löng helgi um næstu helgi sem þýðir að ég er í fríi á mánudaginn, sem verður bara kósý :)

Ég bið bara að heilsa ykkur í bili !